Gamli grásleppan selst en ekki hrognin Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. ágúst 2013 07:15 Ormur Arnarson, framkvæmdastjóri Tritons, með grásleppuna eða sjógúrkuna eins og þeir kalla hana í Kína. Áður var grásleppu fleygt eftir að búið var að kreista úr henni hrognin. Eftir mikla markaðssetningu og undirbúning er hins vegar svo komið að grásleppan rokselst sem sjógúrka í Kína en hrognin síður. Ný uppskrift á að hressa upp á hrognasölu. Stutt er síðan grásleppu var fleygt um leið og búið var að kreista úr henni hrognin enda mönnum alls óljóst hver myndi leggja sér hana til munns. Eftir mikla þróunarvinnu við nýtingu grásleppunnar og átak í markaðsmálum opnuðust markaðir í Kína. Nú er svo komið að Íslendingar anna ekki eftirspurn við sölu á grásleppunni sjálfri en illa gengur með hrognin. „Já, þetta er nokkuð undarlegt staða svona í þessu ljósi,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landsambands smábátaeigenda. Hvað hrognin varðar segir Örn markaðinn mjög viðkvæman. Þar sem framboðið hafi verið honum ofviða hafi verðið hríðlækkað. „Útflutningsverðmæti saltaðra grásleppuhrogna og grásleppukavíars á fyrri helmingi ársins er aðeins 44 prósent af því sem það var á sama tíma í fyrra,“ segir hann. Staðan er allt önnur hvað varðar grásleppuna sjálfa. Gunnar Þórðarson, starfstjóri Matís á Ísafirði, segir að hún hafi slegið svo rækilega í gegn í Kína að Íslendingar anna ekki eftirspurn þar annað árið í röð. Gunnar segir að Örn Erlendsson og sonur hans Ormur hjá fyrirtækinu Triton hafi unnið brautryðjendastarf við að ryðja grásleppunni til rúms á kínverskum mörkuðum. Engin hefð var fyrir grásleppuáti í Kína og reyndar var fiskurinn heimamönnum svo ókunnur að byrja varð á því að gefa honum nafn og er hann nú kallaður sjógúrka þar eystra. „Við fundum á sínum tíma réttu aðilana og þeir ráðfærðu sig við kokka á veitingastöðum í Kína hvernig matreiða mætti þennan fisk,“ segir Örn Erlendsson hjá Triton. „Þegar þeir voru búnir að finna út úr því kynntu þeir árangurinn fyrir eigendum og þannig tókst okkur að komast með þetta inn á markaðinn. Við unnum þetta því frá gólfinu og upp í topp, ef svo má segja.“ Örn Pálsson, hjá Landsambandinu, segir að nú verði vörn sett í sókn varðandi hrognin. „Við erum í samvinnu við Matís og ætlum að prófa aðra uppskrift þannig að þetta verði allt fersklegra,“ segir Örn „Það er kannski hægt að koma því á borð hjá Kínverjum.“ Hrognin eru nú seld hér innanlands, í Svíþjóð, Þýskalandi og Danmörku. Til marks um hve sjómönnum þótti lítið til grásleppunnar koma má geta þess að árið 2010 voru sett lög sem skylda þá til að koma með hana að landi. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira
Áður var grásleppu fleygt eftir að búið var að kreista úr henni hrognin. Eftir mikla markaðssetningu og undirbúning er hins vegar svo komið að grásleppan rokselst sem sjógúrka í Kína en hrognin síður. Ný uppskrift á að hressa upp á hrognasölu. Stutt er síðan grásleppu var fleygt um leið og búið var að kreista úr henni hrognin enda mönnum alls óljóst hver myndi leggja sér hana til munns. Eftir mikla þróunarvinnu við nýtingu grásleppunnar og átak í markaðsmálum opnuðust markaðir í Kína. Nú er svo komið að Íslendingar anna ekki eftirspurn við sölu á grásleppunni sjálfri en illa gengur með hrognin. „Já, þetta er nokkuð undarlegt staða svona í þessu ljósi,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landsambands smábátaeigenda. Hvað hrognin varðar segir Örn markaðinn mjög viðkvæman. Þar sem framboðið hafi verið honum ofviða hafi verðið hríðlækkað. „Útflutningsverðmæti saltaðra grásleppuhrogna og grásleppukavíars á fyrri helmingi ársins er aðeins 44 prósent af því sem það var á sama tíma í fyrra,“ segir hann. Staðan er allt önnur hvað varðar grásleppuna sjálfa. Gunnar Þórðarson, starfstjóri Matís á Ísafirði, segir að hún hafi slegið svo rækilega í gegn í Kína að Íslendingar anna ekki eftirspurn þar annað árið í röð. Gunnar segir að Örn Erlendsson og sonur hans Ormur hjá fyrirtækinu Triton hafi unnið brautryðjendastarf við að ryðja grásleppunni til rúms á kínverskum mörkuðum. Engin hefð var fyrir grásleppuáti í Kína og reyndar var fiskurinn heimamönnum svo ókunnur að byrja varð á því að gefa honum nafn og er hann nú kallaður sjógúrka þar eystra. „Við fundum á sínum tíma réttu aðilana og þeir ráðfærðu sig við kokka á veitingastöðum í Kína hvernig matreiða mætti þennan fisk,“ segir Örn Erlendsson hjá Triton. „Þegar þeir voru búnir að finna út úr því kynntu þeir árangurinn fyrir eigendum og þannig tókst okkur að komast með þetta inn á markaðinn. Við unnum þetta því frá gólfinu og upp í topp, ef svo má segja.“ Örn Pálsson, hjá Landsambandinu, segir að nú verði vörn sett í sókn varðandi hrognin. „Við erum í samvinnu við Matís og ætlum að prófa aðra uppskrift þannig að þetta verði allt fersklegra,“ segir Örn „Það er kannski hægt að koma því á borð hjá Kínverjum.“ Hrognin eru nú seld hér innanlands, í Svíþjóð, Þýskalandi og Danmörku. Til marks um hve sjómönnum þótti lítið til grásleppunnar koma má geta þess að árið 2010 voru sett lög sem skylda þá til að koma með hana að landi.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira