Náttúruminjasafn í Perlunni – Besti kosturinn Árni Hjartarson skrifar 22. ágúst 2013 07:30 Það ríkti gleði í búðum Hins íslenska náttúrufræðifélags í mars síðastliðnum þegar undirritaður var samningur milli ríkisins og Reykjavíkurborgar um leigu á aðstöðu í Perlunni fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Þarna hillti undir farsæla lausn á málefnum safnsins eftir áratugalanga baráttu. Þessi uppbygging var liður í fjárfestingaáætlun stjórnvalda þar sem 500 m.kr. skyldi varið til hönnunar og uppsetningar á grunnsýningu og mótun aðstöðu fyrir safnið í Perlunni. Í kjölfarið var ráðinn forstöðumaður sem leiða skyldi mótun sýningarinnar og starfsemi safnsins næstu árin. Málið virtist komið á traustan grunn eftir langt óvissuástand og niðurlægingartímabil. Fundinn hafði verið hagkvæmur og glæsilegur staður fyrir safnið og starfsemi þess, lagður hafði verið fjárhagslegur grunnur að uppbyggingu þess og ráðinn hafði verið öflugur forstöðumaður. Minna má á að Náttúruminjasafn skal lögum samkvæmt vera eitt af höfuðsöfnum þjóðarinnar við hlið Þjóðminjasafns og Listasafns Íslands. Stefnt var að því að grunnsýning Náttúruminjasafnsins yrði opnuð í Perlunni haustið 2014 og hefði farið vel á því á 125 ára afmæli Náttúrufræðifélagsins. Sýningunni var ætlað að auka vitund landsmanna um náttúru Íslands, styðja við náttúrufræðikennslu frá grunnskólastigi til háskólanáms og veita aðgang að því ríkulega fræðsluefni sem til er á vísindastofnunum, náttúruminjasöfnum, náttúrustofum og þjóðgörðum landsins. Auk þess er ljóst að safnið myndi hafa gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað 16. júlí 1889. Megintilgangur þess var „að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripasafni á Íslandi“. Því var ætlað að vera landssafn með aðsetur í höfuðstað Íslands. Félagið stofnaði síðan og rak náttúrugripasafn í 58 ár á tímabilinu 1889-1947, en þá var safnið afhent ríkinu til umsjár og rekstrar, ásamt vænum húsbyggingarsjóði, sem félagið hafði safnað í áranna rás. Sett voru lög um safnið árið 1951 og ríkisstofnunin Náttúrugripasafn Íslands hóf starfsemi. Það bjó þó jafnan við þröngan kost og fram til 2008 var það í litlu og óhentugu bráðabirgðahúsnæði við Hlemm. Þá var safninu lokað og munum komið fyrir í geymslu. Þannig standa mál í dag og staðan er verri en fyrir 120 árum þegar safnið var í heimahúsi Benedikts Gröndals, fyrsta formanns Náttúrufræðifélagsins og forstöðumanns safnsins á árunum 1889-1900. Hér er ólíku saman að jafna við önnur höfuðsöfn landsmanna sem njóta virðingar og vinsælda. Gott og öflugt náttúruminjasafn er aðall og stolt hverrar stöndugrar þjóðar og dýrmætur fróðleiksbrunnur fyrir þegna og gesti viðkomandi lands. Í ljósi þess að Íslendingar byggja atvinnu sína og líf í landinu á náttúru þess í ríkum mæli, og ekki síður í ljósi þeirrar staðreyndar, að langflestir ferðamenn, sem sækja landið heim, gera það vegna náttúru þess, er hneisa að geta ekki boðið landsmönnum og ferðalöngum upp á vandað og veglegt höfuðsafn um náttúru landsins. Náttúra Íslands er einstök í hnattrænu samhengi og okkur ber siðferðisleg skylda til að fræða landsmenn og gesti okkar um hana. Hér er ekki aðeins átt við jarðfræðilega sérstöðu, ungan aldur landsins og fjölbreytileika jarðmyndana, heldur einnig lífríkið, sem hefur mótast af jarðfræði og legu landsins og einkennist af fáum tegundum, en gjarnan stórum og öflugum stofnum með fjölbreytileika í lífsháttum og útliti innan tegunda. Aðstæður sem er að finna á Íslandi ung náttúra í örri þróun og mótun ásamt myndrænni fegurð í stórbrotnu landslagi elds og ísa eru óvíða annars staðar á Jörðinni. Þessari náttúrugersemi eigum við að gera viðeigandi skil með kynningu og fræðslu í veglegu Náttúruminjasafni Íslands. Nú hafa heyrst raddir um að snúa baki við öllum áformum um Náttúruminjasafn í Perlunni og finna því annan stað, helst utan Reykjavíkur eða jafnvel að reisa ekkert safn. Það eru ekki góðar hugmyndir. Í fyrsta lagi stefnir það öllum uppbyggingaráætlunum Náttúruminjasafns í óvissu og framlengir það niðurlægingartímabil sem safnið gengur nú í gegn um. Í öðru lagi er vandséð að hagkvæmari kostur finnist en í Perlunni og þá er átt við fjárhag, skipulag og framkvæmdir. Þar fara saman hagsmunir ríkis og borgar. Í þriðja lagi er öruggt að betri og veglegri staður finnst ekki. Náttúruminjasafn í Perlunni á Öskjuhlíð er miðlægt í höfuðborginni, í námunda við önnur höfuðsöfn þjóðarinnar, í ákjósanlegri nánd við háskólaumhverfið, á besta stað fyrir ferðamannaiðnaðinn og í órofa tengslum við íslenska náttúru með höfuðborgarsvæðið og fjallahring þess allt um kring og jarðhitann og nýtingu hans hið næsta sér. Ég skora á alla sem bera hag Náttúruminjasafns og íslenskra náttúrurannsókna fyrir brjósti að standa saman um áformaða uppbygginguna í Perlunni. Þegar upp verður staðið frá því verki mun það bera framtíðinni og komandi kynslóðum hróður allra sem að því komu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Það ríkti gleði í búðum Hins íslenska náttúrufræðifélags í mars síðastliðnum þegar undirritaður var samningur milli ríkisins og Reykjavíkurborgar um leigu á aðstöðu í Perlunni fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Þarna hillti undir farsæla lausn á málefnum safnsins eftir áratugalanga baráttu. Þessi uppbygging var liður í fjárfestingaáætlun stjórnvalda þar sem 500 m.kr. skyldi varið til hönnunar og uppsetningar á grunnsýningu og mótun aðstöðu fyrir safnið í Perlunni. Í kjölfarið var ráðinn forstöðumaður sem leiða skyldi mótun sýningarinnar og starfsemi safnsins næstu árin. Málið virtist komið á traustan grunn eftir langt óvissuástand og niðurlægingartímabil. Fundinn hafði verið hagkvæmur og glæsilegur staður fyrir safnið og starfsemi þess, lagður hafði verið fjárhagslegur grunnur að uppbyggingu þess og ráðinn hafði verið öflugur forstöðumaður. Minna má á að Náttúruminjasafn skal lögum samkvæmt vera eitt af höfuðsöfnum þjóðarinnar við hlið Þjóðminjasafns og Listasafns Íslands. Stefnt var að því að grunnsýning Náttúruminjasafnsins yrði opnuð í Perlunni haustið 2014 og hefði farið vel á því á 125 ára afmæli Náttúrufræðifélagsins. Sýningunni var ætlað að auka vitund landsmanna um náttúru Íslands, styðja við náttúrufræðikennslu frá grunnskólastigi til háskólanáms og veita aðgang að því ríkulega fræðsluefni sem til er á vísindastofnunum, náttúruminjasöfnum, náttúrustofum og þjóðgörðum landsins. Auk þess er ljóst að safnið myndi hafa gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað 16. júlí 1889. Megintilgangur þess var „að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripasafni á Íslandi“. Því var ætlað að vera landssafn með aðsetur í höfuðstað Íslands. Félagið stofnaði síðan og rak náttúrugripasafn í 58 ár á tímabilinu 1889-1947, en þá var safnið afhent ríkinu til umsjár og rekstrar, ásamt vænum húsbyggingarsjóði, sem félagið hafði safnað í áranna rás. Sett voru lög um safnið árið 1951 og ríkisstofnunin Náttúrugripasafn Íslands hóf starfsemi. Það bjó þó jafnan við þröngan kost og fram til 2008 var það í litlu og óhentugu bráðabirgðahúsnæði við Hlemm. Þá var safninu lokað og munum komið fyrir í geymslu. Þannig standa mál í dag og staðan er verri en fyrir 120 árum þegar safnið var í heimahúsi Benedikts Gröndals, fyrsta formanns Náttúrufræðifélagsins og forstöðumanns safnsins á árunum 1889-1900. Hér er ólíku saman að jafna við önnur höfuðsöfn landsmanna sem njóta virðingar og vinsælda. Gott og öflugt náttúruminjasafn er aðall og stolt hverrar stöndugrar þjóðar og dýrmætur fróðleiksbrunnur fyrir þegna og gesti viðkomandi lands. Í ljósi þess að Íslendingar byggja atvinnu sína og líf í landinu á náttúru þess í ríkum mæli, og ekki síður í ljósi þeirrar staðreyndar, að langflestir ferðamenn, sem sækja landið heim, gera það vegna náttúru þess, er hneisa að geta ekki boðið landsmönnum og ferðalöngum upp á vandað og veglegt höfuðsafn um náttúru landsins. Náttúra Íslands er einstök í hnattrænu samhengi og okkur ber siðferðisleg skylda til að fræða landsmenn og gesti okkar um hana. Hér er ekki aðeins átt við jarðfræðilega sérstöðu, ungan aldur landsins og fjölbreytileika jarðmyndana, heldur einnig lífríkið, sem hefur mótast af jarðfræði og legu landsins og einkennist af fáum tegundum, en gjarnan stórum og öflugum stofnum með fjölbreytileika í lífsháttum og útliti innan tegunda. Aðstæður sem er að finna á Íslandi ung náttúra í örri þróun og mótun ásamt myndrænni fegurð í stórbrotnu landslagi elds og ísa eru óvíða annars staðar á Jörðinni. Þessari náttúrugersemi eigum við að gera viðeigandi skil með kynningu og fræðslu í veglegu Náttúruminjasafni Íslands. Nú hafa heyrst raddir um að snúa baki við öllum áformum um Náttúruminjasafn í Perlunni og finna því annan stað, helst utan Reykjavíkur eða jafnvel að reisa ekkert safn. Það eru ekki góðar hugmyndir. Í fyrsta lagi stefnir það öllum uppbyggingaráætlunum Náttúruminjasafns í óvissu og framlengir það niðurlægingartímabil sem safnið gengur nú í gegn um. Í öðru lagi er vandséð að hagkvæmari kostur finnist en í Perlunni og þá er átt við fjárhag, skipulag og framkvæmdir. Þar fara saman hagsmunir ríkis og borgar. Í þriðja lagi er öruggt að betri og veglegri staður finnst ekki. Náttúruminjasafn í Perlunni á Öskjuhlíð er miðlægt í höfuðborginni, í námunda við önnur höfuðsöfn þjóðarinnar, í ákjósanlegri nánd við háskólaumhverfið, á besta stað fyrir ferðamannaiðnaðinn og í órofa tengslum við íslenska náttúru með höfuðborgarsvæðið og fjallahring þess allt um kring og jarðhitann og nýtingu hans hið næsta sér. Ég skora á alla sem bera hag Náttúruminjasafns og íslenskra náttúrurannsókna fyrir brjósti að standa saman um áformaða uppbygginguna í Perlunni. Þegar upp verður staðið frá því verki mun það bera framtíðinni og komandi kynslóðum hróður allra sem að því komu.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun