Náttúruminjasafn í Perlunni – Besti kosturinn Árni Hjartarson skrifar 22. ágúst 2013 07:30 Það ríkti gleði í búðum Hins íslenska náttúrufræðifélags í mars síðastliðnum þegar undirritaður var samningur milli ríkisins og Reykjavíkurborgar um leigu á aðstöðu í Perlunni fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Þarna hillti undir farsæla lausn á málefnum safnsins eftir áratugalanga baráttu. Þessi uppbygging var liður í fjárfestingaáætlun stjórnvalda þar sem 500 m.kr. skyldi varið til hönnunar og uppsetningar á grunnsýningu og mótun aðstöðu fyrir safnið í Perlunni. Í kjölfarið var ráðinn forstöðumaður sem leiða skyldi mótun sýningarinnar og starfsemi safnsins næstu árin. Málið virtist komið á traustan grunn eftir langt óvissuástand og niðurlægingartímabil. Fundinn hafði verið hagkvæmur og glæsilegur staður fyrir safnið og starfsemi þess, lagður hafði verið fjárhagslegur grunnur að uppbyggingu þess og ráðinn hafði verið öflugur forstöðumaður. Minna má á að Náttúruminjasafn skal lögum samkvæmt vera eitt af höfuðsöfnum þjóðarinnar við hlið Þjóðminjasafns og Listasafns Íslands. Stefnt var að því að grunnsýning Náttúruminjasafnsins yrði opnuð í Perlunni haustið 2014 og hefði farið vel á því á 125 ára afmæli Náttúrufræðifélagsins. Sýningunni var ætlað að auka vitund landsmanna um náttúru Íslands, styðja við náttúrufræðikennslu frá grunnskólastigi til háskólanáms og veita aðgang að því ríkulega fræðsluefni sem til er á vísindastofnunum, náttúruminjasöfnum, náttúrustofum og þjóðgörðum landsins. Auk þess er ljóst að safnið myndi hafa gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað 16. júlí 1889. Megintilgangur þess var „að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripasafni á Íslandi“. Því var ætlað að vera landssafn með aðsetur í höfuðstað Íslands. Félagið stofnaði síðan og rak náttúrugripasafn í 58 ár á tímabilinu 1889-1947, en þá var safnið afhent ríkinu til umsjár og rekstrar, ásamt vænum húsbyggingarsjóði, sem félagið hafði safnað í áranna rás. Sett voru lög um safnið árið 1951 og ríkisstofnunin Náttúrugripasafn Íslands hóf starfsemi. Það bjó þó jafnan við þröngan kost og fram til 2008 var það í litlu og óhentugu bráðabirgðahúsnæði við Hlemm. Þá var safninu lokað og munum komið fyrir í geymslu. Þannig standa mál í dag og staðan er verri en fyrir 120 árum þegar safnið var í heimahúsi Benedikts Gröndals, fyrsta formanns Náttúrufræðifélagsins og forstöðumanns safnsins á árunum 1889-1900. Hér er ólíku saman að jafna við önnur höfuðsöfn landsmanna sem njóta virðingar og vinsælda. Gott og öflugt náttúruminjasafn er aðall og stolt hverrar stöndugrar þjóðar og dýrmætur fróðleiksbrunnur fyrir þegna og gesti viðkomandi lands. Í ljósi þess að Íslendingar byggja atvinnu sína og líf í landinu á náttúru þess í ríkum mæli, og ekki síður í ljósi þeirrar staðreyndar, að langflestir ferðamenn, sem sækja landið heim, gera það vegna náttúru þess, er hneisa að geta ekki boðið landsmönnum og ferðalöngum upp á vandað og veglegt höfuðsafn um náttúru landsins. Náttúra Íslands er einstök í hnattrænu samhengi og okkur ber siðferðisleg skylda til að fræða landsmenn og gesti okkar um hana. Hér er ekki aðeins átt við jarðfræðilega sérstöðu, ungan aldur landsins og fjölbreytileika jarðmyndana, heldur einnig lífríkið, sem hefur mótast af jarðfræði og legu landsins og einkennist af fáum tegundum, en gjarnan stórum og öflugum stofnum með fjölbreytileika í lífsháttum og útliti innan tegunda. Aðstæður sem er að finna á Íslandi ung náttúra í örri þróun og mótun ásamt myndrænni fegurð í stórbrotnu landslagi elds og ísa eru óvíða annars staðar á Jörðinni. Þessari náttúrugersemi eigum við að gera viðeigandi skil með kynningu og fræðslu í veglegu Náttúruminjasafni Íslands. Nú hafa heyrst raddir um að snúa baki við öllum áformum um Náttúruminjasafn í Perlunni og finna því annan stað, helst utan Reykjavíkur eða jafnvel að reisa ekkert safn. Það eru ekki góðar hugmyndir. Í fyrsta lagi stefnir það öllum uppbyggingaráætlunum Náttúruminjasafns í óvissu og framlengir það niðurlægingartímabil sem safnið gengur nú í gegn um. Í öðru lagi er vandséð að hagkvæmari kostur finnist en í Perlunni og þá er átt við fjárhag, skipulag og framkvæmdir. Þar fara saman hagsmunir ríkis og borgar. Í þriðja lagi er öruggt að betri og veglegri staður finnst ekki. Náttúruminjasafn í Perlunni á Öskjuhlíð er miðlægt í höfuðborginni, í námunda við önnur höfuðsöfn þjóðarinnar, í ákjósanlegri nánd við háskólaumhverfið, á besta stað fyrir ferðamannaiðnaðinn og í órofa tengslum við íslenska náttúru með höfuðborgarsvæðið og fjallahring þess allt um kring og jarðhitann og nýtingu hans hið næsta sér. Ég skora á alla sem bera hag Náttúruminjasafns og íslenskra náttúrurannsókna fyrir brjósti að standa saman um áformaða uppbygginguna í Perlunni. Þegar upp verður staðið frá því verki mun það bera framtíðinni og komandi kynslóðum hróður allra sem að því komu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það ríkti gleði í búðum Hins íslenska náttúrufræðifélags í mars síðastliðnum þegar undirritaður var samningur milli ríkisins og Reykjavíkurborgar um leigu á aðstöðu í Perlunni fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Þarna hillti undir farsæla lausn á málefnum safnsins eftir áratugalanga baráttu. Þessi uppbygging var liður í fjárfestingaáætlun stjórnvalda þar sem 500 m.kr. skyldi varið til hönnunar og uppsetningar á grunnsýningu og mótun aðstöðu fyrir safnið í Perlunni. Í kjölfarið var ráðinn forstöðumaður sem leiða skyldi mótun sýningarinnar og starfsemi safnsins næstu árin. Málið virtist komið á traustan grunn eftir langt óvissuástand og niðurlægingartímabil. Fundinn hafði verið hagkvæmur og glæsilegur staður fyrir safnið og starfsemi þess, lagður hafði verið fjárhagslegur grunnur að uppbyggingu þess og ráðinn hafði verið öflugur forstöðumaður. Minna má á að Náttúruminjasafn skal lögum samkvæmt vera eitt af höfuðsöfnum þjóðarinnar við hlið Þjóðminjasafns og Listasafns Íslands. Stefnt var að því að grunnsýning Náttúruminjasafnsins yrði opnuð í Perlunni haustið 2014 og hefði farið vel á því á 125 ára afmæli Náttúrufræðifélagsins. Sýningunni var ætlað að auka vitund landsmanna um náttúru Íslands, styðja við náttúrufræðikennslu frá grunnskólastigi til háskólanáms og veita aðgang að því ríkulega fræðsluefni sem til er á vísindastofnunum, náttúruminjasöfnum, náttúrustofum og þjóðgörðum landsins. Auk þess er ljóst að safnið myndi hafa gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað 16. júlí 1889. Megintilgangur þess var „að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripasafni á Íslandi“. Því var ætlað að vera landssafn með aðsetur í höfuðstað Íslands. Félagið stofnaði síðan og rak náttúrugripasafn í 58 ár á tímabilinu 1889-1947, en þá var safnið afhent ríkinu til umsjár og rekstrar, ásamt vænum húsbyggingarsjóði, sem félagið hafði safnað í áranna rás. Sett voru lög um safnið árið 1951 og ríkisstofnunin Náttúrugripasafn Íslands hóf starfsemi. Það bjó þó jafnan við þröngan kost og fram til 2008 var það í litlu og óhentugu bráðabirgðahúsnæði við Hlemm. Þá var safninu lokað og munum komið fyrir í geymslu. Þannig standa mál í dag og staðan er verri en fyrir 120 árum þegar safnið var í heimahúsi Benedikts Gröndals, fyrsta formanns Náttúrufræðifélagsins og forstöðumanns safnsins á árunum 1889-1900. Hér er ólíku saman að jafna við önnur höfuðsöfn landsmanna sem njóta virðingar og vinsælda. Gott og öflugt náttúruminjasafn er aðall og stolt hverrar stöndugrar þjóðar og dýrmætur fróðleiksbrunnur fyrir þegna og gesti viðkomandi lands. Í ljósi þess að Íslendingar byggja atvinnu sína og líf í landinu á náttúru þess í ríkum mæli, og ekki síður í ljósi þeirrar staðreyndar, að langflestir ferðamenn, sem sækja landið heim, gera það vegna náttúru þess, er hneisa að geta ekki boðið landsmönnum og ferðalöngum upp á vandað og veglegt höfuðsafn um náttúru landsins. Náttúra Íslands er einstök í hnattrænu samhengi og okkur ber siðferðisleg skylda til að fræða landsmenn og gesti okkar um hana. Hér er ekki aðeins átt við jarðfræðilega sérstöðu, ungan aldur landsins og fjölbreytileika jarðmyndana, heldur einnig lífríkið, sem hefur mótast af jarðfræði og legu landsins og einkennist af fáum tegundum, en gjarnan stórum og öflugum stofnum með fjölbreytileika í lífsháttum og útliti innan tegunda. Aðstæður sem er að finna á Íslandi ung náttúra í örri þróun og mótun ásamt myndrænni fegurð í stórbrotnu landslagi elds og ísa eru óvíða annars staðar á Jörðinni. Þessari náttúrugersemi eigum við að gera viðeigandi skil með kynningu og fræðslu í veglegu Náttúruminjasafni Íslands. Nú hafa heyrst raddir um að snúa baki við öllum áformum um Náttúruminjasafn í Perlunni og finna því annan stað, helst utan Reykjavíkur eða jafnvel að reisa ekkert safn. Það eru ekki góðar hugmyndir. Í fyrsta lagi stefnir það öllum uppbyggingaráætlunum Náttúruminjasafns í óvissu og framlengir það niðurlægingartímabil sem safnið gengur nú í gegn um. Í öðru lagi er vandséð að hagkvæmari kostur finnist en í Perlunni og þá er átt við fjárhag, skipulag og framkvæmdir. Þar fara saman hagsmunir ríkis og borgar. Í þriðja lagi er öruggt að betri og veglegri staður finnst ekki. Náttúruminjasafn í Perlunni á Öskjuhlíð er miðlægt í höfuðborginni, í námunda við önnur höfuðsöfn þjóðarinnar, í ákjósanlegri nánd við háskólaumhverfið, á besta stað fyrir ferðamannaiðnaðinn og í órofa tengslum við íslenska náttúru með höfuðborgarsvæðið og fjallahring þess allt um kring og jarðhitann og nýtingu hans hið næsta sér. Ég skora á alla sem bera hag Náttúruminjasafns og íslenskra náttúrurannsókna fyrir brjósti að standa saman um áformaða uppbygginguna í Perlunni. Þegar upp verður staðið frá því verki mun það bera framtíðinni og komandi kynslóðum hróður allra sem að því komu.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun