Þokkalega erfitt að fylgjast með af hliðarlínunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. ágúst 2013 07:00 Einar Daði Lárusson. Fréttablaðið/Anton Tugþrautarkappinn Einar Daði Lárusson hefur verið frá æfingum og keppni síðan í vetur vegna meiðsla á hásin. ÍR-ingurinn er að hefja uppbyggingartímabil sitt eftir langa hvíld og telur stöðuna vera nokkuð góða. „Ég finn ekkert til nema þegar ég geri eitthvað heimskulegt,“ segir Einar léttur. Hann segist vel geta skokkað og æft þokkalega án þess að finna til í hásininni. Einar Daði segist ætla að gefa sér góðan tíma í endurkomuna og mæta sterkur til leiks árið 2014. Þrátt fyrir að erfitt hafi verið að fylgjast með af hliðarlínunni segir hann ótrúlega gaman að fylgjast með gangi mála í frjálsum íþróttum á árinu. „Það er ekki gaman að vera ekki með. Það er búið að vera þokkalega erfitt,“ segir Einar Daði, sem á annan besta árangur Íslandssögunnar í tugþraut. Hann fékk 7.898 stig í Tékklandi síðastliðið sumar og var mikils að vænta af honum í ár. Það verður þó að bíða næsta árs. „En þetta er búið að vera frábært ár hér á landi og gaman að fylgjast með því hve margir standa sig vel,“ segir Einar Daði. Hann telur sig merkja vaxandi áhuga á frjálsum hér á landi og fagnar því. ÍR-ingurinn 23 ára, sem nemur lífefnafræði við Háskóla Íslands, segist ekki hafa fundið neina töfralausn við að láta tímann líða á hliðarlínunni. Hann segist þó hafa fengið mikið út úr tveggja vikna ferð út á land með stangarstökksþjálfara sínum, Kristjáni Gissurarsyni, í sumar. „Ég var ekki í símasambandi og alveg einangraður,“ segir Einar Daði sem vann baki brotnu fyrir þjálfara sinn. Það hafi verið góður tími og get honum gott. „Það er styrkur í umhverfinu. Maður andar að sér fersku lofti og líður vel.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira
Tugþrautarkappinn Einar Daði Lárusson hefur verið frá æfingum og keppni síðan í vetur vegna meiðsla á hásin. ÍR-ingurinn er að hefja uppbyggingartímabil sitt eftir langa hvíld og telur stöðuna vera nokkuð góða. „Ég finn ekkert til nema þegar ég geri eitthvað heimskulegt,“ segir Einar léttur. Hann segist vel geta skokkað og æft þokkalega án þess að finna til í hásininni. Einar Daði segist ætla að gefa sér góðan tíma í endurkomuna og mæta sterkur til leiks árið 2014. Þrátt fyrir að erfitt hafi verið að fylgjast með af hliðarlínunni segir hann ótrúlega gaman að fylgjast með gangi mála í frjálsum íþróttum á árinu. „Það er ekki gaman að vera ekki með. Það er búið að vera þokkalega erfitt,“ segir Einar Daði, sem á annan besta árangur Íslandssögunnar í tugþraut. Hann fékk 7.898 stig í Tékklandi síðastliðið sumar og var mikils að vænta af honum í ár. Það verður þó að bíða næsta árs. „En þetta er búið að vera frábært ár hér á landi og gaman að fylgjast með því hve margir standa sig vel,“ segir Einar Daði. Hann telur sig merkja vaxandi áhuga á frjálsum hér á landi og fagnar því. ÍR-ingurinn 23 ára, sem nemur lífefnafræði við Háskóla Íslands, segist ekki hafa fundið neina töfralausn við að láta tímann líða á hliðarlínunni. Hann segist þó hafa fengið mikið út úr tveggja vikna ferð út á land með stangarstökksþjálfara sínum, Kristjáni Gissurarsyni, í sumar. „Ég var ekki í símasambandi og alveg einangraður,“ segir Einar Daði sem vann baki brotnu fyrir þjálfara sinn. Það hafi verið góður tími og get honum gott. „Það er styrkur í umhverfinu. Maður andar að sér fersku lofti og líður vel.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti