"Skoðanir“ á hinsegin fólki Anna Pála Sverrisdóttir og formaður Samtakanna 78. skrifa 14. ágúst 2013 07:00 Undanfarna daga hafa íslenskir fjölmiðlar fjallað mikið um málefni hinsegin fólks, þ.e. samkynhneigðs, tvíkynhneigðs og transfólks. Það er frábært að fá umfjöllun, ekki síst af því lengi vel var þöggun ein helsta birtingarmynd mismununar gegn hinsegin fólki. Stórfrétt síðustu daga er sú að enn fjölmennti íslenskur almenningur til að horfa á Gleðigönguna og sýna mikilvægan stuðning í verki við réttindi hinsegin fólks. Mikilli umfjöllun fylgja gjarnan skoðanaskipti. Það hryggir mig hins vegar að of mikil orka og athygli undanfarna daga hefur farið í að veita þeim „skoðunum“ vængi sem byggja í grunninn á fyrirlitningu og fordómum gegn hinsegin fólki. Tjáningarfrelsi og lýðræðisleg umræða snýst nefnilega ekki um það að hver sem er megi slá hverju sem er fram um aðrar manneskjur, án ábyrgðar. Mannréttindum einnar manneskju á borð við tjáningarfrelsi og trúfrelsi eru almenn takmörk sett við það að valta yfir mannréttindi annarrar, svo sem með því að niðurlægja eða hvetja til mismununar gagnvart henni vegna kynvitundar eða kynhneigðar. Fjölmiðlar og annað fólk sem stýrir opinberri umræðu þarf alltaf að hafa þetta í huga. Þeirra er valdið til að ákveða hvaða umræða fær pláss og hversu mikið af órökstuddri og fordómafullri orðræðu er miðlað. Svo ég taki dæmi um manneskju sem ber mikla ábyrgð í opinberri umræðu vil ég nefna biskup Íslands. Eftir því sem ég best veit kemur enn til greina að hún taki þátt í samkomu þar sem aðalstjarnan er bandarískur predikari sem hefur það að gróðalind að miðla hatursáróðri um hinsegin fólk. Biskup segist sjálf annarrar skoðunar en predikarinn en hefur látið í ljósi að hún telji best að nokkurs konar samtal fari fram. Um leið og ég þakka henni kærlega stuðning við málstað hinsegin fólks vil ég spyrja hvort sá stuðningur mætti ekki vera afdráttarlausari, því varla léti hún bjóða sér upp á að taka þátt í samtali sem byggði á skoðun gagnaðilans um að svart fólk sé óæðra hvítu. Við eigum að vera komin lengra en það. Svo ég taki annað lítið dæmi má nefna að stjórnendur þáttarins Reykjavík síðdegis leyfðu Gylfa Ægissyni í fyrradag að tala endurtekið um kynferðisofbeldi af hálfu karlmanna sem hann og vinir hans hefðu orðið eða næstum orðið fyrir. Efni samtalsins átti þó að vera Gleðigangan. Kynferðisofbeldi er alltaf grafalvarlegt en tengist Gleðigöngunni eða baráttu hinsegin fólks ekki neitt. Ég gæti tekið ýmis fleiri dæmi um særandi og óþarfan fréttaflutning fjölmiðla, sem byggir á vanhugsuðum sleggjudómum í stöðuuppfærslum og athugasemdum Gylfa og fleiri aðila að undanförnu. Af hverju á þetta svona mikið erindi í umræðuna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa íslenskir fjölmiðlar fjallað mikið um málefni hinsegin fólks, þ.e. samkynhneigðs, tvíkynhneigðs og transfólks. Það er frábært að fá umfjöllun, ekki síst af því lengi vel var þöggun ein helsta birtingarmynd mismununar gegn hinsegin fólki. Stórfrétt síðustu daga er sú að enn fjölmennti íslenskur almenningur til að horfa á Gleðigönguna og sýna mikilvægan stuðning í verki við réttindi hinsegin fólks. Mikilli umfjöllun fylgja gjarnan skoðanaskipti. Það hryggir mig hins vegar að of mikil orka og athygli undanfarna daga hefur farið í að veita þeim „skoðunum“ vængi sem byggja í grunninn á fyrirlitningu og fordómum gegn hinsegin fólki. Tjáningarfrelsi og lýðræðisleg umræða snýst nefnilega ekki um það að hver sem er megi slá hverju sem er fram um aðrar manneskjur, án ábyrgðar. Mannréttindum einnar manneskju á borð við tjáningarfrelsi og trúfrelsi eru almenn takmörk sett við það að valta yfir mannréttindi annarrar, svo sem með því að niðurlægja eða hvetja til mismununar gagnvart henni vegna kynvitundar eða kynhneigðar. Fjölmiðlar og annað fólk sem stýrir opinberri umræðu þarf alltaf að hafa þetta í huga. Þeirra er valdið til að ákveða hvaða umræða fær pláss og hversu mikið af órökstuddri og fordómafullri orðræðu er miðlað. Svo ég taki dæmi um manneskju sem ber mikla ábyrgð í opinberri umræðu vil ég nefna biskup Íslands. Eftir því sem ég best veit kemur enn til greina að hún taki þátt í samkomu þar sem aðalstjarnan er bandarískur predikari sem hefur það að gróðalind að miðla hatursáróðri um hinsegin fólk. Biskup segist sjálf annarrar skoðunar en predikarinn en hefur látið í ljósi að hún telji best að nokkurs konar samtal fari fram. Um leið og ég þakka henni kærlega stuðning við málstað hinsegin fólks vil ég spyrja hvort sá stuðningur mætti ekki vera afdráttarlausari, því varla léti hún bjóða sér upp á að taka þátt í samtali sem byggði á skoðun gagnaðilans um að svart fólk sé óæðra hvítu. Við eigum að vera komin lengra en það. Svo ég taki annað lítið dæmi má nefna að stjórnendur þáttarins Reykjavík síðdegis leyfðu Gylfa Ægissyni í fyrradag að tala endurtekið um kynferðisofbeldi af hálfu karlmanna sem hann og vinir hans hefðu orðið eða næstum orðið fyrir. Efni samtalsins átti þó að vera Gleðigangan. Kynferðisofbeldi er alltaf grafalvarlegt en tengist Gleðigöngunni eða baráttu hinsegin fólks ekki neitt. Ég gæti tekið ýmis fleiri dæmi um særandi og óþarfan fréttaflutning fjölmiðla, sem byggir á vanhugsuðum sleggjudómum í stöðuuppfærslum og athugasemdum Gylfa og fleiri aðila að undanförnu. Af hverju á þetta svona mikið erindi í umræðuna?
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun