Alþjóðaráðstefna landvarða Hákon Ásgeirsson og Linda Björk Hallgrímsdóttir skrifar 31. júlí 2013 12:31 Í byrjun síðastliðins nóvember lögðu tveir íslenskir landverðir í langferð til Afríku til að taka þátt í alþjóðaráðstefnu landvarða í Tansaníu. Ráðstefnan var haldin við rætur Kilimanjaro sem er hæsta fjall Afríku, á Hótel Ngudorto Mountain Lodge í Arusha. Alls mættu 264 landverðir frá fjörutíu löndum á ráðstefnuna. Skipulagning ráðstefnunnar var í höndum International Ranger Federation (IRF, alþjóðasamtök landvarða). Í samtökunum eru 60 landvarðafélög sem starfa í 46 löndum og er Ísland þar á meðal. Meginhlutverk IRF er að standa við bakið á landvörðum í þeirra hlutverki að vernda náttúru og menningarminjar. Eitt af verkefnum sem IRF eru að reyna að koma á legg er „landverðir án landamæra“ (Rangers without borders) en hugmyndin með því er að landverðir um allan heim vinni saman og læri hver af öðrum svo ekki þurfi alltaf að finna hjólið upp aftur. Mörg verndarsvæði eru bæði undirmönnuð og fjársvelt og er hugmyndin að betur sett svæði sendi frá sér búnað sem ekki er lengur notaður og mannskap til að aðstoða við þjálfun landvarða. Alþjóðlegar ráðstefnur eru mikilvægar í að miðla þekkingu, verkkunnáttu og veita aðstoð á verndarsvæðum sem eru undirmönnuð og skortur er á fjármagni til kaupa á nauðsynlegum búnaði til landvörslu og þjálfunar landvarða. Ráðstefnan var haldin 4.-9. nóvember og þemað var „Helthy parks, hungry people“ eða heilbrigðir garðar, hungrað fólk. Markmið ráðstefnunnar var að vekja athygli á að náttúruvernd á undir högg að sækja vegna yfirvalda og einstaklinga sem ásælast í auknum mæli auðlindir, land, peninga og völd með ólöglegum hætti.Ráðstefnan Á ráðstefnunni voru fluttir um fjörutíu fyrirlestrar og sýndur var fjöldi fræðslumynda. Fyrirlestrar innfæddra vöktu mikla athygli enda eru störf landvarða í Tansaníu óumdeilanlega talsvert ólík starfi okkar hér á Íslandi. Fyrirlestrarnir fjölluðu m.a. um þjálfun og störf landvarða, þörfina á aukinni landvörslu og fjármagni til náttúruverndar, skort á tækjum og tólum til landvörslu og hvernig yfirvöld vinna að því að fá almenning í landinu til að vinna með sér að náttúruvernd. En yfirvöld þar í landi eru farin að gera sér grein fyrir því að besti árangur í náttúruvernd felst í menntun um náttúru landsins og að almenningur átti sig á mikilvægi náttúruverndar. Vel menntaðir þjóðfélagsþegnar og heilbrigð vistkerfi er leið út úr fátækt. Hápunktur ráðstefnunnar var án efa vettvangsferð á náttúruverndarsvæði. Ráðstefnugestir gátu valið úr nokkrum ferðum og við Íslendingarnir völdum að fara í dagsferð í Arusha-þjóðgarðinn, annars vegar safarí og hins vegar fuglaskoðun. Í safaríferðinni var einnig farið í gönguferð með landverði sem fræddi gestina um allt frá hvaða tegund af úrgangi frá dýrum sást á göngunni til þess hvernig forðast ætti að verða fyrir buffli á hlaupum. Í fuglaskoðunarferðinni sáu ferðalangar yfir 100 tegundir fugla á nokkrum klukkutímum, en í Tansaníu eru meira en eitt þúsund tegundir fugla en hér á Íslandi eru tæplega áttatíu tegundir. Á ráðstefnunni kom fram að víðast hvar í heiminum veit almenningur lítið um starf landvarða, t.a.m. í Bandaríkjunum telja margir að landverðir séu starfsmenn lögreglunnar og í Suður-Ameríku halda margir að meginstarf landvarða þar sé að þrífa klósett og vera í miðasölu. Á alþjóðaráðstefnunni komu saman landverðir frá öllum heimshornum og eru störf þeirra æði misjöfn. Í grunninn vinnum við landverðir að því sama: að vernda svæðin og fræða almenning um mikilvægi náttúruverndar. Landverðir hafa tileinkað sér sérstakt form fræðslu sem kallast „náttúrutúlkun“ til að auka ánægju, upplifun og áhuga ferðamanna á umhverfinu. Markmið náttúrutúlkunar er einnig að auka skilning fólks á náttúrunni og jafnframt vekja með því virðingu fyrir henni, með það fyrir augum að þekking leiði til virðingar og virðingin til verndunar.Alþjóðadagur landvarða Landverðir um allan heim munu fagna alþjóðadegi landvarða sem er 31. júlí ár hvert en fyrsti alþjóðadagur landvarða var haldinn 31. júlí 2007 á 15 ára afmæli Alþjóðasamtaka landvarða. Dagurinn er haldinn til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. Einnig er þessi dagur haldinn hátíðlegur til að fagna starfi landvarða um allan heim við að vernda náttúru- og menningarleg verðmæti heimsins. Landverðir víðar um land munu bjóða almenningi að gerast landvörður í einn dag, þar sem áhugasömum gefst kostur á að fræðast um störf landvarða. Í þjóðgarðinum Snæfellsjökli, Vatnsfirði og á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs eða nánar tiltekið við Hengifoss eru viðburðir á alþjóðadeginum þar sem fólki gefst kostur á einn eða annan hátt að taka þátt í störfum landvarða og komast að leyndardómum landvarðastarfsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í byrjun síðastliðins nóvember lögðu tveir íslenskir landverðir í langferð til Afríku til að taka þátt í alþjóðaráðstefnu landvarða í Tansaníu. Ráðstefnan var haldin við rætur Kilimanjaro sem er hæsta fjall Afríku, á Hótel Ngudorto Mountain Lodge í Arusha. Alls mættu 264 landverðir frá fjörutíu löndum á ráðstefnuna. Skipulagning ráðstefnunnar var í höndum International Ranger Federation (IRF, alþjóðasamtök landvarða). Í samtökunum eru 60 landvarðafélög sem starfa í 46 löndum og er Ísland þar á meðal. Meginhlutverk IRF er að standa við bakið á landvörðum í þeirra hlutverki að vernda náttúru og menningarminjar. Eitt af verkefnum sem IRF eru að reyna að koma á legg er „landverðir án landamæra“ (Rangers without borders) en hugmyndin með því er að landverðir um allan heim vinni saman og læri hver af öðrum svo ekki þurfi alltaf að finna hjólið upp aftur. Mörg verndarsvæði eru bæði undirmönnuð og fjársvelt og er hugmyndin að betur sett svæði sendi frá sér búnað sem ekki er lengur notaður og mannskap til að aðstoða við þjálfun landvarða. Alþjóðlegar ráðstefnur eru mikilvægar í að miðla þekkingu, verkkunnáttu og veita aðstoð á verndarsvæðum sem eru undirmönnuð og skortur er á fjármagni til kaupa á nauðsynlegum búnaði til landvörslu og þjálfunar landvarða. Ráðstefnan var haldin 4.-9. nóvember og þemað var „Helthy parks, hungry people“ eða heilbrigðir garðar, hungrað fólk. Markmið ráðstefnunnar var að vekja athygli á að náttúruvernd á undir högg að sækja vegna yfirvalda og einstaklinga sem ásælast í auknum mæli auðlindir, land, peninga og völd með ólöglegum hætti.Ráðstefnan Á ráðstefnunni voru fluttir um fjörutíu fyrirlestrar og sýndur var fjöldi fræðslumynda. Fyrirlestrar innfæddra vöktu mikla athygli enda eru störf landvarða í Tansaníu óumdeilanlega talsvert ólík starfi okkar hér á Íslandi. Fyrirlestrarnir fjölluðu m.a. um þjálfun og störf landvarða, þörfina á aukinni landvörslu og fjármagni til náttúruverndar, skort á tækjum og tólum til landvörslu og hvernig yfirvöld vinna að því að fá almenning í landinu til að vinna með sér að náttúruvernd. En yfirvöld þar í landi eru farin að gera sér grein fyrir því að besti árangur í náttúruvernd felst í menntun um náttúru landsins og að almenningur átti sig á mikilvægi náttúruverndar. Vel menntaðir þjóðfélagsþegnar og heilbrigð vistkerfi er leið út úr fátækt. Hápunktur ráðstefnunnar var án efa vettvangsferð á náttúruverndarsvæði. Ráðstefnugestir gátu valið úr nokkrum ferðum og við Íslendingarnir völdum að fara í dagsferð í Arusha-þjóðgarðinn, annars vegar safarí og hins vegar fuglaskoðun. Í safaríferðinni var einnig farið í gönguferð með landverði sem fræddi gestina um allt frá hvaða tegund af úrgangi frá dýrum sást á göngunni til þess hvernig forðast ætti að verða fyrir buffli á hlaupum. Í fuglaskoðunarferðinni sáu ferðalangar yfir 100 tegundir fugla á nokkrum klukkutímum, en í Tansaníu eru meira en eitt þúsund tegundir fugla en hér á Íslandi eru tæplega áttatíu tegundir. Á ráðstefnunni kom fram að víðast hvar í heiminum veit almenningur lítið um starf landvarða, t.a.m. í Bandaríkjunum telja margir að landverðir séu starfsmenn lögreglunnar og í Suður-Ameríku halda margir að meginstarf landvarða þar sé að þrífa klósett og vera í miðasölu. Á alþjóðaráðstefnunni komu saman landverðir frá öllum heimshornum og eru störf þeirra æði misjöfn. Í grunninn vinnum við landverðir að því sama: að vernda svæðin og fræða almenning um mikilvægi náttúruverndar. Landverðir hafa tileinkað sér sérstakt form fræðslu sem kallast „náttúrutúlkun“ til að auka ánægju, upplifun og áhuga ferðamanna á umhverfinu. Markmið náttúrutúlkunar er einnig að auka skilning fólks á náttúrunni og jafnframt vekja með því virðingu fyrir henni, með það fyrir augum að þekking leiði til virðingar og virðingin til verndunar.Alþjóðadagur landvarða Landverðir um allan heim munu fagna alþjóðadegi landvarða sem er 31. júlí ár hvert en fyrsti alþjóðadagur landvarða var haldinn 31. júlí 2007 á 15 ára afmæli Alþjóðasamtaka landvarða. Dagurinn er haldinn til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. Einnig er þessi dagur haldinn hátíðlegur til að fagna starfi landvarða um allan heim við að vernda náttúru- og menningarleg verðmæti heimsins. Landverðir víðar um land munu bjóða almenningi að gerast landvörður í einn dag, þar sem áhugasömum gefst kostur á að fræðast um störf landvarða. Í þjóðgarðinum Snæfellsjökli, Vatnsfirði og á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs eða nánar tiltekið við Hengifoss eru viðburðir á alþjóðadeginum þar sem fólki gefst kostur á einn eða annan hátt að taka þátt í störfum landvarða og komast að leyndardómum landvarðastarfsins.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar