Alþjóðaráðstefna landvarða Hákon Ásgeirsson og Linda Björk Hallgrímsdóttir skrifar 31. júlí 2013 12:31 Í byrjun síðastliðins nóvember lögðu tveir íslenskir landverðir í langferð til Afríku til að taka þátt í alþjóðaráðstefnu landvarða í Tansaníu. Ráðstefnan var haldin við rætur Kilimanjaro sem er hæsta fjall Afríku, á Hótel Ngudorto Mountain Lodge í Arusha. Alls mættu 264 landverðir frá fjörutíu löndum á ráðstefnuna. Skipulagning ráðstefnunnar var í höndum International Ranger Federation (IRF, alþjóðasamtök landvarða). Í samtökunum eru 60 landvarðafélög sem starfa í 46 löndum og er Ísland þar á meðal. Meginhlutverk IRF er að standa við bakið á landvörðum í þeirra hlutverki að vernda náttúru og menningarminjar. Eitt af verkefnum sem IRF eru að reyna að koma á legg er „landverðir án landamæra“ (Rangers without borders) en hugmyndin með því er að landverðir um allan heim vinni saman og læri hver af öðrum svo ekki þurfi alltaf að finna hjólið upp aftur. Mörg verndarsvæði eru bæði undirmönnuð og fjársvelt og er hugmyndin að betur sett svæði sendi frá sér búnað sem ekki er lengur notaður og mannskap til að aðstoða við þjálfun landvarða. Alþjóðlegar ráðstefnur eru mikilvægar í að miðla þekkingu, verkkunnáttu og veita aðstoð á verndarsvæðum sem eru undirmönnuð og skortur er á fjármagni til kaupa á nauðsynlegum búnaði til landvörslu og þjálfunar landvarða. Ráðstefnan var haldin 4.-9. nóvember og þemað var „Helthy parks, hungry people“ eða heilbrigðir garðar, hungrað fólk. Markmið ráðstefnunnar var að vekja athygli á að náttúruvernd á undir högg að sækja vegna yfirvalda og einstaklinga sem ásælast í auknum mæli auðlindir, land, peninga og völd með ólöglegum hætti.Ráðstefnan Á ráðstefnunni voru fluttir um fjörutíu fyrirlestrar og sýndur var fjöldi fræðslumynda. Fyrirlestrar innfæddra vöktu mikla athygli enda eru störf landvarða í Tansaníu óumdeilanlega talsvert ólík starfi okkar hér á Íslandi. Fyrirlestrarnir fjölluðu m.a. um þjálfun og störf landvarða, þörfina á aukinni landvörslu og fjármagni til náttúruverndar, skort á tækjum og tólum til landvörslu og hvernig yfirvöld vinna að því að fá almenning í landinu til að vinna með sér að náttúruvernd. En yfirvöld þar í landi eru farin að gera sér grein fyrir því að besti árangur í náttúruvernd felst í menntun um náttúru landsins og að almenningur átti sig á mikilvægi náttúruverndar. Vel menntaðir þjóðfélagsþegnar og heilbrigð vistkerfi er leið út úr fátækt. Hápunktur ráðstefnunnar var án efa vettvangsferð á náttúruverndarsvæði. Ráðstefnugestir gátu valið úr nokkrum ferðum og við Íslendingarnir völdum að fara í dagsferð í Arusha-þjóðgarðinn, annars vegar safarí og hins vegar fuglaskoðun. Í safaríferðinni var einnig farið í gönguferð með landverði sem fræddi gestina um allt frá hvaða tegund af úrgangi frá dýrum sást á göngunni til þess hvernig forðast ætti að verða fyrir buffli á hlaupum. Í fuglaskoðunarferðinni sáu ferðalangar yfir 100 tegundir fugla á nokkrum klukkutímum, en í Tansaníu eru meira en eitt þúsund tegundir fugla en hér á Íslandi eru tæplega áttatíu tegundir. Á ráðstefnunni kom fram að víðast hvar í heiminum veit almenningur lítið um starf landvarða, t.a.m. í Bandaríkjunum telja margir að landverðir séu starfsmenn lögreglunnar og í Suður-Ameríku halda margir að meginstarf landvarða þar sé að þrífa klósett og vera í miðasölu. Á alþjóðaráðstefnunni komu saman landverðir frá öllum heimshornum og eru störf þeirra æði misjöfn. Í grunninn vinnum við landverðir að því sama: að vernda svæðin og fræða almenning um mikilvægi náttúruverndar. Landverðir hafa tileinkað sér sérstakt form fræðslu sem kallast „náttúrutúlkun“ til að auka ánægju, upplifun og áhuga ferðamanna á umhverfinu. Markmið náttúrutúlkunar er einnig að auka skilning fólks á náttúrunni og jafnframt vekja með því virðingu fyrir henni, með það fyrir augum að þekking leiði til virðingar og virðingin til verndunar.Alþjóðadagur landvarða Landverðir um allan heim munu fagna alþjóðadegi landvarða sem er 31. júlí ár hvert en fyrsti alþjóðadagur landvarða var haldinn 31. júlí 2007 á 15 ára afmæli Alþjóðasamtaka landvarða. Dagurinn er haldinn til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. Einnig er þessi dagur haldinn hátíðlegur til að fagna starfi landvarða um allan heim við að vernda náttúru- og menningarleg verðmæti heimsins. Landverðir víðar um land munu bjóða almenningi að gerast landvörður í einn dag, þar sem áhugasömum gefst kostur á að fræðast um störf landvarða. Í þjóðgarðinum Snæfellsjökli, Vatnsfirði og á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs eða nánar tiltekið við Hengifoss eru viðburðir á alþjóðadeginum þar sem fólki gefst kostur á einn eða annan hátt að taka þátt í störfum landvarða og komast að leyndardómum landvarðastarfsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í byrjun síðastliðins nóvember lögðu tveir íslenskir landverðir í langferð til Afríku til að taka þátt í alþjóðaráðstefnu landvarða í Tansaníu. Ráðstefnan var haldin við rætur Kilimanjaro sem er hæsta fjall Afríku, á Hótel Ngudorto Mountain Lodge í Arusha. Alls mættu 264 landverðir frá fjörutíu löndum á ráðstefnuna. Skipulagning ráðstefnunnar var í höndum International Ranger Federation (IRF, alþjóðasamtök landvarða). Í samtökunum eru 60 landvarðafélög sem starfa í 46 löndum og er Ísland þar á meðal. Meginhlutverk IRF er að standa við bakið á landvörðum í þeirra hlutverki að vernda náttúru og menningarminjar. Eitt af verkefnum sem IRF eru að reyna að koma á legg er „landverðir án landamæra“ (Rangers without borders) en hugmyndin með því er að landverðir um allan heim vinni saman og læri hver af öðrum svo ekki þurfi alltaf að finna hjólið upp aftur. Mörg verndarsvæði eru bæði undirmönnuð og fjársvelt og er hugmyndin að betur sett svæði sendi frá sér búnað sem ekki er lengur notaður og mannskap til að aðstoða við þjálfun landvarða. Alþjóðlegar ráðstefnur eru mikilvægar í að miðla þekkingu, verkkunnáttu og veita aðstoð á verndarsvæðum sem eru undirmönnuð og skortur er á fjármagni til kaupa á nauðsynlegum búnaði til landvörslu og þjálfunar landvarða. Ráðstefnan var haldin 4.-9. nóvember og þemað var „Helthy parks, hungry people“ eða heilbrigðir garðar, hungrað fólk. Markmið ráðstefnunnar var að vekja athygli á að náttúruvernd á undir högg að sækja vegna yfirvalda og einstaklinga sem ásælast í auknum mæli auðlindir, land, peninga og völd með ólöglegum hætti.Ráðstefnan Á ráðstefnunni voru fluttir um fjörutíu fyrirlestrar og sýndur var fjöldi fræðslumynda. Fyrirlestrar innfæddra vöktu mikla athygli enda eru störf landvarða í Tansaníu óumdeilanlega talsvert ólík starfi okkar hér á Íslandi. Fyrirlestrarnir fjölluðu m.a. um þjálfun og störf landvarða, þörfina á aukinni landvörslu og fjármagni til náttúruverndar, skort á tækjum og tólum til landvörslu og hvernig yfirvöld vinna að því að fá almenning í landinu til að vinna með sér að náttúruvernd. En yfirvöld þar í landi eru farin að gera sér grein fyrir því að besti árangur í náttúruvernd felst í menntun um náttúru landsins og að almenningur átti sig á mikilvægi náttúruverndar. Vel menntaðir þjóðfélagsþegnar og heilbrigð vistkerfi er leið út úr fátækt. Hápunktur ráðstefnunnar var án efa vettvangsferð á náttúruverndarsvæði. Ráðstefnugestir gátu valið úr nokkrum ferðum og við Íslendingarnir völdum að fara í dagsferð í Arusha-þjóðgarðinn, annars vegar safarí og hins vegar fuglaskoðun. Í safaríferðinni var einnig farið í gönguferð með landverði sem fræddi gestina um allt frá hvaða tegund af úrgangi frá dýrum sást á göngunni til þess hvernig forðast ætti að verða fyrir buffli á hlaupum. Í fuglaskoðunarferðinni sáu ferðalangar yfir 100 tegundir fugla á nokkrum klukkutímum, en í Tansaníu eru meira en eitt þúsund tegundir fugla en hér á Íslandi eru tæplega áttatíu tegundir. Á ráðstefnunni kom fram að víðast hvar í heiminum veit almenningur lítið um starf landvarða, t.a.m. í Bandaríkjunum telja margir að landverðir séu starfsmenn lögreglunnar og í Suður-Ameríku halda margir að meginstarf landvarða þar sé að þrífa klósett og vera í miðasölu. Á alþjóðaráðstefnunni komu saman landverðir frá öllum heimshornum og eru störf þeirra æði misjöfn. Í grunninn vinnum við landverðir að því sama: að vernda svæðin og fræða almenning um mikilvægi náttúruverndar. Landverðir hafa tileinkað sér sérstakt form fræðslu sem kallast „náttúrutúlkun“ til að auka ánægju, upplifun og áhuga ferðamanna á umhverfinu. Markmið náttúrutúlkunar er einnig að auka skilning fólks á náttúrunni og jafnframt vekja með því virðingu fyrir henni, með það fyrir augum að þekking leiði til virðingar og virðingin til verndunar.Alþjóðadagur landvarða Landverðir um allan heim munu fagna alþjóðadegi landvarða sem er 31. júlí ár hvert en fyrsti alþjóðadagur landvarða var haldinn 31. júlí 2007 á 15 ára afmæli Alþjóðasamtaka landvarða. Dagurinn er haldinn til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. Einnig er þessi dagur haldinn hátíðlegur til að fagna starfi landvarða um allan heim við að vernda náttúru- og menningarleg verðmæti heimsins. Landverðir víðar um land munu bjóða almenningi að gerast landvörður í einn dag, þar sem áhugasömum gefst kostur á að fræðast um störf landvarða. Í þjóðgarðinum Snæfellsjökli, Vatnsfirði og á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs eða nánar tiltekið við Hengifoss eru viðburðir á alþjóðadeginum þar sem fólki gefst kostur á einn eða annan hátt að taka þátt í störfum landvarða og komast að leyndardómum landvarðastarfsins.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun