Manntalið 1703 er komið á skrá UNESCO Eiríkur G. Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2013 00:01 Einn mesti dýrgripur í Þjóðskjalasafni Íslands er manntal sem tekið var hér á landi árið 1703. Í daglegu tali kallað Manntalið 1703. Manntalið var tekið að beiðni Danakonungs og var hluti mikillar úttektar á högum Íslendinga. Nú hafa þau tíðindi orðið að Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur fallist á umsókn Þjóðskjalasafns þess efnis að Manntalið 1703 verði skráð á lista UNESCO Memory of the World Register. Á þennan lista komast einungis skjöl sem hafa þýðingu fyrir allt mannkyn.Langur aðdragandi Undirbúningur að umsókninni hófst árið 2002 þegar hafist var handa við að rannsaka frumskjölin og skrá einkenni þeirra nákvæmlega. Manntalið er skráð í alls 92 stakar bækur eða hefti. Sú lengsta úr Snæfellsnessýslu og er sú bók rúmlega 100 blaðsíður. Hefti úr stökum hreppum geta verið örfáar síður. Auk þess tilheyra manntalinu 41 stakur miði eða blöð. Alls er manntalið 1709 blaðsíður. Umsókn um upptöku manntalsins á Minni heimsins var samin á fyrri hluta árs 2012 og send til UNESCO.Mikilvæg viðurkenning Skráning Manntalsins 1703 á lista UNESCO Minni heimsins eru mikil tíðindi og kærkomin viðurkenning á sérstöðu og mikilvægi þessarar einstöku heimildar. Þetta á að vera allri þjóðinni fagnaðarefni, enda enn ein viðurkenning þess að Íslendingar eiga afar mikilvægar og merkilegar heimildir um samfélag sitt, ritheimildir sem finnast ekki hjá öðrum þjóðum. Þetta gerir okkur kleift að rannsaka sumt í sögu okkar og samfélagi með meiri nákvæmni en aðrir geta gert.Framlag til heimsmenningar Sérstaða manntalsins 1703 felst í því að það er elsta manntal í heiminum sem varðveist hefur og nær til allra íbúa í heilu landi þar sem getið er nafns, aldurs, heimilisfangs flestra og þjóðfélags- eða atvinnustöðu allra þegnanna. Enginn önnur þjóð í heiminum á jafnnákvæmar lýðfræðiupplýsingar frá þessum tíma. Á grundvelli þessara upplýsinga er kleift að greina samfélagsgerð og fjölskyldugerð hér á landi á traustari grunni og af meiri nákvæmni en annars staðar. Nú má fullyrða að staðfest hafi verið að Manntalið 1703 hafi ekki einungis mikla þýðingu fyrir okkur Íslendinga heldur er það mikilvægt framlag til heimsmenningarinnar.Nýjar skyldur Að hafa ritheimild á lista Sameinuðu þjóðanna yfir menningarverðmæti heims færir okkur nýjar skyldur. Fyrst og fremst þær að varðveita umrædda heimild með öruggum hætti og veita öllum aðgang að henni. Þá verður aðgengi allra tryggt með því að birta stafræn afrit af manntalinu á vefnum. Það verður gert síðar á þessu ári. Jafnframt verða frumskjölin sett fram almenningi til sýnis í Þjóðskjalasafni á haustdögum.Áhugaverðar upplýsingar Landsmenn reyndust þá vera 50.358 samkvæmt talningu Hagstofunnar. Manntalið veitir margvíslegar áhugaverðar upplýsingar svo sem um nafnahefð og störf eða atvinnuheiti Íslendinga. Þannig voru 670 hreppsstjórar, 245 prestar, 76 skóladrengir, 7 böðlar og 6 fálkaveiðimenn árið 1703. Í manntalinu eru 725 skírnarnöfn, 387 karlmannsnöfn og 338 kvenmannsnöfn. Algengasta kvenmannsnafnið var Guðrún en það bar fimmta hver kona. Jón var hins vegar algengasta karlmannsnafnið. Tæpur fjórðungur karla hét því nafni.Manntalsvefur Þjóðskjalasafns Manntalið var gefið út af Hagstofu Íslands á árunum 1924-1947. Frumrit manntalsins er varðveitt í Þjóðskjalasafni en stafræn uppskrift þess á á Manntalsvef Þjóðskjalasafns www.manntal.is. Þar eru einnig tólf önnur manntöl. Landsmenn eru hvattir til þess að kynna sér manntalið þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Einn mesti dýrgripur í Þjóðskjalasafni Íslands er manntal sem tekið var hér á landi árið 1703. Í daglegu tali kallað Manntalið 1703. Manntalið var tekið að beiðni Danakonungs og var hluti mikillar úttektar á högum Íslendinga. Nú hafa þau tíðindi orðið að Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur fallist á umsókn Þjóðskjalasafns þess efnis að Manntalið 1703 verði skráð á lista UNESCO Memory of the World Register. Á þennan lista komast einungis skjöl sem hafa þýðingu fyrir allt mannkyn.Langur aðdragandi Undirbúningur að umsókninni hófst árið 2002 þegar hafist var handa við að rannsaka frumskjölin og skrá einkenni þeirra nákvæmlega. Manntalið er skráð í alls 92 stakar bækur eða hefti. Sú lengsta úr Snæfellsnessýslu og er sú bók rúmlega 100 blaðsíður. Hefti úr stökum hreppum geta verið örfáar síður. Auk þess tilheyra manntalinu 41 stakur miði eða blöð. Alls er manntalið 1709 blaðsíður. Umsókn um upptöku manntalsins á Minni heimsins var samin á fyrri hluta árs 2012 og send til UNESCO.Mikilvæg viðurkenning Skráning Manntalsins 1703 á lista UNESCO Minni heimsins eru mikil tíðindi og kærkomin viðurkenning á sérstöðu og mikilvægi þessarar einstöku heimildar. Þetta á að vera allri þjóðinni fagnaðarefni, enda enn ein viðurkenning þess að Íslendingar eiga afar mikilvægar og merkilegar heimildir um samfélag sitt, ritheimildir sem finnast ekki hjá öðrum þjóðum. Þetta gerir okkur kleift að rannsaka sumt í sögu okkar og samfélagi með meiri nákvæmni en aðrir geta gert.Framlag til heimsmenningar Sérstaða manntalsins 1703 felst í því að það er elsta manntal í heiminum sem varðveist hefur og nær til allra íbúa í heilu landi þar sem getið er nafns, aldurs, heimilisfangs flestra og þjóðfélags- eða atvinnustöðu allra þegnanna. Enginn önnur þjóð í heiminum á jafnnákvæmar lýðfræðiupplýsingar frá þessum tíma. Á grundvelli þessara upplýsinga er kleift að greina samfélagsgerð og fjölskyldugerð hér á landi á traustari grunni og af meiri nákvæmni en annars staðar. Nú má fullyrða að staðfest hafi verið að Manntalið 1703 hafi ekki einungis mikla þýðingu fyrir okkur Íslendinga heldur er það mikilvægt framlag til heimsmenningarinnar.Nýjar skyldur Að hafa ritheimild á lista Sameinuðu þjóðanna yfir menningarverðmæti heims færir okkur nýjar skyldur. Fyrst og fremst þær að varðveita umrædda heimild með öruggum hætti og veita öllum aðgang að henni. Þá verður aðgengi allra tryggt með því að birta stafræn afrit af manntalinu á vefnum. Það verður gert síðar á þessu ári. Jafnframt verða frumskjölin sett fram almenningi til sýnis í Þjóðskjalasafni á haustdögum.Áhugaverðar upplýsingar Landsmenn reyndust þá vera 50.358 samkvæmt talningu Hagstofunnar. Manntalið veitir margvíslegar áhugaverðar upplýsingar svo sem um nafnahefð og störf eða atvinnuheiti Íslendinga. Þannig voru 670 hreppsstjórar, 245 prestar, 76 skóladrengir, 7 böðlar og 6 fálkaveiðimenn árið 1703. Í manntalinu eru 725 skírnarnöfn, 387 karlmannsnöfn og 338 kvenmannsnöfn. Algengasta kvenmannsnafnið var Guðrún en það bar fimmta hver kona. Jón var hins vegar algengasta karlmannsnafnið. Tæpur fjórðungur karla hét því nafni.Manntalsvefur Þjóðskjalasafns Manntalið var gefið út af Hagstofu Íslands á árunum 1924-1947. Frumrit manntalsins er varðveitt í Þjóðskjalasafni en stafræn uppskrift þess á á Manntalsvef Þjóðskjalasafns www.manntal.is. Þar eru einnig tólf önnur manntöl. Landsmenn eru hvattir til þess að kynna sér manntalið þar.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun