Dagurinn sem Dúlla dó Sólveig Jónsdóttir skrifar 1. ágúst 2013 00:01 Fyrir ári síðan sat ég á litlum veitingastað í Srebrenica í Bosníu. Við vorum tvö, ég og Hasan sem lifði af fjöldamorðin í Srebrenica sautján árum áður. Hitastigið kitlaði þrjátíu gráðurnar og sólin skein. Vertinn kom askvaðandi, feitlaginn og hláturmildur. Hann hét Abdoullah en var alltaf kallaður Dúlla. Með hvítt, vel greitt hár, nýrakaður og stórt ör framan á hálsinum. Dúlla faðmaði Hasan, tók niður pöntunina okkar og hvarf inn í eldhús. „Hann dó einu sinni,“ útskýrði Hasan. Dúlla hengdi sig þegar Srebrenica féll í stríðinu af ótta við að hljóta sömu örlög og yfir 8.000 menn og drengir sem teknir voru af lífi. Hasan hafði sjálfur velt því fyrir sér að svipta sig lífi en Dúlla sannfært hann um að það væri ekki rétta leiðin. „Og svo gerði hann það bara sjálfur.“ Hasan skar Dúlla niður úr snörunni og kom honum til meðvitundar. Báðir komust þeir lífs af frá Srebrenica en Hasan missti alla fjölskyldu sína, Dúlla syni sína tvo og föður. Það var í júlí fyrir tæpum tveimur áratugum. Hitastigið kitlaði þrjátíu gráðurnar og sólin skein. Þetta er saga af sárum raunveruleika. Aldrei aftur er orðið slagorð fyrir viðbrögð alþjóðasamfélagsins eftir að þjóðarmorð hafa verið framin. Þjóðernishreinsanir í Bosníu, Rúanda og Darfúr áttu sér stað fyrir minna en tuttugu árum og vöktu upp hörð viðbrögð um allan heim. Alþjóðasamfélagið tók skýra afstöðu gegn óréttlæti og árásum á saklausa borgara. En alltaf of seint. Alltaf eftir að hörmungarnar höfðu dunið yfir. Enn á ný fáum við fregnir af mannfalli og hörmungum, nú í Sýrlandi. „Það versta var að okkur fannst enginn hlusta og öllum vera sama um það sem var að gerast,“ sagði Hasan. Við þurfum að hlusta, láta okkur málið varða og bregðast við núna til að gera Aldrei aftur að raunhæfum möguleika. Þangað til munu þessir atburðir gerast aftur og aftur. Þangað til munu liðnar hörmungar halda áfram að bergmála í sárum raunveruleika samtímans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fyrir ári síðan sat ég á litlum veitingastað í Srebrenica í Bosníu. Við vorum tvö, ég og Hasan sem lifði af fjöldamorðin í Srebrenica sautján árum áður. Hitastigið kitlaði þrjátíu gráðurnar og sólin skein. Vertinn kom askvaðandi, feitlaginn og hláturmildur. Hann hét Abdoullah en var alltaf kallaður Dúlla. Með hvítt, vel greitt hár, nýrakaður og stórt ör framan á hálsinum. Dúlla faðmaði Hasan, tók niður pöntunina okkar og hvarf inn í eldhús. „Hann dó einu sinni,“ útskýrði Hasan. Dúlla hengdi sig þegar Srebrenica féll í stríðinu af ótta við að hljóta sömu örlög og yfir 8.000 menn og drengir sem teknir voru af lífi. Hasan hafði sjálfur velt því fyrir sér að svipta sig lífi en Dúlla sannfært hann um að það væri ekki rétta leiðin. „Og svo gerði hann það bara sjálfur.“ Hasan skar Dúlla niður úr snörunni og kom honum til meðvitundar. Báðir komust þeir lífs af frá Srebrenica en Hasan missti alla fjölskyldu sína, Dúlla syni sína tvo og föður. Það var í júlí fyrir tæpum tveimur áratugum. Hitastigið kitlaði þrjátíu gráðurnar og sólin skein. Þetta er saga af sárum raunveruleika. Aldrei aftur er orðið slagorð fyrir viðbrögð alþjóðasamfélagsins eftir að þjóðarmorð hafa verið framin. Þjóðernishreinsanir í Bosníu, Rúanda og Darfúr áttu sér stað fyrir minna en tuttugu árum og vöktu upp hörð viðbrögð um allan heim. Alþjóðasamfélagið tók skýra afstöðu gegn óréttlæti og árásum á saklausa borgara. En alltaf of seint. Alltaf eftir að hörmungarnar höfðu dunið yfir. Enn á ný fáum við fregnir af mannfalli og hörmungum, nú í Sýrlandi. „Það versta var að okkur fannst enginn hlusta og öllum vera sama um það sem var að gerast,“ sagði Hasan. Við þurfum að hlusta, láta okkur málið varða og bregðast við núna til að gera Aldrei aftur að raunhæfum möguleika. Þangað til munu þessir atburðir gerast aftur og aftur. Þangað til munu liðnar hörmungar halda áfram að bergmála í sárum raunveruleika samtímans.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun