Internetið, einelti og skaðabætur Friðjón B. Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2013 00:01 Í nútímasamfélagi kennum við börnunum okkar að tileinka sér og nota tölvur og tölvubúnað sér til framdráttar í framtíðinni. Við horfum upp á foreldra okkar, afa og ömmur, sem mörg hver eru jú fulltölvulæs, sitja fyrir framan tölvurnar eins og þær séu geimskip. Þetta fólk horfir síðan með endalausri aðdáun á 3-4 ára barnabarnið sitt spila tölvuleiki í iPad eins og það hafi aldrei gert neitt annað. Já, nútíminn er skemmtilegur. Eggið kennir hænunni á við um svo gríðarlega margt. Það er einmitt mergurinn málsins. Börnin okkar verða með tímanum klárari en við á tölvur og internetið. Það kemur að því að við hættum að skilja hvað þau eru að gera og hvað þau geta gert. Þá kemur uppeldið sterkt inn og þá sérstaklega hvort börnin okkar séu fær um að finna til samkenndar með náunganum. Það er nefnilega staðreynd að vel uppalin börn verða ekki að tröllum og skrímslum á internetinu.Samkennd er lykilorð Samkennd er lykilorð þegar kemur að tjáningu fólks á internetinu. Ef þú getur sett þig í spor annarra og fundið til með þeim, þá er ólíklegt að þú meiðir viðkomandi með orðum þínum á internetinu. Því miður er það svo að börn á öllum aldri virðast sneidd allri samkennd og vaða áfram undir dulnefnum á spjallsvæðum internetsins dæmandi allt og alla, meiðandi og niðurrífandi. Slíku verður aðeins mætt með uppeldi. Ef foreldrar geta ekki alið börnin sín upp og kennt þeim samkennd með náunga sínum, þá verður alltaf einelti í skólum, á vinnustöðum og á internetinu. Þolendur neyðast þá til þess að grípa inn í og leita réttar síns. Það er gert með aðstoð lögmanna og hugsanlega dómstóla. Ferlið er kostnaðarsamt fyrir þolendur og gerendur. Líklega er kostnaður við meiðyrðamál um þrjár milljónir króna fyrir þolanda sem breytist þá í stefnanda. Dæmigerðir dómar í slíkum málum fela í sér að stefnanda eru dæmdar skaðabætur og greiðsla málskostnaðar. Dómurinn metur hins vegar lögfræðiþjónustu eftir eigin verðskrá og dæmir iðulega um 800.000 kr. sem málskostnað og hæfilegar skaðabætur teljast vera um 300.000 kr. Stefnandinn þarf því að kosta til 1,9 milljón króna úr eigin vasa til þess að verja æru sína. Ljóst er að ekki eru allir færir um það. Einn ágætur hæstaréttarlögmaður spurði Hæstarétt fyrir ekki svo löngu síðan að því hvaða verðmat rétturinn setti á eigin æru, er hann hvatti réttinn til þess að íhuga hve léttvægar 300.000 króna miskabætur eru miðað við alvarleika brotsins. Ég vona að samkenndin sem við búum vonandi öll yfir muni sigra tröllin og myrkrið sem þau valda sálartetri þolandans, sama á hvaða aldri hann er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi kennum við börnunum okkar að tileinka sér og nota tölvur og tölvubúnað sér til framdráttar í framtíðinni. Við horfum upp á foreldra okkar, afa og ömmur, sem mörg hver eru jú fulltölvulæs, sitja fyrir framan tölvurnar eins og þær séu geimskip. Þetta fólk horfir síðan með endalausri aðdáun á 3-4 ára barnabarnið sitt spila tölvuleiki í iPad eins og það hafi aldrei gert neitt annað. Já, nútíminn er skemmtilegur. Eggið kennir hænunni á við um svo gríðarlega margt. Það er einmitt mergurinn málsins. Börnin okkar verða með tímanum klárari en við á tölvur og internetið. Það kemur að því að við hættum að skilja hvað þau eru að gera og hvað þau geta gert. Þá kemur uppeldið sterkt inn og þá sérstaklega hvort börnin okkar séu fær um að finna til samkenndar með náunganum. Það er nefnilega staðreynd að vel uppalin börn verða ekki að tröllum og skrímslum á internetinu.Samkennd er lykilorð Samkennd er lykilorð þegar kemur að tjáningu fólks á internetinu. Ef þú getur sett þig í spor annarra og fundið til með þeim, þá er ólíklegt að þú meiðir viðkomandi með orðum þínum á internetinu. Því miður er það svo að börn á öllum aldri virðast sneidd allri samkennd og vaða áfram undir dulnefnum á spjallsvæðum internetsins dæmandi allt og alla, meiðandi og niðurrífandi. Slíku verður aðeins mætt með uppeldi. Ef foreldrar geta ekki alið börnin sín upp og kennt þeim samkennd með náunga sínum, þá verður alltaf einelti í skólum, á vinnustöðum og á internetinu. Þolendur neyðast þá til þess að grípa inn í og leita réttar síns. Það er gert með aðstoð lögmanna og hugsanlega dómstóla. Ferlið er kostnaðarsamt fyrir þolendur og gerendur. Líklega er kostnaður við meiðyrðamál um þrjár milljónir króna fyrir þolanda sem breytist þá í stefnanda. Dæmigerðir dómar í slíkum málum fela í sér að stefnanda eru dæmdar skaðabætur og greiðsla málskostnaðar. Dómurinn metur hins vegar lögfræðiþjónustu eftir eigin verðskrá og dæmir iðulega um 800.000 kr. sem málskostnað og hæfilegar skaðabætur teljast vera um 300.000 kr. Stefnandinn þarf því að kosta til 1,9 milljón króna úr eigin vasa til þess að verja æru sína. Ljóst er að ekki eru allir færir um það. Einn ágætur hæstaréttarlögmaður spurði Hæstarétt fyrir ekki svo löngu síðan að því hvaða verðmat rétturinn setti á eigin æru, er hann hvatti réttinn til þess að íhuga hve léttvægar 300.000 króna miskabætur eru miðað við alvarleika brotsins. Ég vona að samkenndin sem við búum vonandi öll yfir muni sigra tröllin og myrkrið sem þau valda sálartetri þolandans, sama á hvaða aldri hann er.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun