Hvað þarf til að borgarfulltrúar hlusti? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 23. júlí 2013 07:00 Borgarfulltrúar Reykvíkinga í Besta flokknum, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki afgreiddu nýlega í Umhverfis- og skipulagsráði tillögu um að byggja megi hótel á Landsímareitnum. Þetta var gert þrátt fyrir að aldrei fyrr hafi svo margir skrifað undir athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Ein þeirra var frá yfir 200 af helstu tónlistarmönnum og hljómsveitum á Íslandi og önnur með undirskriftum tæplega 18 þúsund Reykvíkinga. (Til samanburðar fékk Besti flokkurinn tæp 21 þúsund atkvæði í síðustu kosningum, Sjálfstæðisflokkurinn 20 þúsund og Samfylkingin rúmlega 11 þúsund). Engu að síður er ekkert hlustað á allar þessar athugasemdir sem vara við marvíslegum slæmum afleiðingum risahótels á þessum reit.Fulltrúar almennings daufheyrast Þetta æpandi heyrnarleysi borgarfulltrúanna vekur þá spurningu hvað þurfi til að stjórnmálamenn hlusti á almenning. Eitt af markmiðum skipulagslaga er „að tryggja að samráð sé haft við almenning við gerð skipulagsáætlana þannig að honum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð slíkra áætlana“. Ef ekki er hlustað á athugasemdir yfir 20% kjósenda eins og í þessu tilviki, má þá ekki segja að lögin séu marklaus - eða framkvæmdin skrípaleikur? Eða hvað þarf til að borgarfulltrúar hlusti? Geta fjölmiðlar spurt þeirrar spurningar - og geta borgarfulltrúar svarað henni? En borgarfulltrúarnir daufheyrast ekki eingöngu við athugasemdum almennings heldur gerir Minjastofnun nú alvarlegar athugasemdir við tillöguna. En borgarfulltrúar hafa notað það sem rök í umræðunni að Minjastofnun hafi ekki gert athugasemdir. Nú þegar þær athugasemdir eru komnar fram – heyrir enginn neitt. Borgarfulltrúarnir hlusta heldur ekki á athugasemdir Alþingis um að fyrirhugað hótel sé ógn við umhverfi þess og öryggi. Og hér bregst borgarfulltrúunum ekki bara heyrnin - heldur sjónin líka. Þeim var nefnilega sýnt gula spjaldið í vor þegar þáverandi forseti Alþingis lagði fram þingsályktunartillögu um að taka skipulagsvald á svæðinu af Reykjavíkurborg. Tillagan var sett fram til þess að koma í veg fyrir risahótel á Landsímareitnum en fékk ekki afgreiðslu fyrir þinglok í vor.Komum í veg fyrir slys Núverandi forseti Alþingis hefur lýst þeim ásetningi sínum að verja þingið og starfsemi þess fyrir þeim átroðningi, öryggisleysi og ónæði sem óhjákvæmilega fylgir stóru hóteli á þessum stað. Forsætisráðherra hefur einnig lýst andstöðu sinni við þessi áform og vilja sínum til að grípa inn í málið ef svo heldur fram sem horfir. Með því að koma í veg fyrir það slys sem er í uppsiglingu við Ingólfstorg og Austurvöll væri ekki einungis hlustað á viðvörunarorð stórs hluta Reykvíkinga, heldur lagður grunnur til langrar framtíðar – að bjartari og opnari miðborg – og sátt milli yfirvalda og almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúar Reykvíkinga í Besta flokknum, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki afgreiddu nýlega í Umhverfis- og skipulagsráði tillögu um að byggja megi hótel á Landsímareitnum. Þetta var gert þrátt fyrir að aldrei fyrr hafi svo margir skrifað undir athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Ein þeirra var frá yfir 200 af helstu tónlistarmönnum og hljómsveitum á Íslandi og önnur með undirskriftum tæplega 18 þúsund Reykvíkinga. (Til samanburðar fékk Besti flokkurinn tæp 21 þúsund atkvæði í síðustu kosningum, Sjálfstæðisflokkurinn 20 þúsund og Samfylkingin rúmlega 11 þúsund). Engu að síður er ekkert hlustað á allar þessar athugasemdir sem vara við marvíslegum slæmum afleiðingum risahótels á þessum reit.Fulltrúar almennings daufheyrast Þetta æpandi heyrnarleysi borgarfulltrúanna vekur þá spurningu hvað þurfi til að stjórnmálamenn hlusti á almenning. Eitt af markmiðum skipulagslaga er „að tryggja að samráð sé haft við almenning við gerð skipulagsáætlana þannig að honum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð slíkra áætlana“. Ef ekki er hlustað á athugasemdir yfir 20% kjósenda eins og í þessu tilviki, má þá ekki segja að lögin séu marklaus - eða framkvæmdin skrípaleikur? Eða hvað þarf til að borgarfulltrúar hlusti? Geta fjölmiðlar spurt þeirrar spurningar - og geta borgarfulltrúar svarað henni? En borgarfulltrúarnir daufheyrast ekki eingöngu við athugasemdum almennings heldur gerir Minjastofnun nú alvarlegar athugasemdir við tillöguna. En borgarfulltrúar hafa notað það sem rök í umræðunni að Minjastofnun hafi ekki gert athugasemdir. Nú þegar þær athugasemdir eru komnar fram – heyrir enginn neitt. Borgarfulltrúarnir hlusta heldur ekki á athugasemdir Alþingis um að fyrirhugað hótel sé ógn við umhverfi þess og öryggi. Og hér bregst borgarfulltrúunum ekki bara heyrnin - heldur sjónin líka. Þeim var nefnilega sýnt gula spjaldið í vor þegar þáverandi forseti Alþingis lagði fram þingsályktunartillögu um að taka skipulagsvald á svæðinu af Reykjavíkurborg. Tillagan var sett fram til þess að koma í veg fyrir risahótel á Landsímareitnum en fékk ekki afgreiðslu fyrir þinglok í vor.Komum í veg fyrir slys Núverandi forseti Alþingis hefur lýst þeim ásetningi sínum að verja þingið og starfsemi þess fyrir þeim átroðningi, öryggisleysi og ónæði sem óhjákvæmilega fylgir stóru hóteli á þessum stað. Forsætisráðherra hefur einnig lýst andstöðu sinni við þessi áform og vilja sínum til að grípa inn í málið ef svo heldur fram sem horfir. Með því að koma í veg fyrir það slys sem er í uppsiglingu við Ingólfstorg og Austurvöll væri ekki einungis hlustað á viðvörunarorð stórs hluta Reykvíkinga, heldur lagður grunnur til langrar framtíðar – að bjartari og opnari miðborg – og sátt milli yfirvalda og almennings.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun