Við erum sjúklega stoltar af stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2013 09:00 Dagný með sjúkraþjálfurunum Sólveigu, til hægri, og Svölu. fréttablaðið/óskaró Það var mikil dramatík í kringum Dagnýju Brynjarsdóttur á milli leikjanna við Þýskaland og Holland. Hún var borin upp í rútu eftir Þýskalandsleikinn meidd á rist en sneri síðan aftur gegn Hollandi og skoraði markið sem kom Íslandi í átta liða úrslitin. Fréttablaðið hitti á sjúkraþjálfarana Svölu Helgadóttur og Sólveigu Þórarinsdóttur sem hafa haft í nóg að snúast á bak við tjöldin á EM í Svíþjóð. „Ég er sjúklega stolt af þessum stelpum. Það var stolt og gæsahúð sem fór um mann þegar þær kláruðu þetta,“ sagði Svala Helgadóttir. En hvað með Dagnýju, óttuðust þær að hún væri úr leik? „Fyrsta sólarhringinn eftir að hún meiddist þá leit kannski út fyrir að hún yrði ekki með. Svo vorum við farnar að fyllast einhverri bjartsýni,“ segir Sólveig Þórarinsdóttir. „Það var aðalatriðið að vita að hún væri ekki brotin. Þegar við vissum það þá vorum við miklu rólegri. Maður hefur alltaf einhver ráð til að græja hlutina ef að maður veit að það skemmir ekki þótt að það sé vont,“ segir Svala og bætir við: „Þegar ég vissi að hún væri leikfær þá var ég pottþétt á því að hún væri hundrað prósent klár í þetta,“ segir Svala. Dagný fékk högg á annan fótinn í leiknum en stóð það af sér og hélt áfram. Hún skoraði sigurmarkið og var kosin best á vellinum af valnefnd UEFA. „Dagný lætur ekki smá hnjask stoppa sig en það var samt betur fer hin löppin,“ sagði Sólveig og þær viðurkenna alveg að það hafi verið mikið að gera hjá þeim á mótinu. „Það er alltaf nóg að gera hjá okkur og við finnum okkur bara eitthvað að gera ef að það eru ekki mikil meiðsli. Það er alltaf hægt að sinna liðinu vel,“ segir Svala. „Þetta er mjög skemmtilegt. Þessar stelpur gefa af sér til baka þannig að við fáum líka mikið út úr þessu,“ segir Sólveig. „Þær eru líka mjög duglegar að láta okkur heyra hversu þakklátar þær eru,“ segir Svala að lokum. Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira
Það var mikil dramatík í kringum Dagnýju Brynjarsdóttur á milli leikjanna við Þýskaland og Holland. Hún var borin upp í rútu eftir Þýskalandsleikinn meidd á rist en sneri síðan aftur gegn Hollandi og skoraði markið sem kom Íslandi í átta liða úrslitin. Fréttablaðið hitti á sjúkraþjálfarana Svölu Helgadóttur og Sólveigu Þórarinsdóttur sem hafa haft í nóg að snúast á bak við tjöldin á EM í Svíþjóð. „Ég er sjúklega stolt af þessum stelpum. Það var stolt og gæsahúð sem fór um mann þegar þær kláruðu þetta,“ sagði Svala Helgadóttir. En hvað með Dagnýju, óttuðust þær að hún væri úr leik? „Fyrsta sólarhringinn eftir að hún meiddist þá leit kannski út fyrir að hún yrði ekki með. Svo vorum við farnar að fyllast einhverri bjartsýni,“ segir Sólveig Þórarinsdóttir. „Það var aðalatriðið að vita að hún væri ekki brotin. Þegar við vissum það þá vorum við miklu rólegri. Maður hefur alltaf einhver ráð til að græja hlutina ef að maður veit að það skemmir ekki þótt að það sé vont,“ segir Svala og bætir við: „Þegar ég vissi að hún væri leikfær þá var ég pottþétt á því að hún væri hundrað prósent klár í þetta,“ segir Svala. Dagný fékk högg á annan fótinn í leiknum en stóð það af sér og hélt áfram. Hún skoraði sigurmarkið og var kosin best á vellinum af valnefnd UEFA. „Dagný lætur ekki smá hnjask stoppa sig en það var samt betur fer hin löppin,“ sagði Sólveig og þær viðurkenna alveg að það hafi verið mikið að gera hjá þeim á mótinu. „Það er alltaf nóg að gera hjá okkur og við finnum okkur bara eitthvað að gera ef að það eru ekki mikil meiðsli. Það er alltaf hægt að sinna liðinu vel,“ segir Svala. „Þetta er mjög skemmtilegt. Þessar stelpur gefa af sér til baka þannig að við fáum líka mikið út úr þessu,“ segir Sólveig. „Þær eru líka mjög duglegar að láta okkur heyra hversu þakklátar þær eru,“ segir Svala að lokum.
Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira