Ég er búin að bíða í mörg ár eftir því að fá tækifæri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2013 07:15 Bjargvætturinn Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð heldur betur fyrir sínu í gær og varði ítrekað meistaralega. Hún hefur stimplað sig inn. NORDICPHOTOS/GETTY Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, átti flottan leik í 1-0 sigri á Hollandi í gær og brosti út að eyrum eftir leikinn eftir að hafa verið fyrsti markvörður Íslands sem heldur hreinu á stórmóti. „Það gefur manni sjálfstraust þegar varnarleikur liðsins er jafngóður og hann var í dag. Það hjálpar að spila leik eftir leik. Maður er öruggari með varnarlínunni og það er minna hik núna en var kannski í fyrsta leiknum hjá okkur. Mér líður betur og betur eftir því sem ég spila fleiri leiki,“ sagði Guðbjörg en hvernig var tilfinningin þegar hún heyrði lokaflautið? „Ég á eiginlega engin orð. Ég er bara svo stolt af liðinu. Við unnum fyrsta leikinn í sögunni á stórmóti og komum okkur áfram í fyrsta skiptið. Ég ætla að nota kvöldið til að njóta þess. Það var ólýsanleg tilfinning þegar Dagný skoraði þetta geðveika mark. Við bökkuðum aðeins meira en við hefðum átt að gera. Taktíkin var að bakka heim en við fórum kannski aðeins of aftarlega,“ sagði Guðbjörg. „Það er búið að ganga á ýmsu á þessu ári og við erum búnar að fá mikla gagnrýni. Ég held að við séum búin að sanna það núna að við erum með frábært lið,“ segir Guðbjörg og árið byrjaði ekki vel fyrir hana heldur. „Fyrir mig sjálfa hefði ég aldrei trúað því fyrir nokkrum mánuðum þegar ég lá inni á sjúkrahúsi með heilahimnubólgu að ég stæði núna í þessum sporum. Núna er ég að spila fyrir landsliðið og við erum í átta liða úrslitum á Evrópumóti. Lífið er fljótt að breytast,“ segir Guðbjörg, en hún hefur þurft að sitja lengi á varamannabekk landsliðsins. „Ég er búin að bíða í mörg ár eftir því að fá tækifæri. Ísland á frábæra markmenn og ég ætla að njóta þess á meðan ég get meðan ég er að spila,“ sagði Guðbjörg, en hver er óskamótherjinn í átta liða úrslitunum? „Það væri gaman að fá Svíana því þær eru á heimavelli og það verður pottþétt full stúka. Þær eru hrokafullar og finnst þær vera betri en við. Við þekkjum þær vel því það eru margar í okkar liði sem spila þar eða hafa spilað þar. Ég myndi frekar vilja frá Svíana heldur en Frakkana,“ segir Guðbjörg en hversu góður dagur var 17. júlí 2013? „Þetta er klárlega með skemmtilegustu dögum lífsins,“ saðgi Guðbjörg að lokum. Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, átti flottan leik í 1-0 sigri á Hollandi í gær og brosti út að eyrum eftir leikinn eftir að hafa verið fyrsti markvörður Íslands sem heldur hreinu á stórmóti. „Það gefur manni sjálfstraust þegar varnarleikur liðsins er jafngóður og hann var í dag. Það hjálpar að spila leik eftir leik. Maður er öruggari með varnarlínunni og það er minna hik núna en var kannski í fyrsta leiknum hjá okkur. Mér líður betur og betur eftir því sem ég spila fleiri leiki,“ sagði Guðbjörg en hvernig var tilfinningin þegar hún heyrði lokaflautið? „Ég á eiginlega engin orð. Ég er bara svo stolt af liðinu. Við unnum fyrsta leikinn í sögunni á stórmóti og komum okkur áfram í fyrsta skiptið. Ég ætla að nota kvöldið til að njóta þess. Það var ólýsanleg tilfinning þegar Dagný skoraði þetta geðveika mark. Við bökkuðum aðeins meira en við hefðum átt að gera. Taktíkin var að bakka heim en við fórum kannski aðeins of aftarlega,“ sagði Guðbjörg. „Það er búið að ganga á ýmsu á þessu ári og við erum búnar að fá mikla gagnrýni. Ég held að við séum búin að sanna það núna að við erum með frábært lið,“ segir Guðbjörg og árið byrjaði ekki vel fyrir hana heldur. „Fyrir mig sjálfa hefði ég aldrei trúað því fyrir nokkrum mánuðum þegar ég lá inni á sjúkrahúsi með heilahimnubólgu að ég stæði núna í þessum sporum. Núna er ég að spila fyrir landsliðið og við erum í átta liða úrslitum á Evrópumóti. Lífið er fljótt að breytast,“ segir Guðbjörg, en hún hefur þurft að sitja lengi á varamannabekk landsliðsins. „Ég er búin að bíða í mörg ár eftir því að fá tækifæri. Ísland á frábæra markmenn og ég ætla að njóta þess á meðan ég get meðan ég er að spila,“ sagði Guðbjörg, en hver er óskamótherjinn í átta liða úrslitunum? „Það væri gaman að fá Svíana því þær eru á heimavelli og það verður pottþétt full stúka. Þær eru hrokafullar og finnst þær vera betri en við. Við þekkjum þær vel því það eru margar í okkar liði sem spila þar eða hafa spilað þar. Ég myndi frekar vilja frá Svíana heldur en Frakkana,“ segir Guðbjörg en hversu góður dagur var 17. júlí 2013? „Þetta er klárlega með skemmtilegustu dögum lífsins,“ saðgi Guðbjörg að lokum.
Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira