Ég er búin að bíða í mörg ár eftir því að fá tækifæri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2013 07:15 Bjargvætturinn Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð heldur betur fyrir sínu í gær og varði ítrekað meistaralega. Hún hefur stimplað sig inn. NORDICPHOTOS/GETTY Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, átti flottan leik í 1-0 sigri á Hollandi í gær og brosti út að eyrum eftir leikinn eftir að hafa verið fyrsti markvörður Íslands sem heldur hreinu á stórmóti. „Það gefur manni sjálfstraust þegar varnarleikur liðsins er jafngóður og hann var í dag. Það hjálpar að spila leik eftir leik. Maður er öruggari með varnarlínunni og það er minna hik núna en var kannski í fyrsta leiknum hjá okkur. Mér líður betur og betur eftir því sem ég spila fleiri leiki,“ sagði Guðbjörg en hvernig var tilfinningin þegar hún heyrði lokaflautið? „Ég á eiginlega engin orð. Ég er bara svo stolt af liðinu. Við unnum fyrsta leikinn í sögunni á stórmóti og komum okkur áfram í fyrsta skiptið. Ég ætla að nota kvöldið til að njóta þess. Það var ólýsanleg tilfinning þegar Dagný skoraði þetta geðveika mark. Við bökkuðum aðeins meira en við hefðum átt að gera. Taktíkin var að bakka heim en við fórum kannski aðeins of aftarlega,“ sagði Guðbjörg. „Það er búið að ganga á ýmsu á þessu ári og við erum búnar að fá mikla gagnrýni. Ég held að við séum búin að sanna það núna að við erum með frábært lið,“ segir Guðbjörg og árið byrjaði ekki vel fyrir hana heldur. „Fyrir mig sjálfa hefði ég aldrei trúað því fyrir nokkrum mánuðum þegar ég lá inni á sjúkrahúsi með heilahimnubólgu að ég stæði núna í þessum sporum. Núna er ég að spila fyrir landsliðið og við erum í átta liða úrslitum á Evrópumóti. Lífið er fljótt að breytast,“ segir Guðbjörg, en hún hefur þurft að sitja lengi á varamannabekk landsliðsins. „Ég er búin að bíða í mörg ár eftir því að fá tækifæri. Ísland á frábæra markmenn og ég ætla að njóta þess á meðan ég get meðan ég er að spila,“ sagði Guðbjörg, en hver er óskamótherjinn í átta liða úrslitunum? „Það væri gaman að fá Svíana því þær eru á heimavelli og það verður pottþétt full stúka. Þær eru hrokafullar og finnst þær vera betri en við. Við þekkjum þær vel því það eru margar í okkar liði sem spila þar eða hafa spilað þar. Ég myndi frekar vilja frá Svíana heldur en Frakkana,“ segir Guðbjörg en hversu góður dagur var 17. júlí 2013? „Þetta er klárlega með skemmtilegustu dögum lífsins,“ saðgi Guðbjörg að lokum. Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, átti flottan leik í 1-0 sigri á Hollandi í gær og brosti út að eyrum eftir leikinn eftir að hafa verið fyrsti markvörður Íslands sem heldur hreinu á stórmóti. „Það gefur manni sjálfstraust þegar varnarleikur liðsins er jafngóður og hann var í dag. Það hjálpar að spila leik eftir leik. Maður er öruggari með varnarlínunni og það er minna hik núna en var kannski í fyrsta leiknum hjá okkur. Mér líður betur og betur eftir því sem ég spila fleiri leiki,“ sagði Guðbjörg en hvernig var tilfinningin þegar hún heyrði lokaflautið? „Ég á eiginlega engin orð. Ég er bara svo stolt af liðinu. Við unnum fyrsta leikinn í sögunni á stórmóti og komum okkur áfram í fyrsta skiptið. Ég ætla að nota kvöldið til að njóta þess. Það var ólýsanleg tilfinning þegar Dagný skoraði þetta geðveika mark. Við bökkuðum aðeins meira en við hefðum átt að gera. Taktíkin var að bakka heim en við fórum kannski aðeins of aftarlega,“ sagði Guðbjörg. „Það er búið að ganga á ýmsu á þessu ári og við erum búnar að fá mikla gagnrýni. Ég held að við séum búin að sanna það núna að við erum með frábært lið,“ segir Guðbjörg og árið byrjaði ekki vel fyrir hana heldur. „Fyrir mig sjálfa hefði ég aldrei trúað því fyrir nokkrum mánuðum þegar ég lá inni á sjúkrahúsi með heilahimnubólgu að ég stæði núna í þessum sporum. Núna er ég að spila fyrir landsliðið og við erum í átta liða úrslitum á Evrópumóti. Lífið er fljótt að breytast,“ segir Guðbjörg, en hún hefur þurft að sitja lengi á varamannabekk landsliðsins. „Ég er búin að bíða í mörg ár eftir því að fá tækifæri. Ísland á frábæra markmenn og ég ætla að njóta þess á meðan ég get meðan ég er að spila,“ sagði Guðbjörg, en hver er óskamótherjinn í átta liða úrslitunum? „Það væri gaman að fá Svíana því þær eru á heimavelli og það verður pottþétt full stúka. Þær eru hrokafullar og finnst þær vera betri en við. Við þekkjum þær vel því það eru margar í okkar liði sem spila þar eða hafa spilað þar. Ég myndi frekar vilja frá Svíana heldur en Frakkana,“ segir Guðbjörg en hversu góður dagur var 17. júlí 2013? „Þetta er klárlega með skemmtilegustu dögum lífsins,“ saðgi Guðbjörg að lokum.
Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira