Fótbolti

Verður það Svíþjóð eða Frakkland?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld hvort íslensku stelpurnar mæta Svíum eða Frökkum í átta liða úrslitununm.

„Við vonumst til að fá Svía því það væri sérstaklega skemmtilegt fyrir okkur að spila á móti heimaliðinu í mikilli stemmningu og með marga áhorfendur. Það yrði frábær reynsla fyrir okkar stelpur, sérstaklega af því að það eru margar að spila í Svíþjóð,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari.

Ef Danir komast áfram mætum við Svíum á sunnudaginn en ef liðið í 3. sæti í C-riðli (Spánn, England eða Rússland) kemst áfram mæta stelpurnar Frökkum á mánudag. Lokaleikir C-riðils hefjast í kvöld klukkan 18.30 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×