Í góðum höndum í íslensku umhverfi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júlí 2013 10:00 Aníta fagnar sigri á HM ungmenna í Úkraínu. nordicphotos/getty Þegar Aníta Hinriksdóttir vann yfirburðasigur í 800 m hlaupi á heimsmeistaramóti sautján ára og yngri í frjálsíþróttum sendi hún skýr skilaboð um að þarna væri á ferð framtíðarstjarna í íþróttaheiminum. Yfirburðir hennar í mótinu voru slíkir og árangur hennar í 800 m hlaupi á þessu ári það góður að óhætt er að fullyrða að þarna er á ferðinni eitt mesta efni sem komið hefur fram í frjálsíþróttum hérlendis. Hafa ber þó í huga að Aníta er enn aðeins sautján ára gömul og enn að mótast sem hlaupari. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hennar, sagði við Fréttablaðið á dögunum að hún væri ekki enn komin í „harða fullorðinsþjálfun“ eins og hann orðaði það. Það yrði ekki einu sinni íhugað að senda hana til þátttöku á stórmóti fullorðinna fyrr en við átján aldurinn, í fyrsta lagi. Enda afþakkaði hún að keppa á HM í Moskvu í næsta mánuði, þó svo að hún hefði náð lágmarkinu í 800 m hlaupi. Aníta einbeitti sér þess í stað að æfingum fyrir HM U17 sem fór fram í Úkraínu um liðna helgi og EM U19 sem hefst í Rieti á Ítalíu í dag. Heimsmeistari ungmenna fær harðari samkeppni þar enda keppinautar hennar á Ítalíu allt að tveimur árum eldri en í Úkraínu. Engu að síður telst Aníta einn sigurstranglegasti keppandinn, en hún fer inn í mótið með besta tíma ársins af öllum keppendum eftir að hin breska Jessica Judd dró sig úr keppni vegna meiðsla í kálfa.Hélt að hún yrði langhlaupariSigurbjörn Árni Arngrímsson hefur fylgst náið með íslensku frjálsíþróttafólki undanfarna áratugi og árangur Anítu hefur komið honum á óvart, ekki síst þar sem hann reiknaði með að hún myndi skara fram úr í lengri vegalengdum. „Hún hefur gert meira en ég reiknaði með og í styttri vegalengdum. Þegar ég sá hana hlaupa fyrst, 11-12 ára gamla, hélt ég að hún yrði framúrskarandi langhlaupari, ef til vill í fimm þúsund metra hlaupi eða jafnvel í maraþoni eins og móðursystir hennar [Martha Ernstsdóttir] gerði,“ segir Sigurbjörn Árni við Fréttablaðið.Styrkjandi að hlaupa í snjónumAníta æfir með ÍR og sagði í viðtali við heimasíðu IAAF, Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, í vikunni að hún væri ekki á leið frá Íslandi í bráð, þrátt fyrir að henni hefðu þegar borist fyrirspurnir frá bandarískum háskólum. „Það er gott að vera á Íslandi. Aðstaðan er góð og ég æfi með strákum sem eru góðir æfingafélagar fyrir mig. Ég æfi mikið innanhúss en mér finnst líka gott að hlaupa í snjónum, það styrkir mann,“ sagði hún og bætti við: „Ég er með svo góðan þjálfara að ég tel að ég muni æfa áfram á Íslandi, að minnsta kosti fram yfir Ólympíuleikana í Ríó árið 2014.“Gæti orðið sterkur hindrunarhlaupariSigurbjörn Árni samsinnir því að hún sé í góðum höndum hér á Íslandi, líkt og undanfarin ár. „ÍR-ingar hafa haldið mjög vel utan um Anítu og passað upp á að láta hana ekki gera of mikið og of snemma. Hún var látin taka þátt í alls kyns greinum, allt frá kúluvarpi, langstökki og öllu mögulegu, áður en hún fór að einbeita sér að hlaupum fimmtán ára gömul. Þá kom hún svona ofboðslega sterk fram í 800 m hlaupinu,“ segir hann. Sigurbjörn Árni segir að þrátt fyrir að 800 m hlaup sé hennar sterkasta grein í dag útiloki hann alls ekki að hún muni láta að sér kveða í öðrum vegalengdum og jafnvel grinda- og hindrunarhlaupum einnig. „Hún náði til dæmis frábærum tíma í 400 m hlaupi innanhúss í vetur og þannig hefur hún komið mér á óvart. Engu að síður tel ég enn að hún hafi allt til að bera til að verða framúrskarandi 1.500 m hlaupari og jafnvel 3.000 m hindrunarhlaupari þegar fram í sækir, því hún er sterk og hefur góða tækni í grindahlaupi. Ég tel jafnvel að hún gæti orðið sterkari í þeim greinum en í 800 m hlaupi þó svo að ég vilji alls ekki afskrifa hana þar, því hún hefur þegar náð það góðum árangri í greininni.“Meiri samkeppni á ÍtalíuSem fyrr segir hefst Evrópumeistaramót nítján ára og yngri í dag. Sigurbjörn bendir á að það séu aðeins nokkrir dagar liðnir frá mótinu í Úkraínu og það gæti haft sitt að segja. „Hún hefur aðeins fjóra daga til að safna orku á milli móta, þó svo að ungir krakkar eins og hún eru oft fljótir að jafna sig. Mótið á Ítalíu er sterkt og ég tel að hún þurfi að vera nálægt sínum besta tíma til að komast áfram í undanúrslitum. Ég veit að hún vill setja met og er það vel mögulegt, verði hún ekki of þreytt í úrslitahlaupinu á laugardag,“ segir Sigurbjörn Árni.Góðir hlutir gerast hægtAðeins tveir hafa hlaupið hraðar en Aníta í heiminum í hópi ungmenna; Mary Cain frá Bandaríkjunum og áðurnefnd Judd frá Bretlandi. Cain og Judd keppa báðar á HM fullorðinna í Moskvu en Aníta ákvað að sleppa því móti, þó svo að hún hafi unnið sér inn þátttökurétt á því. Sigurbjörn Árni telur að það hafi verið rétt ákvörðun. „Ég tel að það sé gott fyrir hana að halda sig við sinn aldursflokk og safna reynslu á þeim vettvangi. Þar að auki snýst þetta að stórum hluta um hvað hún vill sjálf gera, enda sagði móðir hennar eftir sigurinn í Úkraínu að henni væri fyrst og fremst umhugað um hvernig barninu hennar liði,“ segir hann og vísar þar með við viðtal Fréttablaðsins við Bryndísi Ernstsdóttur, móður Anítu, við Fréttablaðið á mánudag. „Almennt séð er ég fylgjandi þeirri skoðun að góðir hlutir gerast hægt og að það eigi ekki að setja of mikinn þrýsting á unga og efnilega íþróttamenn. Það ætti að vera nógur tími fyrir hana síðar á stórmótum fullorðinna.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sjá meira
Þegar Aníta Hinriksdóttir vann yfirburðasigur í 800 m hlaupi á heimsmeistaramóti sautján ára og yngri í frjálsíþróttum sendi hún skýr skilaboð um að þarna væri á ferð framtíðarstjarna í íþróttaheiminum. Yfirburðir hennar í mótinu voru slíkir og árangur hennar í 800 m hlaupi á þessu ári það góður að óhætt er að fullyrða að þarna er á ferðinni eitt mesta efni sem komið hefur fram í frjálsíþróttum hérlendis. Hafa ber þó í huga að Aníta er enn aðeins sautján ára gömul og enn að mótast sem hlaupari. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hennar, sagði við Fréttablaðið á dögunum að hún væri ekki enn komin í „harða fullorðinsþjálfun“ eins og hann orðaði það. Það yrði ekki einu sinni íhugað að senda hana til þátttöku á stórmóti fullorðinna fyrr en við átján aldurinn, í fyrsta lagi. Enda afþakkaði hún að keppa á HM í Moskvu í næsta mánuði, þó svo að hún hefði náð lágmarkinu í 800 m hlaupi. Aníta einbeitti sér þess í stað að æfingum fyrir HM U17 sem fór fram í Úkraínu um liðna helgi og EM U19 sem hefst í Rieti á Ítalíu í dag. Heimsmeistari ungmenna fær harðari samkeppni þar enda keppinautar hennar á Ítalíu allt að tveimur árum eldri en í Úkraínu. Engu að síður telst Aníta einn sigurstranglegasti keppandinn, en hún fer inn í mótið með besta tíma ársins af öllum keppendum eftir að hin breska Jessica Judd dró sig úr keppni vegna meiðsla í kálfa.Hélt að hún yrði langhlaupariSigurbjörn Árni Arngrímsson hefur fylgst náið með íslensku frjálsíþróttafólki undanfarna áratugi og árangur Anítu hefur komið honum á óvart, ekki síst þar sem hann reiknaði með að hún myndi skara fram úr í lengri vegalengdum. „Hún hefur gert meira en ég reiknaði með og í styttri vegalengdum. Þegar ég sá hana hlaupa fyrst, 11-12 ára gamla, hélt ég að hún yrði framúrskarandi langhlaupari, ef til vill í fimm þúsund metra hlaupi eða jafnvel í maraþoni eins og móðursystir hennar [Martha Ernstsdóttir] gerði,“ segir Sigurbjörn Árni við Fréttablaðið.Styrkjandi að hlaupa í snjónumAníta æfir með ÍR og sagði í viðtali við heimasíðu IAAF, Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, í vikunni að hún væri ekki á leið frá Íslandi í bráð, þrátt fyrir að henni hefðu þegar borist fyrirspurnir frá bandarískum háskólum. „Það er gott að vera á Íslandi. Aðstaðan er góð og ég æfi með strákum sem eru góðir æfingafélagar fyrir mig. Ég æfi mikið innanhúss en mér finnst líka gott að hlaupa í snjónum, það styrkir mann,“ sagði hún og bætti við: „Ég er með svo góðan þjálfara að ég tel að ég muni æfa áfram á Íslandi, að minnsta kosti fram yfir Ólympíuleikana í Ríó árið 2014.“Gæti orðið sterkur hindrunarhlaupariSigurbjörn Árni samsinnir því að hún sé í góðum höndum hér á Íslandi, líkt og undanfarin ár. „ÍR-ingar hafa haldið mjög vel utan um Anítu og passað upp á að láta hana ekki gera of mikið og of snemma. Hún var látin taka þátt í alls kyns greinum, allt frá kúluvarpi, langstökki og öllu mögulegu, áður en hún fór að einbeita sér að hlaupum fimmtán ára gömul. Þá kom hún svona ofboðslega sterk fram í 800 m hlaupinu,“ segir hann. Sigurbjörn Árni segir að þrátt fyrir að 800 m hlaup sé hennar sterkasta grein í dag útiloki hann alls ekki að hún muni láta að sér kveða í öðrum vegalengdum og jafnvel grinda- og hindrunarhlaupum einnig. „Hún náði til dæmis frábærum tíma í 400 m hlaupi innanhúss í vetur og þannig hefur hún komið mér á óvart. Engu að síður tel ég enn að hún hafi allt til að bera til að verða framúrskarandi 1.500 m hlaupari og jafnvel 3.000 m hindrunarhlaupari þegar fram í sækir, því hún er sterk og hefur góða tækni í grindahlaupi. Ég tel jafnvel að hún gæti orðið sterkari í þeim greinum en í 800 m hlaupi þó svo að ég vilji alls ekki afskrifa hana þar, því hún hefur þegar náð það góðum árangri í greininni.“Meiri samkeppni á ÍtalíuSem fyrr segir hefst Evrópumeistaramót nítján ára og yngri í dag. Sigurbjörn bendir á að það séu aðeins nokkrir dagar liðnir frá mótinu í Úkraínu og það gæti haft sitt að segja. „Hún hefur aðeins fjóra daga til að safna orku á milli móta, þó svo að ungir krakkar eins og hún eru oft fljótir að jafna sig. Mótið á Ítalíu er sterkt og ég tel að hún þurfi að vera nálægt sínum besta tíma til að komast áfram í undanúrslitum. Ég veit að hún vill setja met og er það vel mögulegt, verði hún ekki of þreytt í úrslitahlaupinu á laugardag,“ segir Sigurbjörn Árni.Góðir hlutir gerast hægtAðeins tveir hafa hlaupið hraðar en Aníta í heiminum í hópi ungmenna; Mary Cain frá Bandaríkjunum og áðurnefnd Judd frá Bretlandi. Cain og Judd keppa báðar á HM fullorðinna í Moskvu en Aníta ákvað að sleppa því móti, þó svo að hún hafi unnið sér inn þátttökurétt á því. Sigurbjörn Árni telur að það hafi verið rétt ákvörðun. „Ég tel að það sé gott fyrir hana að halda sig við sinn aldursflokk og safna reynslu á þeim vettvangi. Þar að auki snýst þetta að stórum hluta um hvað hún vill sjálf gera, enda sagði móðir hennar eftir sigurinn í Úkraínu að henni væri fyrst og fremst umhugað um hvernig barninu hennar liði,“ segir hann og vísar þar með við viðtal Fréttablaðsins við Bryndísi Ernstsdóttur, móður Anítu, við Fréttablaðið á mánudag. „Almennt séð er ég fylgjandi þeirri skoðun að góðir hlutir gerast hægt og að það eigi ekki að setja of mikinn þrýsting á unga og efnilega íþróttamenn. Það ætti að vera nógur tími fyrir hana síðar á stórmótum fullorðinna.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum