Fyrir mig snýst þetta um hvernig barninu mínu líður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2013 07:30 Aníta fagnar sigri sínum í Donetsk í gær. Nordicphotos/AFP „Ég eiginilega gat ekki horft á þetta. Ég gægðist bara við og við því ég var svo kvíðin,“ segir Bryndís Ernstsdóttir, móðir nýkrýnds heimsmeistara. Aníta Hinriksdótir kom langfyrst í mark í úrslitahlaupinu í Donetsk í Úkraínu í gær. Tími hennar var 2:01,13 og var hún rúmum tveimur sekúndum á undan næsta keppanda. Ekki nóg með það heldur bætti hún mótsmetið um tæpa hálfa sekúndu. „Það var ekki fyrr en ég sá hana koma í mark að ég gat slakað á. Hún settist niður, hallaði aftur höfðinu og þá kom svipur á hana sem sagði mér að þetta hefði allt saman tekist,“ segir Bryndís. „Fyrir mig snýst þetta um hvernig barninu mínu líður.“Aníta fékk gott faðmlag frá lukkudýri mótsins í Donetsk eftir að sigurinn var í höfn.Nordicphotos/GettyÞurfti enga hjálp Aníta, sem varð 17 ára í janúar, hefur æft frjálsar íþróttir með ÍR frá tíu ára aldri. Bryndís segist þó aldrei hafa verið viss um að Aníta yrði hlaupari. „Hún prófaði júdó, sund, körfubolta og fleira en endaði í frjálsum,“ segir Bryndís, sem er reyndur hlaupari og það er systir hennar, Martha Ernstsdóttir, ekki síður. Martha keppti á sínum tíma í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. „Ætli hún hafi ekki valið hlaupin því öll fjölskyldan var í hlaupum,“ segir Bryndís, sem nefnir einnig eiginmann sinn og fósturföður Anítu auk bróður sinn til sögunnar sem hafa hlaupið fyrir ÍR. Bryndís segist ekki muna eftir því hvenær hún hafi áttað sig á því hve hæfileikarík Aníta væri á hlaupasviðinu. Hún man þó vel eftir því þegar hún áttaði sig á því að Aníta stæði henni framar. „Það var í Vesturgötuhlaupinu á Ísafirði þegar hún var tólf ára. Ég átti að hjálpa henni í hlaupinu,“ rifjar Bryndís upp og hlupu þær mæðgur hlið við hlið. „Svo kom einhver strákur sem ætlaði að vinna hana og þá var hún rokin,“ segir Bryndís létt.Vinnur á kaffihúsi Bryndís segir uppskriftina að árangri Anítu hve einbeitt hún sé. „Hún var farin að verða einbeitt á að ná árangri löngu áður en hún varð tilbúin,“ segir Bryndís. Hún segir þetta í raun hafa gerst jafnt og þétt og fjölskyldan sé í raun undrandi á góðum árangri hennar. „Þetta hefur gerst svo vandræðalaust og hún hefur verið alveg laus við meiðsli.“ Bryndís lýsir dóttur sinni sem hefðbundnum táningi. „Hún er bara venjulegur unglingur,“ segir hún um Anítu, sem lokið hefur fyrsta ári við Menntaskólann í Reykjavík og starfar meðfram því á kaffihúsi. Bryndís fær ekki að faðma dóttur sína strax því Aníta er á leið til Ítalíu á EM 19 ára og yngri. Hún verður því erlendis út vikun. „Ég vona bara að hún njóti stundarinnar núna. Þú veist hvernig þessir íþróttamenn eru. Þeir hugsa strax um það næsta. En það er hugarfarið sem þarf.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Sjá meira
„Ég eiginilega gat ekki horft á þetta. Ég gægðist bara við og við því ég var svo kvíðin,“ segir Bryndís Ernstsdóttir, móðir nýkrýnds heimsmeistara. Aníta Hinriksdótir kom langfyrst í mark í úrslitahlaupinu í Donetsk í Úkraínu í gær. Tími hennar var 2:01,13 og var hún rúmum tveimur sekúndum á undan næsta keppanda. Ekki nóg með það heldur bætti hún mótsmetið um tæpa hálfa sekúndu. „Það var ekki fyrr en ég sá hana koma í mark að ég gat slakað á. Hún settist niður, hallaði aftur höfðinu og þá kom svipur á hana sem sagði mér að þetta hefði allt saman tekist,“ segir Bryndís. „Fyrir mig snýst þetta um hvernig barninu mínu líður.“Aníta fékk gott faðmlag frá lukkudýri mótsins í Donetsk eftir að sigurinn var í höfn.Nordicphotos/GettyÞurfti enga hjálp Aníta, sem varð 17 ára í janúar, hefur æft frjálsar íþróttir með ÍR frá tíu ára aldri. Bryndís segist þó aldrei hafa verið viss um að Aníta yrði hlaupari. „Hún prófaði júdó, sund, körfubolta og fleira en endaði í frjálsum,“ segir Bryndís, sem er reyndur hlaupari og það er systir hennar, Martha Ernstsdóttir, ekki síður. Martha keppti á sínum tíma í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. „Ætli hún hafi ekki valið hlaupin því öll fjölskyldan var í hlaupum,“ segir Bryndís, sem nefnir einnig eiginmann sinn og fósturföður Anítu auk bróður sinn til sögunnar sem hafa hlaupið fyrir ÍR. Bryndís segist ekki muna eftir því hvenær hún hafi áttað sig á því hve hæfileikarík Aníta væri á hlaupasviðinu. Hún man þó vel eftir því þegar hún áttaði sig á því að Aníta stæði henni framar. „Það var í Vesturgötuhlaupinu á Ísafirði þegar hún var tólf ára. Ég átti að hjálpa henni í hlaupinu,“ rifjar Bryndís upp og hlupu þær mæðgur hlið við hlið. „Svo kom einhver strákur sem ætlaði að vinna hana og þá var hún rokin,“ segir Bryndís létt.Vinnur á kaffihúsi Bryndís segir uppskriftina að árangri Anítu hve einbeitt hún sé. „Hún var farin að verða einbeitt á að ná árangri löngu áður en hún varð tilbúin,“ segir Bryndís. Hún segir þetta í raun hafa gerst jafnt og þétt og fjölskyldan sé í raun undrandi á góðum árangri hennar. „Þetta hefur gerst svo vandræðalaust og hún hefur verið alveg laus við meiðsli.“ Bryndís lýsir dóttur sinni sem hefðbundnum táningi. „Hún er bara venjulegur unglingur,“ segir hún um Anítu, sem lokið hefur fyrsta ári við Menntaskólann í Reykjavík og starfar meðfram því á kaffihúsi. Bryndís fær ekki að faðma dóttur sína strax því Aníta er á leið til Ítalíu á EM 19 ára og yngri. Hún verður því erlendis út vikun. „Ég vona bara að hún njóti stundarinnar núna. Þú veist hvernig þessir íþróttamenn eru. Þeir hugsa strax um það næsta. En það er hugarfarið sem þarf.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Sjá meira