Dísilvélin fer á HM í Moskvu Stefán Árni Pálsson skrifar 29. júní 2013 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir verður meðal þátttakenda á heimsmeistaramótinu í Moskvu sem fram fer í ágúst. Nordicphotos/AFP Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur tilkynnt Frjálsíþróttasambandi Íslands að hún ætli sér ekki að taka þátt á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fer í Moskvu 10.-18. ágúst næstkomandi. Hún vill frekar einbeita sér að heimsmeistaramóti 17 ára og yngri og Evrópumeistaramóti 19 ára, en þessi mót fara bæði fram í júlí. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur því í staðinn fengið leyfi til að senda spjótkastarann Ásdísi Hjálmsdóttur út til Moskvu. Ásdís var hársbreidd frá því að ná lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið í Sollentuna í Svíþjóð á fimmtudaginn þegar hún kastaði 59,97 metra og var því þremur sentímetrum frá lágmarkinu. „Við höfum tök á því að senda tvo keppendur á heimsmeistaramótið og fyrst Aníta [Hinriksdóttir] tekur þessa ákvörðun gátum við sent Ásdísi Hjálmsdóttur á mótið,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. „Ég hef nú þegar fengið leyfi hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu til að senda Ásdísi [Hjálmsdóttur] á mótið. Hana vantar ennþá þrjá sentímetra til að ná lágmarkinu en þetta tekur mikla pressu af henni og hún getur því einbeitt sér betur.“ Ásdís Hjálmsdóttir ætlar sér að vera komin í sitt besta form fyrir heimsmeistaramótið. „Ég er að finna mig vel núna og loksins er ég að ná betri tökum á tækninni,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir.Flott ákvörðun „Mér finnst þetta mjög skynsamleg ákvörðun hjá Anítu [Hinriksdóttur] og ég veit að hún hefur tekið þessa ákvörðun í samráði við þjálfarana sína. Hún er bæði að fara að taka þátt á HM 17 ára og yngri sem og Evrópumeistaramóti 19 ára í júlí og það er í sjálfu sér rosalega mikið fyrir 17 ára stelpu. Að ætla sér að fara á heimsmeistaramót einum mánuði síðar er allt of mikið álag, það er bara rosalega erfitt að vera í topp formi allan þennan tíma. Hún er rosalega ung og á eftir að taka þátt á mörgum heimsmeistaramótum í framtíðinni. Þetta er bara ofboðslega skynsamleg ákvörðun og það segi ég ekki vegna þess að ég er allt í einu komin inn á HM.“Tók mig í gegn „Mér hefur gengið upp og niður að undanförnu en eftir gott samtal við þjálfarann minn [Terry McHugh], þar sem hann tók mig gjörsamlega í gegn, hefur mér liðið betur og ég finn að þetta er allt að koma. Núna tekur við hjá mér tveggja vikna æfingatímabil og gott að standa sig vel rétt fyrir slík átök til að efla sjálfstraustið. Ég stefni síðan á að vera komin í algjört toppform eftir þann tíma. Strax í kjölfarið mun ég keppa á þremur mótum í júlí.“ Eins og áður segir var Ásdís þremur sentímetrum frá lágmarkinu á heimsmeistaramótið í gær. Hún hefur aftur á mótið fengið keppnisrétt á mótið. „Mér var tilkynnt á fimmtudaginn, rétt áður en ég átti að keppa í Svíþjóð, að Aníta [Hinriksdóttir] myndi ekki fara á heimsmeistaramótið og að ég væri komin inn. Það var því aldrei nein pressa á mér. Það hafði samt sem áður lítil áhrif á mig, þar sem ég hafði ákveðið að setja enga pressu á mig á fimmtudaginn. Takmarkið var bara að laga ákveðna hluti í tækninni og byggja svo ofan á það.“Dísilvélin „Það tekur mig oft þó nokkuð langan tíma að komast á skrið í spjótinu. Ég er eins konar dísilvél og oftast hef ég tryggt mig seint inn á stórmót. Það er einfaldlega ekki hægt að vera í toppformi í marga mánuði og það snýst allt um að toppa á réttum tíma í þessari íþrótt. Ef maður er of þreyttur eða illa upplagður kemur það bara niður á frammistöðunni. Ég er í þyngri æfingum núna til að geta slakað á í nokkrar vikur fyrir HM svo ég verði úthvíld fyrir mótið.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Njarðvík - Haukar | Endurtekning á úrslitaeinvíginu Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur tilkynnt Frjálsíþróttasambandi Íslands að hún ætli sér ekki að taka þátt á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fer í Moskvu 10.-18. ágúst næstkomandi. Hún vill frekar einbeita sér að heimsmeistaramóti 17 ára og yngri og Evrópumeistaramóti 19 ára, en þessi mót fara bæði fram í júlí. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur því í staðinn fengið leyfi til að senda spjótkastarann Ásdísi Hjálmsdóttur út til Moskvu. Ásdís var hársbreidd frá því að ná lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið í Sollentuna í Svíþjóð á fimmtudaginn þegar hún kastaði 59,97 metra og var því þremur sentímetrum frá lágmarkinu. „Við höfum tök á því að senda tvo keppendur á heimsmeistaramótið og fyrst Aníta [Hinriksdóttir] tekur þessa ákvörðun gátum við sent Ásdísi Hjálmsdóttur á mótið,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. „Ég hef nú þegar fengið leyfi hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu til að senda Ásdísi [Hjálmsdóttur] á mótið. Hana vantar ennþá þrjá sentímetra til að ná lágmarkinu en þetta tekur mikla pressu af henni og hún getur því einbeitt sér betur.“ Ásdís Hjálmsdóttir ætlar sér að vera komin í sitt besta form fyrir heimsmeistaramótið. „Ég er að finna mig vel núna og loksins er ég að ná betri tökum á tækninni,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir.Flott ákvörðun „Mér finnst þetta mjög skynsamleg ákvörðun hjá Anítu [Hinriksdóttur] og ég veit að hún hefur tekið þessa ákvörðun í samráði við þjálfarana sína. Hún er bæði að fara að taka þátt á HM 17 ára og yngri sem og Evrópumeistaramóti 19 ára í júlí og það er í sjálfu sér rosalega mikið fyrir 17 ára stelpu. Að ætla sér að fara á heimsmeistaramót einum mánuði síðar er allt of mikið álag, það er bara rosalega erfitt að vera í topp formi allan þennan tíma. Hún er rosalega ung og á eftir að taka þátt á mörgum heimsmeistaramótum í framtíðinni. Þetta er bara ofboðslega skynsamleg ákvörðun og það segi ég ekki vegna þess að ég er allt í einu komin inn á HM.“Tók mig í gegn „Mér hefur gengið upp og niður að undanförnu en eftir gott samtal við þjálfarann minn [Terry McHugh], þar sem hann tók mig gjörsamlega í gegn, hefur mér liðið betur og ég finn að þetta er allt að koma. Núna tekur við hjá mér tveggja vikna æfingatímabil og gott að standa sig vel rétt fyrir slík átök til að efla sjálfstraustið. Ég stefni síðan á að vera komin í algjört toppform eftir þann tíma. Strax í kjölfarið mun ég keppa á þremur mótum í júlí.“ Eins og áður segir var Ásdís þremur sentímetrum frá lágmarkinu á heimsmeistaramótið í gær. Hún hefur aftur á mótið fengið keppnisrétt á mótið. „Mér var tilkynnt á fimmtudaginn, rétt áður en ég átti að keppa í Svíþjóð, að Aníta [Hinriksdóttir] myndi ekki fara á heimsmeistaramótið og að ég væri komin inn. Það var því aldrei nein pressa á mér. Það hafði samt sem áður lítil áhrif á mig, þar sem ég hafði ákveðið að setja enga pressu á mig á fimmtudaginn. Takmarkið var bara að laga ákveðna hluti í tækninni og byggja svo ofan á það.“Dísilvélin „Það tekur mig oft þó nokkuð langan tíma að komast á skrið í spjótinu. Ég er eins konar dísilvél og oftast hef ég tryggt mig seint inn á stórmót. Það er einfaldlega ekki hægt að vera í toppformi í marga mánuði og það snýst allt um að toppa á réttum tíma í þessari íþrótt. Ef maður er of þreyttur eða illa upplagður kemur það bara niður á frammistöðunni. Ég er í þyngri æfingum núna til að geta slakað á í nokkrar vikur fyrir HM svo ég verði úthvíld fyrir mótið.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Njarðvík - Haukar | Endurtekning á úrslitaeinvíginu Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira