Mjög erfið ákvörðun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. júní 2013 06:00 Sigurður Ragnar segir að valið hafi verið erfitt en hann valdi þær bestu í dag að hans mati. fréttablaðið/arnþór „Hún hefur staðið sig vel undanfarin ár en mér fannst á þessu ári að hún hefði ekki náð að spila á sama styrkleika og undanfarin ár, bæði með landsliðinu og félagsliðinu. Hún spilaði ekki síðustu tvo leiki Chelsea-liðsins og er dottin út úr liðinu þar,“ sagði Sigurður Ragnar um fjarveru Eddu Garðarsdóttur frá hópnum. „Þetta var mjög erfið ákvörðun sem ég tilkynnti henni í gærkvöldi. Hún tók því ekki vel enda mikil keppnismanneskja. Ég verð samt að vera trúr minni sannfæringu um hvaða 23 leikmenn eru bestir í liðið í dag. Edda var í samkeppni við góða miðjumenn. Ef fólk lítur á hópinn er erfitt að segja hvaða miðjumaður eigi að detta út fyrir hana. Það er mikil samkeppni og ég valdi þá 23 leikmenn sem mér finnst vera bestir í dag.“ Edda er orðin 34 ára gömul og hefur spilað 103 landsleiki. Sigurður útilokar ekki að hún eigi eftir að spila fleiri landsleiki síðar.Óvissa með Þóru og Sif Landsliðsþjálfarinn valdi tvo meidda leikmenn í hópinn, markvörðinn Þóru B. Helgadóttur og varnarmanninn Sif Atladóttur. Sigurður vonast til þess að þær verði búnar að jafna sig í tíma. „Ég er búinn að velta þessum hópi fyrir mér í langan tíma og hann hefur eðlilega breyst aðeins. Valið var samt erfitt og það var sérstaklega erfitt að velja núna því það er ansi mikið undir hjá okkur,“ sagði Sigurður, en hann skilur líka framherjann efnilega Söndu Maríu Jessen eftir heima. „Hún hefur verið með okkur og væri eflaust í hópnum ef hún væri búin að finna sitt gamla form. Hún hefur verið mikið meidd og er ekki alveg komin í sama stand og áður.“ Það er einn nýliði í hópnum og það er Stjörnustúlkan efnilega, Anna Björk Kristjánsdóttir. „Hún er hafsent og staðið sig mjög vel í sumar. Er reyndar aðeins meidd núna en á að ná sér. Við viljum hafa aukahafsent í hópnum. Katrín Jóns og Glódís Perla eru þarna og svo Sif sem er tæp. Hún er að spila alla leiki með Glódísi, þær þekkja hvor aðra og eru að spila þrusuvel.“ Gengi landsliðsins á árinu hefur ekki verið gott og er lítil ástæða til bjartsýni miðað við það. Aðeins einn leikur af sjö á þessu ári hefur unnist. Sigurður Ragnar segir það ekki skipta öllu máli og hann segir að möguleikar Íslands í riðlinum liggi í leikjunum gegn Noregi og Hollandi. Það verði aftur á móti við ramman reip að draga gegn ógnarsterku liði Þýskalands. „Markmið okkar er að komast upp úr riðlinum og í átta liða úrslit. Það er mjög krefjandi markmið enda eru þetta hörkulið sem við erum að mæta. Leikirnir gegn Noregi undanfarin ár hafa verið mjög jafnir. Það er erfiðara að tala um Holland enda höfum við aðeins spilað einu sinni við þær síðan ég tók við. Sá leikur endaði með jafntefli.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
„Hún hefur staðið sig vel undanfarin ár en mér fannst á þessu ári að hún hefði ekki náð að spila á sama styrkleika og undanfarin ár, bæði með landsliðinu og félagsliðinu. Hún spilaði ekki síðustu tvo leiki Chelsea-liðsins og er dottin út úr liðinu þar,“ sagði Sigurður Ragnar um fjarveru Eddu Garðarsdóttur frá hópnum. „Þetta var mjög erfið ákvörðun sem ég tilkynnti henni í gærkvöldi. Hún tók því ekki vel enda mikil keppnismanneskja. Ég verð samt að vera trúr minni sannfæringu um hvaða 23 leikmenn eru bestir í liðið í dag. Edda var í samkeppni við góða miðjumenn. Ef fólk lítur á hópinn er erfitt að segja hvaða miðjumaður eigi að detta út fyrir hana. Það er mikil samkeppni og ég valdi þá 23 leikmenn sem mér finnst vera bestir í dag.“ Edda er orðin 34 ára gömul og hefur spilað 103 landsleiki. Sigurður útilokar ekki að hún eigi eftir að spila fleiri landsleiki síðar.Óvissa með Þóru og Sif Landsliðsþjálfarinn valdi tvo meidda leikmenn í hópinn, markvörðinn Þóru B. Helgadóttur og varnarmanninn Sif Atladóttur. Sigurður vonast til þess að þær verði búnar að jafna sig í tíma. „Ég er búinn að velta þessum hópi fyrir mér í langan tíma og hann hefur eðlilega breyst aðeins. Valið var samt erfitt og það var sérstaklega erfitt að velja núna því það er ansi mikið undir hjá okkur,“ sagði Sigurður, en hann skilur líka framherjann efnilega Söndu Maríu Jessen eftir heima. „Hún hefur verið með okkur og væri eflaust í hópnum ef hún væri búin að finna sitt gamla form. Hún hefur verið mikið meidd og er ekki alveg komin í sama stand og áður.“ Það er einn nýliði í hópnum og það er Stjörnustúlkan efnilega, Anna Björk Kristjánsdóttir. „Hún er hafsent og staðið sig mjög vel í sumar. Er reyndar aðeins meidd núna en á að ná sér. Við viljum hafa aukahafsent í hópnum. Katrín Jóns og Glódís Perla eru þarna og svo Sif sem er tæp. Hún er að spila alla leiki með Glódísi, þær þekkja hvor aðra og eru að spila þrusuvel.“ Gengi landsliðsins á árinu hefur ekki verið gott og er lítil ástæða til bjartsýni miðað við það. Aðeins einn leikur af sjö á þessu ári hefur unnist. Sigurður Ragnar segir það ekki skipta öllu máli og hann segir að möguleikar Íslands í riðlinum liggi í leikjunum gegn Noregi og Hollandi. Það verði aftur á móti við ramman reip að draga gegn ógnarsterku liði Þýskalands. „Markmið okkar er að komast upp úr riðlinum og í átta liða úrslit. Það er mjög krefjandi markmið enda eru þetta hörkulið sem við erum að mæta. Leikirnir gegn Noregi undanfarin ár hafa verið mjög jafnir. Það er erfiðara að tala um Holland enda höfum við aðeins spilað einu sinni við þær síðan ég tók við. Sá leikur endaði með jafntefli.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira