Sport

Blanc ræðir við PSG í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Laurent Blanc
Laurent Blanc Mynd / getty images
Laurent Blanc, fyrrverandi landsliðsþjálfari Frakklands, mun ræða við forráðamenn Paris Saint-Germain síðar í dag og líklega mun stjórinn taka formlega við liðinu.

Samkvæmt frönskum miðlum mun Blanc gera tveggja ára samning við klúbbinn.

Carlo Ancelotti, fyrrum stjóri PSG, mun ekki stýra liðinu á næsta tímabili en hann tekur væntanlega við spænska stórliðinu Real Madrid á allra næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×