Innlent

10.000 hafa sótt Fréttablaðs-appið

Þorgils Jónsson skrifar
Lesendur Fréttablaðsins hafa í þúsundavís sótt sér smáforrit blaðsins, svokallað app, í snjallsíma og spjaldtölvur sínar.
Lesendur Fréttablaðsins hafa í þúsundavís sótt sér smáforrit blaðsins, svokallað app, í snjallsíma og spjaldtölvur sínar. Fréttablaðið/Valli

Alls hefur smáforrit Fréttablaðsins verið sótt 10.000 sinnum í forritaveitur Apple og Google síðan því var hleypt af stokkunum fyrir rúmri viku.

Forritið, Fréttablaðs-appið, gerir notendum kleift að lesa hvert tölublað á snjallsímum eða spjaldtölvum og fá blöðin send í tækin á hverjum útgáfudegi.

Appið hefur verið mest sótta forritið bæði í App Store hjá Apple og Play Store fyrir tæki með Android-stýrikerfi. Um þriðjungur notenda sem sótt hafa appið notar Android-tæki en tveir þriðju nota annaðhvort iPad eða iPhone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×