Amfetamín- og rítalínfaraldur Kolbeinn Óttarsson Proppé og Þorgils Jónsson skrifar 5. júní 2013 07:00 Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Metamfetamín er miklu þekktara hér á landi nú en áður fyrr. Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Fréttablaðið. Neysla metamfetamíns einskorðaðist áður nær eingöngu við Tékkland og Slóvakíu. Það hefur verið að breiðast út um Evrópu samkvæmt árlegri skýrslu Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyf og lyfjafíkn um stöðu fíkniefnamála í Evrópu. „Það er misjafnt hvernig framboðið er á því. Það er þó miklu þekktara nú en áður, þó að við höfum ekki verið að taka það í miklu magni; söluskömmtum eða jafnvel stærri neysluskömmtum.“ Íslenski fíkniefnamarkaðurinn dregur að miklu leyti dám af straumum og stefnum í Evrópu, segir Karl Steinar. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að tilbúin fíkniefni, til dæmis amfetamín og skyld efni, hafi sífellt verið að að ryðja sér meira til rúms síðustu ár. Þá er átt við efni sem búin eru til frá grunni en byggja ekki á náttúrulegum afurðum eins og kókaín eða heróín. Mörg þessara efna eru ný þannig að ekki er enn búið að banna þau. Í fyrra fundust til að mynda 73 áður óþekkt efni í ríkjum Evrópusambandsins, þar af 19 efni sem skyld eru amfetamíni og MDMA (e-töflum). „Uppgangur amfetamíns hér á landi, eða efna sem eru skyld því, er alveg í takt við það og enn ein vísbendingin um að Ísland er í svipaðri stöðu og önnur lönd,“ segir Karl Steinar. Í evrópsku skýrslunni segir að þróunin sé að mörgu leyti jákvæð. Minni nýliðun sé í hópi heróínneytenda og sprautunotkun dragist saman og notkun á kannabisefnum, bæði hassi og maríjúana, sé á undanhaldi í mörgum ríkjum. Ekki miklar breytingar Þórarinn segir að kannabisreykingar séu ekki samfélagslega viðurkenndari iðja nú en áður fyrr.Fréttablaðið/anton Rítalínið er áhyggjuefnið Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir ekki hafa orðið mikil breyting á vímuefnamarkaðnum síðustu tvö til þrjú árin. Fyrir nokkru hafi rítalín, sem er löglegt lyf, komið inn á hinn ólöglega vímuefnamarkað og tekið yfir stóran hluta af neyslunni, sumir segi þriðjung eða allt að helming af markaðnum fyrir örvandi eiturlyf. „Við sjáum þetta frá Vogi að hópurinn sem er háður örvandi vímuefnum hefur notað meira af rítalíni en nokkru sinni fyrr.“Tilbúin fíkniefni sækja fram í Evrópu Ákveðinna umskipta gætir á fíkniefnamarkaðnum í Evrópu um þessar mundir þar sem tilbúin fíkniefni, efni sem framleidd eru úr kemískum efnum, eru að ryðja sér sífellt meira til rúms. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Eftirlitsmiðstöð Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (EMCDDA), sem er sjálfstæð stofnun á vegum Evrópusambandsins. Í ársskýrslu EMCDDA um stöðu fíkniefnamála í Evrópu kemur fram að þróunin sé að mörgu leyti jákvæð. Minni nýliðun er í hópi heróínneytenda, sprautunotkun dregst saman og notkun á kannabisefnum, bæði maríjúana og hassi, er á undanhaldi í mörgum ríkjum. Slæmu fréttirnar eru hins vegar þær að merkja má aukna neyslu á tilbúnum lyfjum á borð við amfetamín í hinum ýmsu myndum en einnig verða lögregluyfirvöld vör við sífellt fleiri nýjar tegundir tilbúinna efna sem jafnvel er ekki enn búið að banna, en eru framleidd til að líkja eftir áhrifum bannaðra efna. Í fyrra fundust til dæmis 73 áður óþekkt efni í ríkjum ESB, þar af nítján efni sem eru skyld amfetamíni og MDMA (E-töflum). Þá er að sjá að neysla metamfetamíns, sem áður einskorðaðist nær eingöngu við Tékkland og Slóvakíu, sé að breiðast út og hefur hennar orðið vart í Þýskalandi, Grikklandi, Kýpur og Tyrklandi. Fíkniefnamarkaðurinn er umfram allt afar kvikur og kallar, að mati skýrsluhöfunda, á að ríkin hagi stefnumótun eftir því. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Metamfetamín er miklu þekktara hér á landi nú en áður fyrr. Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Fréttablaðið. Neysla metamfetamíns einskorðaðist áður nær eingöngu við Tékkland og Slóvakíu. Það hefur verið að breiðast út um Evrópu samkvæmt árlegri skýrslu Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyf og lyfjafíkn um stöðu fíkniefnamála í Evrópu. „Það er misjafnt hvernig framboðið er á því. Það er þó miklu þekktara nú en áður, þó að við höfum ekki verið að taka það í miklu magni; söluskömmtum eða jafnvel stærri neysluskömmtum.“ Íslenski fíkniefnamarkaðurinn dregur að miklu leyti dám af straumum og stefnum í Evrópu, segir Karl Steinar. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að tilbúin fíkniefni, til dæmis amfetamín og skyld efni, hafi sífellt verið að að ryðja sér meira til rúms síðustu ár. Þá er átt við efni sem búin eru til frá grunni en byggja ekki á náttúrulegum afurðum eins og kókaín eða heróín. Mörg þessara efna eru ný þannig að ekki er enn búið að banna þau. Í fyrra fundust til að mynda 73 áður óþekkt efni í ríkjum Evrópusambandsins, þar af 19 efni sem skyld eru amfetamíni og MDMA (e-töflum). „Uppgangur amfetamíns hér á landi, eða efna sem eru skyld því, er alveg í takt við það og enn ein vísbendingin um að Ísland er í svipaðri stöðu og önnur lönd,“ segir Karl Steinar. Í evrópsku skýrslunni segir að þróunin sé að mörgu leyti jákvæð. Minni nýliðun sé í hópi heróínneytenda og sprautunotkun dragist saman og notkun á kannabisefnum, bæði hassi og maríjúana, sé á undanhaldi í mörgum ríkjum. Ekki miklar breytingar Þórarinn segir að kannabisreykingar séu ekki samfélagslega viðurkenndari iðja nú en áður fyrr.Fréttablaðið/anton Rítalínið er áhyggjuefnið Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir ekki hafa orðið mikil breyting á vímuefnamarkaðnum síðustu tvö til þrjú árin. Fyrir nokkru hafi rítalín, sem er löglegt lyf, komið inn á hinn ólöglega vímuefnamarkað og tekið yfir stóran hluta af neyslunni, sumir segi þriðjung eða allt að helming af markaðnum fyrir örvandi eiturlyf. „Við sjáum þetta frá Vogi að hópurinn sem er háður örvandi vímuefnum hefur notað meira af rítalíni en nokkru sinni fyrr.“Tilbúin fíkniefni sækja fram í Evrópu Ákveðinna umskipta gætir á fíkniefnamarkaðnum í Evrópu um þessar mundir þar sem tilbúin fíkniefni, efni sem framleidd eru úr kemískum efnum, eru að ryðja sér sífellt meira til rúms. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Eftirlitsmiðstöð Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (EMCDDA), sem er sjálfstæð stofnun á vegum Evrópusambandsins. Í ársskýrslu EMCDDA um stöðu fíkniefnamála í Evrópu kemur fram að þróunin sé að mörgu leyti jákvæð. Minni nýliðun er í hópi heróínneytenda, sprautunotkun dregst saman og notkun á kannabisefnum, bæði maríjúana og hassi, er á undanhaldi í mörgum ríkjum. Slæmu fréttirnar eru hins vegar þær að merkja má aukna neyslu á tilbúnum lyfjum á borð við amfetamín í hinum ýmsu myndum en einnig verða lögregluyfirvöld vör við sífellt fleiri nýjar tegundir tilbúinna efna sem jafnvel er ekki enn búið að banna, en eru framleidd til að líkja eftir áhrifum bannaðra efna. Í fyrra fundust til dæmis 73 áður óþekkt efni í ríkjum ESB, þar af nítján efni sem eru skyld amfetamíni og MDMA (E-töflum). Þá er að sjá að neysla metamfetamíns, sem áður einskorðaðist nær eingöngu við Tékkland og Slóvakíu, sé að breiðast út og hefur hennar orðið vart í Þýskalandi, Grikklandi, Kýpur og Tyrklandi. Fíkniefnamarkaðurinn er umfram allt afar kvikur og kallar, að mati skýrsluhöfunda, á að ríkin hagi stefnumótun eftir því.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira