Lífið

Gisele er á móti Photoshop

Gisele Bundchen er á móti tölvuforritinu Photoshop.
Gisele Bundchen er á móti tölvuforritinu Photoshop. Nordicphotos/getty

Fyrirsætan Gisele Bundchen kveðst vera á móti því að tískuljósmyndum sé breytt í tölvuforritum á borð við Photoshop. Bundchen sat fyrir á myndum fyrir sænska fatahönnuðinn Johan Lindeberg og hrósaði Svíanum fyrir viðmót hans gagnvart tölvuforritinu.

„Mér finnst að konur ættu að fá að vera hráar og það gerist nánast aldrei í tískumyndatökum. Ófullkomleiki okkar er það sem gerir okkur fallegar og einstakar. Johan skilur það og hann reynir ekki að breyta manni. Hann vill að maður sé maður sjálfur og fái að tjá sig eins og maður vill fyrir framan myndavélina,“ sagði fyrirsætan, sem mun birtast í auglýsingum fyrir fatamerki Lindeberg, BLK DNM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.