Hugarfarið skiptir öllu máli Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2013 16:00 Sigríður Dúna á vinnustofunni. Fréttablaðið/Vilhelm Sigríður Dúna er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundi Sigmundar Davíðs og Bjarna Ben á Laugarvatni og búin að prenta út stjórnarsáttmálann þegar blaðamann ber að garði. Fjöldi kvenna í áhrifastöðum hefur lengi verið til umræðu í þjóðfélaginu og nú virðist konum vera að fækka bæði í ríkisstjórn og á þingi. Sigríður Dúna segir að það sé ekki gott en bætir við: „Ég er ekki í þeirri deild sem leggur mesta áherslu á að telja hausa eftir kynferði. Mestu máli skiptir hvaða hugmyndir eru í höfðinu á fólki og hvort það hefur skilning á þeim málum sem varða jafnrétti og jafnstöðu kynjanna. Það fer ekki alltaf eftir líffræðilegu kyni,“ segir hún. En hvernig finnst henni kvennabaráttan sem hún tók þátt í hafa skilað sér áfram? „Þegar hugsað er til baka um þrjátíu ár, frá því við settum saman Kvennalistann, þá hefur gífurlega margt áunnist. Vandinn er sá að hugmyndirnar um hlutverk kynjanna eru svo fastbundnar í menningunni að það tekur langan tíma að breyta þeim, miklu lengri en að breyta lögum og reglum.“ Hún tekur sem dæmi lög frá 1911 um jafnan rétt kvenna og karla til háskólanáms, styrkja og embætta. „Það leið hálf öld frá lagasetningunni þar til konur fóru að ráði að sækja háskóla og 60 ár þar til fyrsta konan vígðist prestur. Því olli ekki skortur á réttindum heldur hugarfar,“ bendir hún á.Fjárhagslegt sjálfstæði stórmál Lög um jöfn laun kvenna og karla eru meðal þeirra sem dregst að framfylgja. „Mér þótti athyglisvert að í miðri nýafstaðinni kosningabaráttu fengum við enn eina könnunina um óútskýrðan launamun kynjanna en hún var varla rædd af frambjóðendum. Þegar Kvennalistinn var og hét hefði enginn komist hjá því að ræða könnum sem þessa í aðdraganda kosninga.“ Þar sem hún heldur á hinum nýja stjórnarsáttmála Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gluggar Sigríður Dúna í jafnréttiskaflann. Hún er ánægð að þar stendur að fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinga sé grundvöllur jafnréttis og að huga þurfi að því, óháð hjúskaparstöðu. „Þessi klausa lætur lítið yfir sér en er stórmál,“ segir hún. „Það er búið að samtengja fjárhag hjóna með ýmsu móti í lögum enda er nú alltaf talað um „heimilin í landinu“. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna, sem alla tíð hefur verið baráttumál kvenfrelsissinna, hefur ekki verið á dagskrá. Það er arfaslæmt og ég velti fyrir mér hvort þetta viðhaldi meðal annars óbeint launamun kynjanna, að vinnuveitendur hugsi sem svo að ef þeir borga körlunum hærri laun þá komi það konunum þeirra til góða?“ Sjálf hefur Sigríður Dúna lengi verið fjárhagslega sjálfstæð og látið fátt stoppa sig. Hún heillaðist af ævintýra-og ferðabókum sem barn og þegar hún heyrði minnst á mannfræði las hún sér til um hana í alfræðibókum því ekkert var internetið á þeim tíma. Strax að stúdentsprófi loknu hélt hún til London til náms í mannfræði við London School of Economics. Það var árið 1972. Síðar fór hún til Bandaríkjanna og lauk doktorsprófi frá Rochester en kenndi mannfræði við Háskóla Íslands jafnhliða náminu. Það er hún einnig að gera í dag enda prófessor í mannfræði við HÍ. Í millitíðinni hefur hún bæði verið á Alþingi Íslendinga og í utanríkisþjónustunni. „Ég er mannfræðingur að ævistarfi því mannfræðin gefur ákveðna sýn á þau viðfangsefni sem mæta manni í lífinu og hún hefur nýst mér, alveg sama hvar ég hef borið niður.“Öryggisstúss og áhyggjur Árið 2006 fékk Sigríður Dúna launalaust leyfi frá HÍ og fór til starfa fyrir utanríkisþjónustu Íslands í Suður-Afríku. Sigríður, 12 ára dóttir hennar, fór með henni en voru þær í öruggu umhverfi? „Nei, enda fór mikill tími í öryggisstúss og áhyggjur. Við ókum í læstum bíl á milli staða og læstum að okkur þegar sólin gekk til viðar. Dóttir mín var ansi dugleg en svo þreifst hún eðlilega ekki í þessu umhverfi og fékk þá ósk uppfyllta að fara heim til pabba síns, Friðriks Sophussonar, sem var í fullri vinnu hjá Landsvirkjun en kom til okkar eins oft og hann gat. Ég hafði afar gaman af starfinu í Afríku en skylda mín var fyrst og fremst við dóttur mína svo ég sótti um flutning og eftir tveggja ára dvöl í Suður-Afríku var ég send til Noregs sem sendiherra. Nokkrum vikum eftir að ég kom til Óslóar varð bankahrunið hér og Friðrik sem ætlaði að hætta hjá Landsvirkjun var beðinn að stjórna henni ár í viðbót svo við bjuggum saman mæðgurnar í Ósló.“ Hún segir aðstæður fólks í Suður-Afríku og Noregi gerólíkar þó að bæði löndin séu rík. „Munurinn er sá að í Suður-Afríku er ríkidæmið á höndum örlítils brots þjóðarinnar en í Noregi er meiri jöfnuður.“Leiðir göngu um slóðir Ólafíu Áður en Sigríður Dúna flutti til Óslóar hafði hún dvalið þar við heimildaöflun vegna ritunar bókar um Ólafíu Jóhannsdóttur sem starfaði að líknarmálum í Ósló upp úr aldamótunum 1900. „Norðmenn eru hrifnir af Ólafíu og íslenski söfnuðurinn í Ósló hefur líka haldið minningu hennar á lofti. Sóknarprestur þar er séra Arna Grétarsdóttir og við unnum mikið saman í kjölfar bankahrunsins því sendiráðið var bara þriggja manna og gat ekki sinnt öllum þeim vanda sem fylgdi mikilli fjölgun Íslendinga í Noregi. Því var stuðningur safnaðarins ómetanlegur. Meðal annars var stofnaður sjóður í nafni Ólafíu sem styrkir bágstadda Íslendinga og þar er ég stjórnarformaður og þykir vænt um. Við vinnum í anda Ólafíu og ef fólk verður fyrir áföllum má sækja um aðstoð til okkar en aðeins einu sinni því sjóðurinn er ekki stærri en það.“ Í ár hefði Ólafía Jóhannsdóttir orðið 150 ára og í tilefni þess verður haldin Ólafíuhátíð 8.-9. júní í Ósló. Þá mun Sigríður Dúna leiða þriggja tíma göngu um slóðir Ólafíu í Ósló og segja frá lífi hennar og starfi. Allir eru velkomnir í gönguna sem verður 8. júní og hefst klukkan 14.00. Safnast er saman við styttu skáldsins Wergeland í miðborg Óslóar.Vannærð börn orðin sælleg En hvað var Sigríður Dúna að gera á Grænhöfðaeyjum í mars? „Ég var meðal annars að skoða breytingar sem orðið hafa á lífskjörum fólks þar á 30 árum, þær eru undraverðar. Ég var þar við mannfræðirannsóknir 1984. Þá voru eyjarnar eitt fátækasta ríki heims. Þar var eymd, vannærð börn og vonleysi. Nú, þrjátíu árum seinna, sá ég sælleg börn, iðandi atvinnulíf og fullt af konum í vinnu. Miklu máli skipti að árið 1991 komst virkt fjölflokkalýðræði á í landinu þannig að kjósendur geta skipt um stjórnvöld ef þeim býður svo við að horfa. Vandi margra Afríkuríkja er að þar eru gömlu frelsishreyfingarnar enn við völd og þurfa ekki að óttast kjósendur. Einnig var efnahagskerfi eyjanna opnað og erlendri fjárfestingu hleypt inn í landið. Ríkið er með þeim fremstu í Afríku í dag í efnahags- og stjórnmálalegri þróun og mikilvæg fyrirmynd í þessum heimshluta.“ Sendiráði Íslands í Suður-Afríku var lokað eftir bankahrunið í sparnaðarskyni. Sigríði Dúnu þykir það miður. „Menn halda að í Afríku sé tóm eymd, ofbeldi og alnæmi og að við höfum ekkert þangað að gera nema kannski í þróunarstarfi. En Afríka er að rétta úr kútnum, þar er nýr, stór markaður að opnast og honum fylgja mikil viðskiptatækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf ekki síst í tæknigreinum og orkuiðnaði.“ Spurð hvort tölvusamskipti geti ekki í sumum tilfellum komið í stað sendiherra svarar hún: „Sumt geta tölvurnar en ekkert kemur í stað persónulegra samskipta sendiherra við ráðamenn á vettvangi.“Þú ert orðin amma Við höfum ekkert farið út í persónuleg mál Sigríðar Dúnu. Skyldi hún vera orðin amma? „Já,“ segir hún brosandi. „Ég varð amma fyrir tæpum fimm árum, akkúrat í miðju bankahruni. Þann 13. október 2008 var ég að tala í síma snemma morguns við hollenska sendiherrann út af Icesave og á annarri línu var sonur minn að segja: „Þú ert orðin amma!“ Það var nú heldur betur hressandi í miðju fárinu. Í ágúst síðastliðnum kom svo lítil stúlka í heiminn og nú á ég tvö barnabörn auk allra þeirra sem ég á á ská með Friðriki. Það er sko kátt í höllinni þegar við komum saman get ég sagt þér.“ Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Sigríður Dúna er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundi Sigmundar Davíðs og Bjarna Ben á Laugarvatni og búin að prenta út stjórnarsáttmálann þegar blaðamann ber að garði. Fjöldi kvenna í áhrifastöðum hefur lengi verið til umræðu í þjóðfélaginu og nú virðist konum vera að fækka bæði í ríkisstjórn og á þingi. Sigríður Dúna segir að það sé ekki gott en bætir við: „Ég er ekki í þeirri deild sem leggur mesta áherslu á að telja hausa eftir kynferði. Mestu máli skiptir hvaða hugmyndir eru í höfðinu á fólki og hvort það hefur skilning á þeim málum sem varða jafnrétti og jafnstöðu kynjanna. Það fer ekki alltaf eftir líffræðilegu kyni,“ segir hún. En hvernig finnst henni kvennabaráttan sem hún tók þátt í hafa skilað sér áfram? „Þegar hugsað er til baka um þrjátíu ár, frá því við settum saman Kvennalistann, þá hefur gífurlega margt áunnist. Vandinn er sá að hugmyndirnar um hlutverk kynjanna eru svo fastbundnar í menningunni að það tekur langan tíma að breyta þeim, miklu lengri en að breyta lögum og reglum.“ Hún tekur sem dæmi lög frá 1911 um jafnan rétt kvenna og karla til háskólanáms, styrkja og embætta. „Það leið hálf öld frá lagasetningunni þar til konur fóru að ráði að sækja háskóla og 60 ár þar til fyrsta konan vígðist prestur. Því olli ekki skortur á réttindum heldur hugarfar,“ bendir hún á.Fjárhagslegt sjálfstæði stórmál Lög um jöfn laun kvenna og karla eru meðal þeirra sem dregst að framfylgja. „Mér þótti athyglisvert að í miðri nýafstaðinni kosningabaráttu fengum við enn eina könnunina um óútskýrðan launamun kynjanna en hún var varla rædd af frambjóðendum. Þegar Kvennalistinn var og hét hefði enginn komist hjá því að ræða könnum sem þessa í aðdraganda kosninga.“ Þar sem hún heldur á hinum nýja stjórnarsáttmála Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gluggar Sigríður Dúna í jafnréttiskaflann. Hún er ánægð að þar stendur að fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinga sé grundvöllur jafnréttis og að huga þurfi að því, óháð hjúskaparstöðu. „Þessi klausa lætur lítið yfir sér en er stórmál,“ segir hún. „Það er búið að samtengja fjárhag hjóna með ýmsu móti í lögum enda er nú alltaf talað um „heimilin í landinu“. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna, sem alla tíð hefur verið baráttumál kvenfrelsissinna, hefur ekki verið á dagskrá. Það er arfaslæmt og ég velti fyrir mér hvort þetta viðhaldi meðal annars óbeint launamun kynjanna, að vinnuveitendur hugsi sem svo að ef þeir borga körlunum hærri laun þá komi það konunum þeirra til góða?“ Sjálf hefur Sigríður Dúna lengi verið fjárhagslega sjálfstæð og látið fátt stoppa sig. Hún heillaðist af ævintýra-og ferðabókum sem barn og þegar hún heyrði minnst á mannfræði las hún sér til um hana í alfræðibókum því ekkert var internetið á þeim tíma. Strax að stúdentsprófi loknu hélt hún til London til náms í mannfræði við London School of Economics. Það var árið 1972. Síðar fór hún til Bandaríkjanna og lauk doktorsprófi frá Rochester en kenndi mannfræði við Háskóla Íslands jafnhliða náminu. Það er hún einnig að gera í dag enda prófessor í mannfræði við HÍ. Í millitíðinni hefur hún bæði verið á Alþingi Íslendinga og í utanríkisþjónustunni. „Ég er mannfræðingur að ævistarfi því mannfræðin gefur ákveðna sýn á þau viðfangsefni sem mæta manni í lífinu og hún hefur nýst mér, alveg sama hvar ég hef borið niður.“Öryggisstúss og áhyggjur Árið 2006 fékk Sigríður Dúna launalaust leyfi frá HÍ og fór til starfa fyrir utanríkisþjónustu Íslands í Suður-Afríku. Sigríður, 12 ára dóttir hennar, fór með henni en voru þær í öruggu umhverfi? „Nei, enda fór mikill tími í öryggisstúss og áhyggjur. Við ókum í læstum bíl á milli staða og læstum að okkur þegar sólin gekk til viðar. Dóttir mín var ansi dugleg en svo þreifst hún eðlilega ekki í þessu umhverfi og fékk þá ósk uppfyllta að fara heim til pabba síns, Friðriks Sophussonar, sem var í fullri vinnu hjá Landsvirkjun en kom til okkar eins oft og hann gat. Ég hafði afar gaman af starfinu í Afríku en skylda mín var fyrst og fremst við dóttur mína svo ég sótti um flutning og eftir tveggja ára dvöl í Suður-Afríku var ég send til Noregs sem sendiherra. Nokkrum vikum eftir að ég kom til Óslóar varð bankahrunið hér og Friðrik sem ætlaði að hætta hjá Landsvirkjun var beðinn að stjórna henni ár í viðbót svo við bjuggum saman mæðgurnar í Ósló.“ Hún segir aðstæður fólks í Suður-Afríku og Noregi gerólíkar þó að bæði löndin séu rík. „Munurinn er sá að í Suður-Afríku er ríkidæmið á höndum örlítils brots þjóðarinnar en í Noregi er meiri jöfnuður.“Leiðir göngu um slóðir Ólafíu Áður en Sigríður Dúna flutti til Óslóar hafði hún dvalið þar við heimildaöflun vegna ritunar bókar um Ólafíu Jóhannsdóttur sem starfaði að líknarmálum í Ósló upp úr aldamótunum 1900. „Norðmenn eru hrifnir af Ólafíu og íslenski söfnuðurinn í Ósló hefur líka haldið minningu hennar á lofti. Sóknarprestur þar er séra Arna Grétarsdóttir og við unnum mikið saman í kjölfar bankahrunsins því sendiráðið var bara þriggja manna og gat ekki sinnt öllum þeim vanda sem fylgdi mikilli fjölgun Íslendinga í Noregi. Því var stuðningur safnaðarins ómetanlegur. Meðal annars var stofnaður sjóður í nafni Ólafíu sem styrkir bágstadda Íslendinga og þar er ég stjórnarformaður og þykir vænt um. Við vinnum í anda Ólafíu og ef fólk verður fyrir áföllum má sækja um aðstoð til okkar en aðeins einu sinni því sjóðurinn er ekki stærri en það.“ Í ár hefði Ólafía Jóhannsdóttir orðið 150 ára og í tilefni þess verður haldin Ólafíuhátíð 8.-9. júní í Ósló. Þá mun Sigríður Dúna leiða þriggja tíma göngu um slóðir Ólafíu í Ósló og segja frá lífi hennar og starfi. Allir eru velkomnir í gönguna sem verður 8. júní og hefst klukkan 14.00. Safnast er saman við styttu skáldsins Wergeland í miðborg Óslóar.Vannærð börn orðin sælleg En hvað var Sigríður Dúna að gera á Grænhöfðaeyjum í mars? „Ég var meðal annars að skoða breytingar sem orðið hafa á lífskjörum fólks þar á 30 árum, þær eru undraverðar. Ég var þar við mannfræðirannsóknir 1984. Þá voru eyjarnar eitt fátækasta ríki heims. Þar var eymd, vannærð börn og vonleysi. Nú, þrjátíu árum seinna, sá ég sælleg börn, iðandi atvinnulíf og fullt af konum í vinnu. Miklu máli skipti að árið 1991 komst virkt fjölflokkalýðræði á í landinu þannig að kjósendur geta skipt um stjórnvöld ef þeim býður svo við að horfa. Vandi margra Afríkuríkja er að þar eru gömlu frelsishreyfingarnar enn við völd og þurfa ekki að óttast kjósendur. Einnig var efnahagskerfi eyjanna opnað og erlendri fjárfestingu hleypt inn í landið. Ríkið er með þeim fremstu í Afríku í dag í efnahags- og stjórnmálalegri þróun og mikilvæg fyrirmynd í þessum heimshluta.“ Sendiráði Íslands í Suður-Afríku var lokað eftir bankahrunið í sparnaðarskyni. Sigríði Dúnu þykir það miður. „Menn halda að í Afríku sé tóm eymd, ofbeldi og alnæmi og að við höfum ekkert þangað að gera nema kannski í þróunarstarfi. En Afríka er að rétta úr kútnum, þar er nýr, stór markaður að opnast og honum fylgja mikil viðskiptatækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf ekki síst í tæknigreinum og orkuiðnaði.“ Spurð hvort tölvusamskipti geti ekki í sumum tilfellum komið í stað sendiherra svarar hún: „Sumt geta tölvurnar en ekkert kemur í stað persónulegra samskipta sendiherra við ráðamenn á vettvangi.“Þú ert orðin amma Við höfum ekkert farið út í persónuleg mál Sigríðar Dúnu. Skyldi hún vera orðin amma? „Já,“ segir hún brosandi. „Ég varð amma fyrir tæpum fimm árum, akkúrat í miðju bankahruni. Þann 13. október 2008 var ég að tala í síma snemma morguns við hollenska sendiherrann út af Icesave og á annarri línu var sonur minn að segja: „Þú ert orðin amma!“ Það var nú heldur betur hressandi í miðju fárinu. Í ágúst síðastliðnum kom svo lítil stúlka í heiminn og nú á ég tvö barnabörn auk allra þeirra sem ég á á ská með Friðriki. Það er sko kátt í höllinni þegar við komum saman get ég sagt þér.“
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira