Lífið

Háskólanemi siglir undir fölsku flaggi

Ný hlutverk Zac Efron reynir fyrir sér í nýjum hlutverkum.
Nordicphotos/getty
Ný hlutverk Zac Efron reynir fyrir sér í nýjum hlutverkum. Nordicphotos/getty

Leikarinn Zac Efron er sagður koma til greina í aðalhlutverk kvikmyndarinnar Narc. Myndin segir frá efnilegum háskólanema sem gripinn er glóðvolgur við sölu á eiturlyfjum og gengur til liðs við lögregluna til að komast hjá fangelsisvist.

Söguþræði myndarinnar hefur verið líkt við Donnie Brasco frá árinu 1997 sem skartaði Al Pacino og Johnny Depp í aðalhlutverkum.

Landi Efron hlutverkinu mun hann leika ungan og efnilegan háskólanemanda sem er gripinn af lögreglu er hann hyggst selja kókaín í háskólapartíi. Framtíð unga mannsins virðist glötuð við handtökuna þar til honum býðst að gerast uppljóstrari lögreglunnar.

Hinn 25 ára gamli Efron hóf feril sinn í unglingamyndum á borð við High School Musical, Hairspray og 17 Again og rómantískum kvikmyndum á borð við Charlie St. Cloud og The Lucky One. Nú virðist hann hins vegar ætla að spreyta sig á öðruvísi persónum og fór meðal annars með hlutverk Jacks Jansen í spennumyndinni The Paperboy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.