Lífið

Leikur móður ungs fórnarlambs

Eftirvænting Kvikmyndarinnar Devil‘s Knot með Reese Witherspoon í aðalhlutverki er beðið með mikilli eftirvæntingu.Nordicphotos/getty
Eftirvænting Kvikmyndarinnar Devil‘s Knot með Reese Witherspoon í aðalhlutverki er beðið með mikilli eftirvæntingu.Nordicphotos/getty

Óskarsverðlaunaleikkonan Reese Witherspoon leikur Pam Hobbs, móður ungs drengs sem myrtur var árið 1993, í kvikmyndinni Devil‘s Knot. Handrit myndarinnar er byggt á samnefndri bók eftir Mara Leveritt og segir frá umdeildu dómsmáli.

Myndin er í leikstjórn hins margverðlaunaða leikstjóra Atom Egoyan og auk Witherspoon fara Bruce Greenwood, Dane DeHaan, Colin Firth og Stephen Moyer með hlutverk í henni. Kvikmyndin segir sögu þriggja ungmenna er kallaðir voru West Memphis Three í fjölmiðlum og voru ranglega dæmdir fyrir morðin á þremur átta ára drengjum.

Stevie Branch, Christopher Byers og Michael Moore voru myrtir árið 1993 og voru táningspiltarnir Damien Echols, Jason Baldwin og Jessie Misskelley Jr. grunaðir um ódæðið.

Eftir yfirheyrslu játaði Misskelley Jr. á sig brotið, en sá var þroskaskertur. Piltarnir héldu alla tíð fram sakleysi sínu og voru látnir lausir árið 2010 þegar ný sönnunargögn leiddu í ljós að fátt tengdi þá við morðin. Kvikmyndaunnendur bíða spenntir eftir frumsýningu myndarinnar, en áætlaður frumsýningardagur er 24. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.