Lífið

Lítur á þetta sem flotta veislu

Pálmi gunnarsson Ferilstónleikar Pálma verða í Eldborgarsal Hörpu 7. september.
Pálmi gunnarsson Ferilstónleikar Pálma verða í Eldborgarsal Hörpu 7. september.

Tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson heldur ferilstónleika í Eldborgarsal Hörpu 7. september. Þar fer hann yfir söngferil sinn sem telur fleiri áratugi og fjölda smella.

„Það verður gaman að slá í góða veislu og safna saman góðum tónlistarmönnum sem maður fílar og hafa spilað með manni í gegnum tíðina,“ segir Pálmi, sem hefur sungið með Mannakornum, Brunaliðinu og fleiri hljómsveitum.

Sérstakir gestir á tónleikunum verða Maggi Eiríks og Ellen Kristjánsdóttir sem hafa unnið með honum í Mannakornum.

„Það kom ekkert annað til greina. Þetta hefur verið samstarfsfólk mitt alveg frá "74 eða "75 og það er æðislegt að fá þau til að kíkja á mig.“

Tónlistarstjóri verður Þórir Úlfarsson, auk þess sem tvær dætur Pálma og sonur hans koma fram. Hann er ánægður að njóta liðsinnis barnanna sinna. „Þetta er allt saman þrælmúsíkalskt fólk sem hefur komið nálægt tónlist hvert á sinn hátt.“

Aðspurður segir hann að tími hafi verið kominn á tónleika sem þessa. „Þetta er hellingur af árum og það er fullt af músík sem ég er búinn að koma nálægt. Ég lít á þetta sem flotta veislu sem er verið að bjóða upp á og ég ætla að sjá til þess að hún verði það.“ - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.