Lífið

Futuregrapher með smáskífu

ný smáskífa Futuregrapher hefur sent frá sér smáskífuna Fjall.
ný smáskífa Futuregrapher hefur sent frá sér smáskífuna Fjall.

Raftónlistarmaðurinn Futuregrapher hefur sent frá sér smáskífuna Fjall. Hún kemur út hjá íslensku útgáfunni Lagaffe Tales og inniheldur endurhljóðblandanir frá Moff & Tarkin og Jónbirni og Siggatunez.

Eitt aukalag er á skífunni sem nefnist Bjarni. Listakonan Jelena Schally sér um raddir á Fjalli. Futuregrapher er listamannsnafn Árna Grétars, sem hefur verið atkvæðamikill í íslensku raftónlistarsenunni. Fyrsta platan hans í fullri lengd, LP, kom út í fyrra við góðar undirtektir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.