Lífið

Hrefna Rósa orðin meistari

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Hrefna Rósa Sætran lauk nýverið meistaranámi í matvælafræði.
Hrefna Rósa Sætran lauk nýverið meistaranámi í matvælafræði.

„Þetta var eitthvað sem ég þurfti að klára og mjög gott að vera búin,“ segir kokkurinn, veitingahúsaeigandinn og nú matreiðslumeistarinn Hrefna Rósa Sætran.

Hrefna Rósa hefur lokið meistaranámi í matvælafræði frá Menntaskólanum í Kópavogi. Margir hefðu haldið að Hrefna Rósa væru nú þegar orðin meistari enda landsþekktur kokkur og eigandi veitingastaðanna Grill- og Fiskmarkaðarins.

„Það sem breytist er að ég get nú tekið að mér nema. Einu sinni voru þetta réttindi sem þú vannst þér inn eftir nokkur ár sem kokkur en nú þarf til tveggja anna nám sem ég var að ljúka,“ segir Hrefna sem gat nýtt sér reynslu sína í náminu.

„Þetta nám er meira um hina hliðina á kokkastarfinu. Rekstur, bókhald og stjórnun fyrirtækja. Ég gat því nýtt mér minn fyrirtækjarekstur og farið í naflaskoðun með það. Ég hafði mjög gott og gaman af þessu.“ Hrefna eignaðist nýverið sitt annað barn, dótturina Hrafnhildi Skuggu, en hún er þó með annan fótinn á veitingastöðunum í fæðingarorlofinu.

„Hún er rosalega þæg, algert draumabarn svo ég hef stundum getað tekið hana með mér í vinnuna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.