Innlent

Könnuðu öryggi í Fljótunum

Birgir Þór Harðarson skrifar
Snjórinn í fjöllunum getur setið langt fram á sumar og segir Orri í því felast mörg tækifæri. Bandaríkjamennirnir ætla til dæmis að koma aftur um miðjan júní, skíða og veiða bleikju í Fljótaá.
Snjórinn í fjöllunum getur setið langt fram á sumar og segir Orri í því felast mörg tækifæri. Bandaríkjamennirnir ætla til dæmis að koma aftur um miðjan júní, skíða og veiða bleikju í Fljótaá. Myndir/Alex Fenlon
Verið er að undirbúa áætlun um móttöku á fluguveiðimönnum á sumrin og skíðamönnum á veturna í Fljótunum á Tröllaskaga.

Bandarískir leiðsögumenn með sérfræðiþekkingu á snjóflóðum hafa undanfarna daga dvalist í Fljótunum til að meta aðstæður og öryggi fyrir hugsanlega vetrarþjónustu.

„Þetta er búinn að vera draumur í mörg ár að koma upp þarna mikilli aðstöðu. Ég er búinn að vera í sjö ár að undirbúa ána til þess að gera þetta að einu miklu ævintýri,“ segir Orri Vigfússon, frumkvöðull úr Fljótunum. Bandarísku leiðsögumennirnir voru hér á vegum Orra sem vonar að hægt verði að koma upp fullnægjandi aðstöðu á allra næstu árum.

Leiðsögumennirnir köstuðu sér úr þyrlum hátt í hlíðum fjallanna fyrir ofan Siglufjörð og Ólafsfjörð og renndu sér niður á skíðum og snjóbrettum með tilheyrandi tilþrifum. Um aðferðir leiðsögumannanna til að kanna öryggið í fjöllunum segir Orri að svona séu athuganirnar gerðar erlendis. „Svona er þetta gert í Colorado og í vesturhluta Kanada þar sem svona ferðaiðnaður er stundaður.“

Orri segir svona ferðaþjónustu dýra en þeim mun stærri erlendis. „Þetta er fyrir þá sem geta borgað mikið fyrir. Það kostar auðvitað mikið að leigja tvær þyrlur allan daginn. Það er samt lagt gríðarlega mikið upp úr öryggismálum.“

Mikilfenglegt útsýni blasir við úr þyrlunum. Myndirnar af leiðangrinum tók Alex Fenlon.
Slíkar ferðir eru fyrir þá sem geta borgað mikið fyrir. Enda kostar mikið að leigja tvær þyrlur allan daginn.
Leiðsögumennirnir köstuðu sér úr þyrlum hátt í hlíðum fjallanna fyrir ofan Siglufjörð og Ólafsfjörð.
Þeir renndu sér niður á skíðum og snjóbrettum með tilheyrandi tilþrifum.
Öryggið í fjöllunum var kannað með aðferðum sem notaðar eru í Colorado og í vesturhluta Kanada.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×