Innlent

Um 350 þúsund rafræn skilríki

Svavar Hávarðsson skrifar
Margt hefur breyst með nýrri tækni. nordicphotos/getty
Margt hefur breyst með nýrri tækni. nordicphotos/getty
Frá því að útgáfa á rafrænum skilríkjum hófst fyrir fimm árum hafa yfir 350 þúsund slík skilríki verið framleidd. Tæp 90% Íslendinga 15 ára og eldri geta því nýtt sér rafræn skilríki og næstum helmingur þessa hóps hefur þegar virkjað þau.

Meirihluti innlendra þjónustuaðila sem bjóða persónubundna þjónustu á netinu nýta rafræn skilríki við innskráningu. Alls bjóða yfir 120 innlendir og 40 erlendir þjónustuaðilar viðskiptavinum þessa þjónustu; bankar, tryggingarfélög, lífeyrissjóðir, auk fjölmargra opinberra aðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×