Innlent

Umferð bönnuð í Dimmuborgum

Birgir Þór Harðarson skrifar
Svæðið er fagurt enda eru þar einstæðar hraunmyndanir á heimsvísu. Mikill fjöldi fólks heimsækir Dimmuborgir á hverju ári.Mynd/Umhverfisstofnun
Svæðið er fagurt enda eru þar einstæðar hraunmyndanir á heimsvísu. Mikill fjöldi fólks heimsækir Dimmuborgir á hverju ári.Mynd/Umhverfisstofnun
Öll umferð almennings um náttúruvættið Dimmuborgir hefur verið bönnuð vegna viðkvæms ástands náttúrunnar nú þegar snjóa leysir.

Bannið tók gildi á laugardag og mun að öllum líkindum standa í eina til tvær vikur.

Göngustígar svæðisins eru flestir fullir af snjó, krapa, ís eða drullu og því geta töluverð spjöll hlotist af umferð almennings.

Landgræðslan og Umhverfisstofnun taka þessa ákvörðun eftir að hafa kannað ástand gróðursins undir snjónum. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að gróður svæðisins þoli alls ekki átroðning þegar hann er að koma undan snjó en nú þegar hafa talsvert margir gestir heimsótt Dimmuborgir.


Tengdar fréttir

Könnuðu öryggi í Fljótunum

Bandarískir leiðsögumenn könnuðu öryggi og aðstæður til uppbyggingar skíðaferðaþjónustu í Fljótum. Sama ferðaþjónusta myndi sinna fluguveiðimönnum á sumrin en skíðafólki ferðast á tindinn með þyrlum á veturna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×