Kvíða fyrirsjáanlegu kali í túnum 9. maí 2013 08:00 Sigurður Eyþórsson Heimsókn forsvarsmanna bændasamtaka í lok síðustu viku leiddi í ljós að bændur á stóru svæði á Norður- og Austurlandi gætu átt erfiðar vikur og kannski mánuði fram undan vegna tíðarfarsins. Snjóalög gera mönnum erfitt fyrir en svellbunkar valda mönnum jafnvel frekar áhyggjum vegna fyrirsjáanlegs kals. Uppskerubrestur bænda og tekjutap er raunverulegur möguleiki, en margvíslegar hugmyndir um úrlausnir eru ræddar.Bændur funda Bændasamtökin og Landssamband sauðfjárbænda (LS) skoðuðu aðstæður víða á Norður- og Austurlandi í lok síðustu viku. Bændur voru heimsóttir frá Akureyri allt austur í Jökulsárhlíð og Hjaltastaðaþinghá. Var fundað með bændum á völdum bæjum og víða hittust margir bændur af viðkomandi svæði. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri LS, var með í för og segir að snjór sé áberandi mestur í Fljótum, Bárðardal og Svarfaðardal. Víða annars staðar er þó fannfergi mikið. Hann segir að á öðrum svæðum sem heimsótt voru sé minni snjór en mikil svellalög á túnum á köflum. Í ferðinni kom fram í máli bænda að langir vetur væru auðvitað engin nýlunda norðan- og austanlands og var vísað til áranna 1979, 1989 og nú síðast 1995. „Hins vegar leggst margt saman; mikið kal 2011, vorhret 2012, þurrkasumar og minni uppskera 2012, óveðrið í september 2012 og nánast óslitin snjóalög síðan þá. Það að allt þetta leggist saman er óvenjulegt og bændur langþreyttir nú í upphafi sauðburðar. Svigrúmið er ekki mikið,“ segir Sigurður.Kal er áhyggjuefni númer eitt Sigurður segir að snjór í þessu magni þegar sauðburður er hafinn sé vissulega áhyggjuefni, en svellalög og kal séu það enn frekar. „Það hefur miklu víðtækari afleiðingar. Sé mikið kalið undir svellinu hefur það mikil áhrif fyrir sumarið og spurning hvað menn fá langan tíma til að endurrækta og ná einhverri uppskeru. Vegna þess sem á undan er gengið, frá 2011, hafa menn mikla þörf fyrir að ná almennilegri uppskeru í sumar.“ Þegar litið er til heybirgða til skamms tíma litið er það mat manna að þær dugi út maí, en ekki mikið lengur. Nokkuð hefur verið keypt af heyi inn á svæðið, mest úr Borgarfirði en einnig af Suðurlandi. Fara þarf yfir opinber gögn um fóðurbirgðir á svæðinu og skrá og birta upplýsingar um hvaðan má flytja fóður norður og austur, að sögn Sigurðar og verður farið í þá vinnu á næstu dögum.Stefna vinnuvélum norður Sú hugmynd hefur komið upp í samtali bænda og samtaka þeirra að ef kal verður mjög mikið þá sé hætt við því að jarðvinnslutæki á svæðinu ráði einfaldlega ekki við að sinna eftirspurninni. „Við höfum velt því fyrir okkur hvort ekki ætti að ræða við jarðvinnsluverktaka á Suðurlandi. Þar er tíð miklu betri og öll jarðvinnsla á Suðurlandi verður búin áður en langt um líður. Það mætti undirstinga þá um að fara norður með skömmum fyrirvara þegar tekur upp. Ástæðan er sú að menn hafa ekki langan tíma til að plægja túnin og sá í þau. Því er fyrirséð að vaxtartíminn skerðist og nýtist ekki sem best. Jarðvinnslutæki bænda á svæðinu eru gjarnan minni tæki sem menn eiga kannski í sameiningu í sveitunum og þau ráða ekki við gríðarlega vinnslu á skömmum tíma,“ segir Sigurður. Tölur yfir þá bændur sem eiga í vandræðum, eða gætu lent í vanda, liggja ekki fyrir. Slík samantekt var ekki á verkefnalista forsvarsmanna BÍ og LS. Hins vegar er fundur í atvinnuvegaráðuneytinu á morgun þar sem slíkur gagnabanki liggur fyrir, en kallað hefur verið eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um bústofn á svæðinu sem um ræðir. Eins gögn um heybirgðir.Ónýtar girðingar eru annað En fleira kemur til. Menn hafa verulegar áhyggjur af því að tjón á girðingum sé gríðarlegt á stóru svæði. Í fersku minni eru fregnir af tjóni eftir septemberóveðrið sem á eftir að bæta, en það mun ekki ná yfir allar þær girðingar sem þarf að endurnýja eftir veturinn. „Við sjáum einfaldlega að girðingar eru víða á kafi í snjó; það sést best á því að menn hafa tekið hross í hús á fulla gjöf vegna þess að það eru engar girðingar sem héldu þeim. Þegar snjó tekur upp þá mun koma í ljós gríðarlegt tjón með tilheyrandi kostnaði vegna viðgerða og endurnýjunar á girðingum, um það er ég viss. Umfangið er þó engin leið að meta núna, því snjó hefur einfaldlega ekki tekið upp síðan í september á vissum svæðum. Hvað hver bóndi þarf að gera er því óvissu háð því menn hafa ekki komist í að gera við neitt enn þá þar sem girðingar eru á kafi,“ segir Sigurður.Eitt ofan á annað Í hugmyndabanka bænda bættust ýmsar pælingar sem menn hafa á bak við eyrað, og munu moða úr á komandi vikum. Athuga þarf birgðir sáðvöru. Þegar vorar getur orðið mikil eftirspurn á skömmum tíma. Vonir standa til að birgjar hafi pantað í samræmi við reynslu undanfarinna missera. Fram kom á fundum með bændum að menn hafa sent eða vilja senda unga nautgripi eða hross í slátrun, til að létta á fóðrum. Hins vegar er sex vikna bið eftir þeirri þjónustu í sláturhúsum. Rætt er því að ræða við sláturleyfishafa um hvort eitthvað sé hægt að gera. Fleira kemur til; rætt er um að starfskrafta gæti vantað í sauðburð og eins er rætt um aðrar lausnir sem létt gætu undir. Þar má nefna hvort hægt sé að veita sameiginlega þjónustu fyrir bændur með mat, til dæmis í félagsheimilum í sveitum. Þar er vísað til góðrar reynslu á Heimalandi undir Eyjafjöllum vegna erfiðleika vegna eldsumbrota þar. Þá er ótalið að menn hafa áhyggjur af kornrækt. „Á Norðurlandi er töluverð kornrækt, sem bændur hafa ekki síst nýtt sem fóður fyrir nautgripi og svín. Ef menn geta ekki ræktað í sumar, og þurfa að kaupa fóður í staðinn næsta vetur þá bætist það ofan á allt annað,“ segir Sigurður. Tengdar fréttir Útséð með kornrækt í Svarfaðardal í sumar Trausti Þórisson, bóndi á Hofsá í Svarfaðardal, segir málið einfalt spurður um aðstæður í Svarfaðardal. „Það er glórulaust að stefna að því að sá korni hér. Miðað við hvernig staðan er í dag þá yrði það ekki fyrr en í júní í fyrsta lagi. Og það er einfaldlega of seint,“ segir Trausti. 9. maí 2013 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Heimsókn forsvarsmanna bændasamtaka í lok síðustu viku leiddi í ljós að bændur á stóru svæði á Norður- og Austurlandi gætu átt erfiðar vikur og kannski mánuði fram undan vegna tíðarfarsins. Snjóalög gera mönnum erfitt fyrir en svellbunkar valda mönnum jafnvel frekar áhyggjum vegna fyrirsjáanlegs kals. Uppskerubrestur bænda og tekjutap er raunverulegur möguleiki, en margvíslegar hugmyndir um úrlausnir eru ræddar.Bændur funda Bændasamtökin og Landssamband sauðfjárbænda (LS) skoðuðu aðstæður víða á Norður- og Austurlandi í lok síðustu viku. Bændur voru heimsóttir frá Akureyri allt austur í Jökulsárhlíð og Hjaltastaðaþinghá. Var fundað með bændum á völdum bæjum og víða hittust margir bændur af viðkomandi svæði. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri LS, var með í för og segir að snjór sé áberandi mestur í Fljótum, Bárðardal og Svarfaðardal. Víða annars staðar er þó fannfergi mikið. Hann segir að á öðrum svæðum sem heimsótt voru sé minni snjór en mikil svellalög á túnum á köflum. Í ferðinni kom fram í máli bænda að langir vetur væru auðvitað engin nýlunda norðan- og austanlands og var vísað til áranna 1979, 1989 og nú síðast 1995. „Hins vegar leggst margt saman; mikið kal 2011, vorhret 2012, þurrkasumar og minni uppskera 2012, óveðrið í september 2012 og nánast óslitin snjóalög síðan þá. Það að allt þetta leggist saman er óvenjulegt og bændur langþreyttir nú í upphafi sauðburðar. Svigrúmið er ekki mikið,“ segir Sigurður.Kal er áhyggjuefni númer eitt Sigurður segir að snjór í þessu magni þegar sauðburður er hafinn sé vissulega áhyggjuefni, en svellalög og kal séu það enn frekar. „Það hefur miklu víðtækari afleiðingar. Sé mikið kalið undir svellinu hefur það mikil áhrif fyrir sumarið og spurning hvað menn fá langan tíma til að endurrækta og ná einhverri uppskeru. Vegna þess sem á undan er gengið, frá 2011, hafa menn mikla þörf fyrir að ná almennilegri uppskeru í sumar.“ Þegar litið er til heybirgða til skamms tíma litið er það mat manna að þær dugi út maí, en ekki mikið lengur. Nokkuð hefur verið keypt af heyi inn á svæðið, mest úr Borgarfirði en einnig af Suðurlandi. Fara þarf yfir opinber gögn um fóðurbirgðir á svæðinu og skrá og birta upplýsingar um hvaðan má flytja fóður norður og austur, að sögn Sigurðar og verður farið í þá vinnu á næstu dögum.Stefna vinnuvélum norður Sú hugmynd hefur komið upp í samtali bænda og samtaka þeirra að ef kal verður mjög mikið þá sé hætt við því að jarðvinnslutæki á svæðinu ráði einfaldlega ekki við að sinna eftirspurninni. „Við höfum velt því fyrir okkur hvort ekki ætti að ræða við jarðvinnsluverktaka á Suðurlandi. Þar er tíð miklu betri og öll jarðvinnsla á Suðurlandi verður búin áður en langt um líður. Það mætti undirstinga þá um að fara norður með skömmum fyrirvara þegar tekur upp. Ástæðan er sú að menn hafa ekki langan tíma til að plægja túnin og sá í þau. Því er fyrirséð að vaxtartíminn skerðist og nýtist ekki sem best. Jarðvinnslutæki bænda á svæðinu eru gjarnan minni tæki sem menn eiga kannski í sameiningu í sveitunum og þau ráða ekki við gríðarlega vinnslu á skömmum tíma,“ segir Sigurður. Tölur yfir þá bændur sem eiga í vandræðum, eða gætu lent í vanda, liggja ekki fyrir. Slík samantekt var ekki á verkefnalista forsvarsmanna BÍ og LS. Hins vegar er fundur í atvinnuvegaráðuneytinu á morgun þar sem slíkur gagnabanki liggur fyrir, en kallað hefur verið eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um bústofn á svæðinu sem um ræðir. Eins gögn um heybirgðir.Ónýtar girðingar eru annað En fleira kemur til. Menn hafa verulegar áhyggjur af því að tjón á girðingum sé gríðarlegt á stóru svæði. Í fersku minni eru fregnir af tjóni eftir septemberóveðrið sem á eftir að bæta, en það mun ekki ná yfir allar þær girðingar sem þarf að endurnýja eftir veturinn. „Við sjáum einfaldlega að girðingar eru víða á kafi í snjó; það sést best á því að menn hafa tekið hross í hús á fulla gjöf vegna þess að það eru engar girðingar sem héldu þeim. Þegar snjó tekur upp þá mun koma í ljós gríðarlegt tjón með tilheyrandi kostnaði vegna viðgerða og endurnýjunar á girðingum, um það er ég viss. Umfangið er þó engin leið að meta núna, því snjó hefur einfaldlega ekki tekið upp síðan í september á vissum svæðum. Hvað hver bóndi þarf að gera er því óvissu háð því menn hafa ekki komist í að gera við neitt enn þá þar sem girðingar eru á kafi,“ segir Sigurður.Eitt ofan á annað Í hugmyndabanka bænda bættust ýmsar pælingar sem menn hafa á bak við eyrað, og munu moða úr á komandi vikum. Athuga þarf birgðir sáðvöru. Þegar vorar getur orðið mikil eftirspurn á skömmum tíma. Vonir standa til að birgjar hafi pantað í samræmi við reynslu undanfarinna missera. Fram kom á fundum með bændum að menn hafa sent eða vilja senda unga nautgripi eða hross í slátrun, til að létta á fóðrum. Hins vegar er sex vikna bið eftir þeirri þjónustu í sláturhúsum. Rætt er því að ræða við sláturleyfishafa um hvort eitthvað sé hægt að gera. Fleira kemur til; rætt er um að starfskrafta gæti vantað í sauðburð og eins er rætt um aðrar lausnir sem létt gætu undir. Þar má nefna hvort hægt sé að veita sameiginlega þjónustu fyrir bændur með mat, til dæmis í félagsheimilum í sveitum. Þar er vísað til góðrar reynslu á Heimalandi undir Eyjafjöllum vegna erfiðleika vegna eldsumbrota þar. Þá er ótalið að menn hafa áhyggjur af kornrækt. „Á Norðurlandi er töluverð kornrækt, sem bændur hafa ekki síst nýtt sem fóður fyrir nautgripi og svín. Ef menn geta ekki ræktað í sumar, og þurfa að kaupa fóður í staðinn næsta vetur þá bætist það ofan á allt annað,“ segir Sigurður.
Tengdar fréttir Útséð með kornrækt í Svarfaðardal í sumar Trausti Þórisson, bóndi á Hofsá í Svarfaðardal, segir málið einfalt spurður um aðstæður í Svarfaðardal. „Það er glórulaust að stefna að því að sá korni hér. Miðað við hvernig staðan er í dag þá yrði það ekki fyrr en í júní í fyrsta lagi. Og það er einfaldlega of seint,“ segir Trausti. 9. maí 2013 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Útséð með kornrækt í Svarfaðardal í sumar Trausti Þórisson, bóndi á Hofsá í Svarfaðardal, segir málið einfalt spurður um aðstæður í Svarfaðardal. „Það er glórulaust að stefna að því að sá korni hér. Miðað við hvernig staðan er í dag þá yrði það ekki fyrr en í júní í fyrsta lagi. Og það er einfaldlega of seint,“ segir Trausti. 9. maí 2013 07:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent