Lífið

Cooper leikur leyniskyttu

Leikarinn fer með aðalhlutverkið í American Sniper.
Leikarinn fer með aðalhlutverkið í American Sniper.
Bradley Cooper hefur tekið að sér aðalhlutverkið í næstu mynd Stevens Spielberg, American Sniper.

Myndin er byggð á sjálfsævisögunni American Sniper: The Autobiography of the Most Lethal Sniper in US Military History eftir Chris Kyle, Scott McEwen og Jim DeFelice.

Bókin fjallar um ævi Kyles sem varð yfirmaður hjá bandaríska sjóliðshernum. Sem leyniskytta hefur hann drepið um 160 manns, sem er það mesta í sögu bandaríska hersins.

Steven Spielberg leikstýrði síðast myndinni Lincoln en Cooper sést næst í Hangover 3.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.