Litríkari toppbarátta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2013 10:30 Yfirburðir FH-ingar unnu sannfærandi sigur síðasta sumar. Fréttablaðið/daníel Boltinn byrjar að rúlla aftur á morgun í vinsælustu deildarkeppni landsins eftir 281 daga frí. Það eru liðnir sjö mánuðir síðan að FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með þrettán stiga yfirburðum en að þessu sinni vonast knattspyrnuspekingar að fleiri félög blandi sér í baráttu svart-hvítu liðanna, KR og FH, á toppnum. Fréttablaðið hefur undanfarna daga talið niður í mót með því að birta spá íþróttablaðamanna blaðsins og þar búumst við að deildin skiptist í fjóra hluta. FH, KR, Stjarnan og Breiðablik berjist um Íslandsmeistaratitilinn, Valur, Fylkir, Fram og ÍA eru líkleg til að sigla lygnan sjó um miðja töflu en það kemur hugsanlega í hlut ÍBV, Þór, Keflavíkur og Víkings úr Ólafsvík að berjast fyrir lífi sínu. Það skemmtilega við fótboltann er að hann tekur lítið mark á spámennsku spekingana og á hverju ári koma fram lið sem skjóta öllum spám ref fyrir rass sem og önnur sem bregðast síðan öllum væntingum. Í fyrra voru það Blikar, Eyjamenn og Fylkismenn sem hækkuðu sig mest út frá árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en Valur, Fram og Grindavík enduðu hinsvegar mun neðar en í spánni. Sunnudagurinn verður dagur frumsýninga en þar munu Eyjamenn spila sinn fyrsta leik undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar þegar þeir fá ÍA í heimsókn og Ólafsvíkur-Víkingar spila sinn fyrsta leik í efstu deild þegar Framarar skella sér vestur á Snæfellsnes. Þriðji leikur dagsins er síðan í Kópavoginum þar sem Blikar fá nýliða Þórs í heimsókn. Blikar enduðu mótið frábærlega í fyrra en hafa tapað fyrsta leik undanfarin þrjú sumur. Íslandsmeistarar FH hefja titilvörnina á mánudagskvöldið þegar þeir taka á móti Keflavík og FH-ingar ætla sér eflaust að breyta út frá venjunni að tapa stigum í fyrstu umferð. FH hefur ekki unnið fyrsta leik síðan 2008. Á mánudagskvöldið er einnig stórleikur KR og Stjörnunnar í Vesturbænum og leikur Fylkis og Vals í Árbænum. Á KR-vellinum munu þeir Brynjar Björn Gunnarsson (KR) og Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) spila á ný í deildinni eftir langan tíma í atvinnumennsku í Evrópu. Framundan ættu að vera tæpir fimm mánuðir af skemmtilegu og spennandi Íslandsmóti og vonandi ræðst það ekki fyrr en í lok september hvaða félag hreppir íslandsmeistarabikarinn 2013. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Boltinn byrjar að rúlla aftur á morgun í vinsælustu deildarkeppni landsins eftir 281 daga frí. Það eru liðnir sjö mánuðir síðan að FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með þrettán stiga yfirburðum en að þessu sinni vonast knattspyrnuspekingar að fleiri félög blandi sér í baráttu svart-hvítu liðanna, KR og FH, á toppnum. Fréttablaðið hefur undanfarna daga talið niður í mót með því að birta spá íþróttablaðamanna blaðsins og þar búumst við að deildin skiptist í fjóra hluta. FH, KR, Stjarnan og Breiðablik berjist um Íslandsmeistaratitilinn, Valur, Fylkir, Fram og ÍA eru líkleg til að sigla lygnan sjó um miðja töflu en það kemur hugsanlega í hlut ÍBV, Þór, Keflavíkur og Víkings úr Ólafsvík að berjast fyrir lífi sínu. Það skemmtilega við fótboltann er að hann tekur lítið mark á spámennsku spekingana og á hverju ári koma fram lið sem skjóta öllum spám ref fyrir rass sem og önnur sem bregðast síðan öllum væntingum. Í fyrra voru það Blikar, Eyjamenn og Fylkismenn sem hækkuðu sig mest út frá árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en Valur, Fram og Grindavík enduðu hinsvegar mun neðar en í spánni. Sunnudagurinn verður dagur frumsýninga en þar munu Eyjamenn spila sinn fyrsta leik undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar þegar þeir fá ÍA í heimsókn og Ólafsvíkur-Víkingar spila sinn fyrsta leik í efstu deild þegar Framarar skella sér vestur á Snæfellsnes. Þriðji leikur dagsins er síðan í Kópavoginum þar sem Blikar fá nýliða Þórs í heimsókn. Blikar enduðu mótið frábærlega í fyrra en hafa tapað fyrsta leik undanfarin þrjú sumur. Íslandsmeistarar FH hefja titilvörnina á mánudagskvöldið þegar þeir taka á móti Keflavík og FH-ingar ætla sér eflaust að breyta út frá venjunni að tapa stigum í fyrstu umferð. FH hefur ekki unnið fyrsta leik síðan 2008. Á mánudagskvöldið er einnig stórleikur KR og Stjörnunnar í Vesturbænum og leikur Fylkis og Vals í Árbænum. Á KR-vellinum munu þeir Brynjar Björn Gunnarsson (KR) og Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) spila á ný í deildinni eftir langan tíma í atvinnumennsku í Evrópu. Framundan ættu að vera tæpir fimm mánuðir af skemmtilegu og spennandi Íslandsmóti og vonandi ræðst það ekki fyrr en í lok september hvaða félag hreppir íslandsmeistarabikarinn 2013.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira