Lífið

Heldur stofutónleika í beinni á netinu

Freyr Bjarnason skrifar
Lay Low verður með tónleika í beinni útsendingu á netinu á laugardaginn.
Lay Low verður með tónleika í beinni útsendingu á netinu á laugardaginn.
Lay Low býður upp á fría tónleika á netinu á morgun, laugardag, klukkan 21. Tónleikarnir verða haldnir í stofunni heima hjá henni í Ölfusi og sendir út beint á netinu í boði Símans og Inspired by Iceland.

Lay Low bregður á þetta ráð eftir að hafa fengið áskoranir frá aðdáendum sínum um að geta keypt tónleikaútgáfu af lögum hennar á plötu. Hún segir þetta kærkomið tækifæri til að taka upp tónleikaplötu á sama tíma. „Magnús Öder ætlar að vera mér til halds og trausts við hljóðupptökur og Tjarnargötumenn sjá um að mynda viðburðinn. Síðan verða nokkrir vinir mínir í stofunni heima sem tónleikagestir og hver veit nema að það myndist þessi fína tónleikastemning heima í stofunni,“ segir hún.

Lay Low mun í framhaldinu einbeita sér að hljóðversupptökum fyrir nýja plötu. „Ég á orðið mikið af lögum og er þessa stundina að þróa hljóðheiminn á næstu plötu. Ég geri þetta í heimahljóðverinu mínu til að byrja með en vonandi kemst afraksturinn til skila á geisladiski í haust.”

Hægt verður að nálgast beinu útsendinguna á Siminn.is/laylowlive og á Twitter á slóðinni #laylowlive.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.