Lífið

Auglýsing Reynis á vefsíðu Shots

Freyr Bjarnason skrifar
Reynir Lyngdal.
Reynir Lyngdal.
Auglýsing sem Reynir Lyngdal leikstýrði fyrir þýska auglýsingastofu hefur vakið mikla athygli á vefsíðu fagtímaritsins Shots, sem er eitt það þekktasta innan auglýsingabransans.

„Þetta gerist eiginlega ekki betra í þessum geira, þegar fagaðilarnir fara að hampa manni,“ segir Reynir. Auglýsingin var gerð til að koma hugmyndasmiðum þýsku stofunnar á framfæri en hún hefur mikið unnið fyrir Volkswagen í Þýskalandi. Haft var samband við Reyni og ákveðið var að auglýsa úlpu frá 66°Norður. Í aðalhlutverkum eru Halldór Gylfason og Gunnar Hansson og fóru tökur fram á einum degi uppi á Hellisheiði og í skíðaskálanum í Hveradölum.

Reynir hefur áður komið efni inn á vefsíðu Shots. Það var fyrir Thule-auglýsingarnar sem nutu mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum síðan.

Leikstjórinn hefur haft í nógu að snúast undanfarið. Á þriðjudagskvöld var frumsýnt í Bíó Paradís nýtt alþjóðlegt tónlistarmyndband sem hann tók upp fyrir Retro Stefson við lagið Qween. Það fer í almennar sýningar í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.