Innlent

Þarf ekki að vera í Félagi fasteignasala

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hlutverk Félags fasteignasala í eftirliti er óverulegt segir Héraðsdómur Reykjavíkur.
Hlutverk Félags fasteignasala í eftirliti er óverulegt segir Héraðsdómur Reykjavíkur. Fréttablaðið/Vilhelm
Brynhildur Bergþórsdóttir, viðskipta- og hagfræðingur, sem starfar sem framkvæmdastjóri fasteignasölu þarf ekki að vera í Félagi fasteigansala þrátt fyrir lagaskyldu um slíkt.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Brynhildur lauk prófi í verðbréfaviðskiptum 2008 og fékk löggildingu til að vera fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali árið 2009



Samkvæmt lögum er fasteignasölum skylt að vera í Félagi fasteignasala. Brynhildur hafnaði því hins vegar og neitaði að greiða félagsgjöld. Vísaði hún meðal annars til ákvæðis stjórnarskrárinnar um að engan megi skylda til aðildar að félagi.

Þrátt fyrir umrætt stjórnarskrárkvæði segir héraðsdómur að setja megi lög um skylduaðild að félagi ef það sé „nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra“. Á móti komi að Félags fasteignasala sé aðeins óverulegur hluti eftirlitskerfis með fasteignaviðskiptum og tengsl félagsins við almannahagsmuni séu svo veik að ekki sé nauðsynlegt að skerða grundvallarréttindi Brynhildar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×