Innlent

Stúlkurnar þurfa að fara fram á framsal

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mynd/Heiða
Íslensku stúlkurnar sem fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl í Tékklandi í dag gætu fengið að afplána sinn dóm hér á landi. Búið er að áfrýja dómum ytra en þegar málið hefur verið leitt til lykta þá geta stúlkurnar óskað eftir framsali til íslenskra fangelsisyfirvalda, fari svo að þær verði dæmdar til fangelsisvistar.

Í gildi er Evrópusamningur um framsal fanga og getur innanríkisráðuneytið, sem fer með málaflokkinn, óskað eftir því að fá íslensku stúlkurnar framseldar hingað til lands þar sem þær myndu afplána sinn dóm.

Berist íslenskum stjórnvöldum ósk frá stúlkunum tveimur sem dæmdar voru um að fá að afplána refsinguna hérlendis verður sú ósk tekin fyrir i ráðuneytinu og hún afgreidd í samvinnu við Fangelsismálastofnun og lögreglu. Gera má ráð fyrir að slík ósk gæti borist frá stúlkunum í framhaldi af niðurstöðu áfrýjunar dómsins sem féll í dag.


Tengdar fréttir

Íslensku stúlkurnar í 7 ára fangelsi

Íslensku stúlkurnar tvær sem voru teknar með um þrjú kíló af kókaíni á alþjóðaflugvellinum í Prag í Tékklandi voru dæmdar 7 og 7 og hálfs árs fangelsi nú rétt í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×