Borgarbúar af 130 þjóðernum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. apríl 2013 07:00 Jón Gnarr borgarstjóri „Mér finnst fyrst og fremst jákvætt að innflytjendum fjölgi í Reykjavík. Það er til marks um að hér sé gott að búa,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri um þá þróun að hlutfall innflytjenda í Reykjavík hefur tvöfaldast á tíu árum. Af tæplega 120 þúsund borgarbúum eru innflytjendur yfir þrettán þúsund, af um 130 þjóðernum. Þetta þýðir að hlutfall innflytjenda í borginni er nú 11,1 prósent. Það var 5,5 prósent fyrir áratug. Mikill munur er á hlutfalli innflytjenda eftir hverfum. Hæst er það á Kjalarnesi, 34,2 prósent. Í Efra-Breiðholti er hlutfallið 24,6 prósent og í miðbænum 19,1 prósent. Í sumum hverfum er hlutfallið undir fimm prósentum. Þennan mikla mun milli hverfa segir Jón ekki æskilegan. Borgin vilji að innflytjendur samlagist frekar en að safnast saman í ákveðnum hverfum – eins og hafi til dæmis gerst sums staðar á Norðurlöndunum. „Við getum lært af mistökum sem gerð hafa verið annars staðar með því að sveitarfélagið aðstoði fólk við að aðlagast borginni, atvinnulífinu og félagslífinu,“ segir Jón, sem kveður ójöfnuð á höfuðborgarsvæðinu almennt mjög sýnilegan. „Þeir sem hafa hæstu tekjurnar velja sér búsetusvæði með ákveðnum gæðum en efnaminna fólk safnast fyrir annars staðar. Það finnst mér ekki spennandi þróun.“ Þá segir Jón það heillandi að í Reykjavík búi fólk af 130 þjóðernum. „Þetta er tilbreyting sem reynir meira á hæfni okkar sem fólks til samskipta. Nútímaleg samfélög eru fjölmenningarleg og það er að gerast um allan heim. Við erum ekki undanskilin og ég fagna því að við séum þátttakendur í fjölmenningunni og tökum vel á móti fólki sem vill búa hér,“ segir borgarstjórinn í Reykjavík. Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Mér finnst fyrst og fremst jákvætt að innflytjendum fjölgi í Reykjavík. Það er til marks um að hér sé gott að búa,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri um þá þróun að hlutfall innflytjenda í Reykjavík hefur tvöfaldast á tíu árum. Af tæplega 120 þúsund borgarbúum eru innflytjendur yfir þrettán þúsund, af um 130 þjóðernum. Þetta þýðir að hlutfall innflytjenda í borginni er nú 11,1 prósent. Það var 5,5 prósent fyrir áratug. Mikill munur er á hlutfalli innflytjenda eftir hverfum. Hæst er það á Kjalarnesi, 34,2 prósent. Í Efra-Breiðholti er hlutfallið 24,6 prósent og í miðbænum 19,1 prósent. Í sumum hverfum er hlutfallið undir fimm prósentum. Þennan mikla mun milli hverfa segir Jón ekki æskilegan. Borgin vilji að innflytjendur samlagist frekar en að safnast saman í ákveðnum hverfum – eins og hafi til dæmis gerst sums staðar á Norðurlöndunum. „Við getum lært af mistökum sem gerð hafa verið annars staðar með því að sveitarfélagið aðstoði fólk við að aðlagast borginni, atvinnulífinu og félagslífinu,“ segir Jón, sem kveður ójöfnuð á höfuðborgarsvæðinu almennt mjög sýnilegan. „Þeir sem hafa hæstu tekjurnar velja sér búsetusvæði með ákveðnum gæðum en efnaminna fólk safnast fyrir annars staðar. Það finnst mér ekki spennandi þróun.“ Þá segir Jón það heillandi að í Reykjavík búi fólk af 130 þjóðernum. „Þetta er tilbreyting sem reynir meira á hæfni okkar sem fólks til samskipta. Nútímaleg samfélög eru fjölmenningarleg og það er að gerast um allan heim. Við erum ekki undanskilin og ég fagna því að við séum þátttakendur í fjölmenningunni og tökum vel á móti fólki sem vill búa hér,“ segir borgarstjórinn í Reykjavík.
Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira