Innlent

Íbúakosningu í Reykjavík lokið

Eitt þeirra verkefna sem íbúar í miðbænum kusu var uppsetning á leiktækjum í Hljómskálagarðinum.
Eitt þeirra verkefna sem íbúar í miðbænum kusu var uppsetning á leiktækjum í Hljómskálagarðinum. Fréttablaðið/Gva
Reykjavík Rafrænni íbúakosningu um framkvæmdaverkefni í hverfum Reykjavíkur er lokið. Niðurstöðurnar lágu fyrir í gær en alls kusu 6.076 Reykvíkingar og voru þar af 5.732 atkvæði gild. Þetta jafngildir 6,3% kjörsókn.

Alls verður ráðist í 111 verkefni á grundvelli atkvæðagreiðslunnar. Meðal verkefna sem ráðist verður í má nefna lagningu göngu- og hjólastígs meðfram Gufuneskirkjugarði við Borgarveg, lagfæringu á göngustígum í Efra-Breiðholti og endurbætur á leiksvæði á Klambratúni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×