Gerræði á Þingvöllum Elvar Árni Lund skrifar 11. apríl 2013 07:00 Enn á ný afhjúpar Álfheiður Ingadóttir þingmaður þekkingarleysi sitt á veiðum og veiðimönnum. Nú eru það stangveiðimenn (þriðjungur þjóðarinnar skv. Veiðimálastofnun 2013) sem fá að kenna á því með banni við næturveiði á Þingvöllum, þar sem íslenskir veiðimenn hafa notið guðdómlegrar náttúru á björtum sumarnóttum mann fram af manni. Þeir sem þekkja til á Þingvöllum og hafa veitt fram eftir kvöldi, ellegar mætt fyrir aldar aldir, vita að þá er veiðivonin hve mest. Þá koma tröllin úr djúpunum upp á grynningarnar og eldsnemma á morgnana er bleikjan oftar en ekki við, er þá „í tökustuði“. Veiðimenn fara um léttir í spori, vaða rólega út og fylgjast með öllum hreyfingum á yfirborði vatnsins, reyna að sjá hvar fiskur getur leynst undir vatnsfletinum og kyrrðin á svona stundum er slík að hjartsláttur eftirvæntingar og spennu er það eina sem eyra veiðimannsins greinir til að byrja með. Svo er það fuglasöngurinn og ef logn er þá suðar fluga og þegar geislar sólarinnar kyssa vatnsflötinn iðar umhverfið af lífi. Þessa upplifun ætlar meirihluti Þingvallanefndar með formann nefndarinnar í broddi fylkingar að banna veiðimönnum héðan í frá. Svo virðist að nefndin meti það svo að veiðimenn breytist í jarðvöðla og drykkjuhrúta um nætur þegar opinberir eftirlitsmenn eru ekki nærstaddir til að koma þeim í háttinn og sussa á þá.Eftirliti lítið sinnt Ekki alls fyrir löngu, á opnum fundi Ferðafrelsis um náttúruverndarfrumvarpið margumdeilda, svaraði Álfheiður því til þegar hún var spurð hverja hún hefði sér til ráðgjafar um mál af þessu tagi, að hún væri sinn helsti ráðgjafi enda líffræðingur að mennt. Nú er spurning hvort svipaðri aðferðafræði hafi verið beitt, eigið brjóstvit hafi ráðið för og ekkert rætt við hlutaðeigandi eða þá sem þekkja til veiða á Þingvöllum. Forsvarsmenn þjóðgarðsins ætla að koma á hörðu eftirliti með þeim sem hyggjast brjóta bannið, sem vekur athygli því eftirlit hefur hingað til verið svo til ekkert þrátt fyrir að í gildi eru strangar umgengnis- og veiðireglur sem banna m.a. sóðaskap og notkun beitu. En nú skal banna meira það sem þegar er bannað! Eins og skotveiðimenn hafa fengið að kynnast á sl. fjórum árum er svona aðferðafræði vinsæl lausn hjá núverandi stjórnvöldum. Sjálfsagt þykir að setja nýjar reglur og banna aftur, og meira og aftur, þar til enginn skilur lengur hvað má og hvað ekki. Eftirliti er lítið sem ekkert sinnt en fjármunum ausið í að semja reglur sem enginn getur farið eftir. Örfáir fá að setja blett sinn á heildina og allir skulu kenna á meðalinu. Nýjustu fréttir herma að þjóðgarðsvörður skoði hvort hægt verði að aflétta banninu, en hjá veiðimönnum er fram undan vorið langþráða og bjartar sumarnætur í faðmi veiðigyðjunnar. Við látum ekki gerræðisleg vinnubrögð spilla veiðigleðinni og trúum því að nýir valdhafar taki fyrir þá vitleysu sem veiðimenn hafa þurft að horfa upp á síðustu misseri, þar sem umhverfis- og náttúruvernd hefur fengið á sig öfgakennt yfirbragð vegna þeirra sem engan áhuga hafa á málefnalegri umræðu og hlýða á ekki á skoðanir, reynslu eða rök annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný afhjúpar Álfheiður Ingadóttir þingmaður þekkingarleysi sitt á veiðum og veiðimönnum. Nú eru það stangveiðimenn (þriðjungur þjóðarinnar skv. Veiðimálastofnun 2013) sem fá að kenna á því með banni við næturveiði á Þingvöllum, þar sem íslenskir veiðimenn hafa notið guðdómlegrar náttúru á björtum sumarnóttum mann fram af manni. Þeir sem þekkja til á Þingvöllum og hafa veitt fram eftir kvöldi, ellegar mætt fyrir aldar aldir, vita að þá er veiðivonin hve mest. Þá koma tröllin úr djúpunum upp á grynningarnar og eldsnemma á morgnana er bleikjan oftar en ekki við, er þá „í tökustuði“. Veiðimenn fara um léttir í spori, vaða rólega út og fylgjast með öllum hreyfingum á yfirborði vatnsins, reyna að sjá hvar fiskur getur leynst undir vatnsfletinum og kyrrðin á svona stundum er slík að hjartsláttur eftirvæntingar og spennu er það eina sem eyra veiðimannsins greinir til að byrja með. Svo er það fuglasöngurinn og ef logn er þá suðar fluga og þegar geislar sólarinnar kyssa vatnsflötinn iðar umhverfið af lífi. Þessa upplifun ætlar meirihluti Þingvallanefndar með formann nefndarinnar í broddi fylkingar að banna veiðimönnum héðan í frá. Svo virðist að nefndin meti það svo að veiðimenn breytist í jarðvöðla og drykkjuhrúta um nætur þegar opinberir eftirlitsmenn eru ekki nærstaddir til að koma þeim í háttinn og sussa á þá.Eftirliti lítið sinnt Ekki alls fyrir löngu, á opnum fundi Ferðafrelsis um náttúruverndarfrumvarpið margumdeilda, svaraði Álfheiður því til þegar hún var spurð hverja hún hefði sér til ráðgjafar um mál af þessu tagi, að hún væri sinn helsti ráðgjafi enda líffræðingur að mennt. Nú er spurning hvort svipaðri aðferðafræði hafi verið beitt, eigið brjóstvit hafi ráðið för og ekkert rætt við hlutaðeigandi eða þá sem þekkja til veiða á Þingvöllum. Forsvarsmenn þjóðgarðsins ætla að koma á hörðu eftirliti með þeim sem hyggjast brjóta bannið, sem vekur athygli því eftirlit hefur hingað til verið svo til ekkert þrátt fyrir að í gildi eru strangar umgengnis- og veiðireglur sem banna m.a. sóðaskap og notkun beitu. En nú skal banna meira það sem þegar er bannað! Eins og skotveiðimenn hafa fengið að kynnast á sl. fjórum árum er svona aðferðafræði vinsæl lausn hjá núverandi stjórnvöldum. Sjálfsagt þykir að setja nýjar reglur og banna aftur, og meira og aftur, þar til enginn skilur lengur hvað má og hvað ekki. Eftirliti er lítið sem ekkert sinnt en fjármunum ausið í að semja reglur sem enginn getur farið eftir. Örfáir fá að setja blett sinn á heildina og allir skulu kenna á meðalinu. Nýjustu fréttir herma að þjóðgarðsvörður skoði hvort hægt verði að aflétta banninu, en hjá veiðimönnum er fram undan vorið langþráða og bjartar sumarnætur í faðmi veiðigyðjunnar. Við látum ekki gerræðisleg vinnubrögð spilla veiðigleðinni og trúum því að nýir valdhafar taki fyrir þá vitleysu sem veiðimenn hafa þurft að horfa upp á síðustu misseri, þar sem umhverfis- og náttúruvernd hefur fengið á sig öfgakennt yfirbragð vegna þeirra sem engan áhuga hafa á málefnalegri umræðu og hlýða á ekki á skoðanir, reynslu eða rök annarra.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar