Innlent

Staða smærri ríkja gæti versnað

Þorgils Jónsson skrifar
Vivien Pertusot
Vivien Pertusot
Breytilegur samruni, þar sem einstök aðildarríki ESB taka sig saman um nánara samstarf um vissa málaflokka, verður sennilega meira áberandi á næstu árum, en smærri ríki sambandsins munu líklega reyna að standa gegn þeirri þróun. Þetta kom fram í máli Viviens Pertusot, forstöðumanns frönsku Ifri-hugveitunnar í Brussel, á fundi Alþjóðamálastofnunar HÍ í gær.

Pertusot sagði að breytilegur samruni hefði einkennt starf ESB síðustu ár, meðal annars með Schengen og myntsamstarfinu, þar sem sum ríki hafa ákveðið að standa utan við. Staðreyndin sé sú að ljóst liggi fyrir að ESB henti ekki öllum ríkjum á sama hátt. Þessi þróun, segir Pertusot, gengur vissulega gegn grundvallarhugmynd ESB um sífellt nánara samband, en um leið sé hægt að nota þessa aðferð, að sum ríki taki sig saman um eitt mál, til að hvetja önnur til að taka þátt síðar, til að skerpa enn á samrunanum þó hægt fari. Pertusot segir í samtali við Fréttablaðið að vissulega sé hætta á að smærri ríki endi utangarðs í stærri ákvörðunum.

„Það er einmitt það sem smærri ríkin vilja forðast. Þau hafa enda staðið gegn því að Frakkland og Þýskaland myndi ákveðinn kjarna innan ESB.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×