Ofbeldi gegn börnum og skóli margbreytileikans Guðrún H. Sederholm skrifar 22. mars 2013 06:00 Skýrsla UNICEF frá 7. mars sl. fjallar um ofbeldi gegn börnum. Skýrslan segir að líklegast sé að brot gegn barni eigi sér stað á heimili barnsins. Þetta er einnig niðurstaða rannsókna. Skýrslan bendir á að tengsl séu milli andlegrar vanlíðanar barns og þess að hafa orðið fyrir ofbeldi. Vitneskjan um ofbeldi á heimilum barna er takmörkuð innan skólanna eins og fram kom í rannsókn sem ég vann fyrir HÍ og velferðarráðuneytið 2011: „Rannsókn á viðhorfum 10 skólastjóra". Fram kom í viðtölum við skólastjórana að þá skorti faglega ráðgjöf. Fyrir 23 árum benti ég yfirvöldum á að nauðsynlegt væri að innan skólanna starfaði félagsráðgjafi sem sinnti barnavernd. Þá var ég að þróa náms- og starfsráðgjöf fyrir menntamálaráðuneytið og varð mjög vör við þessi alvarlegu mál sem börnin komu með til mín. Ég var formaður nefndar á vegum ráðuneytisins um eflingu náms- og starfsráðgjafar 1997-1998. Nefndin kallaði eftir skýrslum frá náms- og starfsráðgjöfum. Skýrslurnar áttu það sameiginlegt að ráðgjafarnir hrópuðu á hjálp þegar kom að persónulegu ráðgjöfinni eins og ofbeldi á heimilum og öðrum „erfiðum" málum. Viðbrögð voru ekki merkjanleg af hálfu yfirvalda. Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir í umfjöllun um áðurnefnda skýrslu UNICEF að mikið magn upplýsinga sé til staðar í samfélaginu en þær hafi ekki verið greindar með skipulögðum hætti.Ekki brugðist við Ég velti fyrir mér hvers vegna ekki hefur verið brugðist við upplýsingum sem legið hafa fyrir. Það er skólaskylda í landinu. Þar er vettvangur til að bregðast við vanlíðan barnanna, greina á ábyrgan hátt hvers vegna sumir eiga erfiðara með að einbeita sér í námi, mæta illa og sýna merki um vanrækslu. Mun víðtækari þjónustu þarf en nú er til staðar í skólum. Félagsráðgjafar starfa við nokkra skóla stundum einir og stundum með náms- og starfsráðgjöfum en erfitt er að ráða þá sérstaklega þar sem lögin eru takmarkandi. Ég sat málþing mennta- og menningarmálaráðuneytisins um „Skóla margbreytileikans og stoðkerfi skóla" þann 5. mars sl. Nær allir sem töluðu á málþinginu lögðu áherslu á að nokkuð skorti á skilning skólafólks á fyrirbærinu „skóli án aðgreiningar". Mikilvægt er að fagfólk og foreldrar hafi sama skilning á þeirri hugmyndafræði sem á að starfa eftir. Einnig kom fram að kennarar þyrftu stuðning til að framfylgja stefnunni og tryggja þyrfti að allir stefndu í sömu átt. Góð faghandleiðsla er stuðningur við kennara og henni geta félagsráðgjafar sinnt. Kennarar eiga rétt á faghandleiðslu í gegnum Sjúkrasjóð KÍ. Faghandleiðsla er unnin af fagaðilum, oft félagsráðgjöfum, sem sérhæft hafa sig í handleiðslu starfstétta og hefur það markmið að laða fram styrkleika einstaklinga, efla samskiptahæfni þeirra m.a. Þetta er ekki jafningjahandleiðsla. Faghandleiðsla er stuðningur sem kennarar geta nýtt sér í mun meiri mæli en nú er gert. Þeir sem koma í handleiðsluna hafa ásetning um að verða betri starfsmenn. Rétt greining á vanda barns er mikilvæg barnavernd. Skilgreina þarf starf félagsráðgjafa inni í skólunum alveg eins og annarra starfsmanna sem þar starfa. Óbreytt ástand er hættulegt.Höfundur er kennari, náms- og starfsráðgjafi, MSW félagsráðgjafi með sérfræðiréttindi sem fræðslu- og skólafélagsráðgjafi og móðir fatlaðs barns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Skýrsla UNICEF frá 7. mars sl. fjallar um ofbeldi gegn börnum. Skýrslan segir að líklegast sé að brot gegn barni eigi sér stað á heimili barnsins. Þetta er einnig niðurstaða rannsókna. Skýrslan bendir á að tengsl séu milli andlegrar vanlíðanar barns og þess að hafa orðið fyrir ofbeldi. Vitneskjan um ofbeldi á heimilum barna er takmörkuð innan skólanna eins og fram kom í rannsókn sem ég vann fyrir HÍ og velferðarráðuneytið 2011: „Rannsókn á viðhorfum 10 skólastjóra". Fram kom í viðtölum við skólastjórana að þá skorti faglega ráðgjöf. Fyrir 23 árum benti ég yfirvöldum á að nauðsynlegt væri að innan skólanna starfaði félagsráðgjafi sem sinnti barnavernd. Þá var ég að þróa náms- og starfsráðgjöf fyrir menntamálaráðuneytið og varð mjög vör við þessi alvarlegu mál sem börnin komu með til mín. Ég var formaður nefndar á vegum ráðuneytisins um eflingu náms- og starfsráðgjafar 1997-1998. Nefndin kallaði eftir skýrslum frá náms- og starfsráðgjöfum. Skýrslurnar áttu það sameiginlegt að ráðgjafarnir hrópuðu á hjálp þegar kom að persónulegu ráðgjöfinni eins og ofbeldi á heimilum og öðrum „erfiðum" málum. Viðbrögð voru ekki merkjanleg af hálfu yfirvalda. Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir í umfjöllun um áðurnefnda skýrslu UNICEF að mikið magn upplýsinga sé til staðar í samfélaginu en þær hafi ekki verið greindar með skipulögðum hætti.Ekki brugðist við Ég velti fyrir mér hvers vegna ekki hefur verið brugðist við upplýsingum sem legið hafa fyrir. Það er skólaskylda í landinu. Þar er vettvangur til að bregðast við vanlíðan barnanna, greina á ábyrgan hátt hvers vegna sumir eiga erfiðara með að einbeita sér í námi, mæta illa og sýna merki um vanrækslu. Mun víðtækari þjónustu þarf en nú er til staðar í skólum. Félagsráðgjafar starfa við nokkra skóla stundum einir og stundum með náms- og starfsráðgjöfum en erfitt er að ráða þá sérstaklega þar sem lögin eru takmarkandi. Ég sat málþing mennta- og menningarmálaráðuneytisins um „Skóla margbreytileikans og stoðkerfi skóla" þann 5. mars sl. Nær allir sem töluðu á málþinginu lögðu áherslu á að nokkuð skorti á skilning skólafólks á fyrirbærinu „skóli án aðgreiningar". Mikilvægt er að fagfólk og foreldrar hafi sama skilning á þeirri hugmyndafræði sem á að starfa eftir. Einnig kom fram að kennarar þyrftu stuðning til að framfylgja stefnunni og tryggja þyrfti að allir stefndu í sömu átt. Góð faghandleiðsla er stuðningur við kennara og henni geta félagsráðgjafar sinnt. Kennarar eiga rétt á faghandleiðslu í gegnum Sjúkrasjóð KÍ. Faghandleiðsla er unnin af fagaðilum, oft félagsráðgjöfum, sem sérhæft hafa sig í handleiðslu starfstétta og hefur það markmið að laða fram styrkleika einstaklinga, efla samskiptahæfni þeirra m.a. Þetta er ekki jafningjahandleiðsla. Faghandleiðsla er stuðningur sem kennarar geta nýtt sér í mun meiri mæli en nú er gert. Þeir sem koma í handleiðsluna hafa ásetning um að verða betri starfsmenn. Rétt greining á vanda barns er mikilvæg barnavernd. Skilgreina þarf starf félagsráðgjafa inni í skólunum alveg eins og annarra starfsmanna sem þar starfa. Óbreytt ástand er hættulegt.Höfundur er kennari, náms- og starfsráðgjafi, MSW félagsráðgjafi með sérfræðiréttindi sem fræðslu- og skólafélagsráðgjafi og móðir fatlaðs barns.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun