Fordómar fjötra Marta Mirjam Kristinsdóttir skrifar 21. mars 2013 07:00 Að búa saman í samfélagi krefst þess að fólk sýni hvert öðru skilning og virðingu. Því miður er það hins vegar ekki sá veruleiki sem við búum við. Kynþáttafordómar eru, vægt til orða tekið, ein birtingarmynd skorts á umburðarlyndi. Í dag, 21. mars, er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynþáttafordómum. Dagurinn er til minningar um þá 69 friðsömu mótmælendur sem myrtir voru af lögreglu í Suður-Afríku þennan dag árið 1960. Undanfarið hefur lítið borið á umræðu um kynþáttafordóma á Íslandi, a.m.k. miðað við umfang umræðunnar í nágrannalöndum okkar. Það þýðir þó ekki að kynþáttafordómar séu ekki til staðar hér á landi. Ekki er langt síðan fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafði uppi þau orð að Albanir væru „mestmegnis glæpamenn“. Viðkomandi aðili baðst þó afsökunar á ummælunum og er það vel. Ástæða þess að ég dreg þetta atriði sérstaklega fram er sú að þema dagsins í dag eru kynþáttafordómar í íþróttum. Vissulega eru þeir til staðar eins og annars staðar, því miður, en það er von mín og trú að dagurinn í dag veki íþróttahreyfinguna til umhugsunar. Í íþróttum eru nefnilega mikil tækifæri til þess að kynnast annarri menningu og vinna gegn kynþáttafordómum. Í starfi mínu fyrir Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS) hef ég séð ungmenni fara til fjarlægra landa til að starfa sem sjálfboðaliðar við ýmiss konar íþróttastarf. Ungmennin starfa t.d. á munaðarleysingjaheimilum og í skólum þar sem þau nýta íþróttir til þess að tengjast heimamönnum áður en þau ná tökum á tungumálinu. Löngun erlendra sjálfboðaliða sem hér starfa stendur líka oft og tíðum til þess að stunda hér íþróttir og fá þannig að kynnast Íslendingum. Það er gaman að sjá ungmennin öðlast skilning hvert á samfélagi annars á þennan hátt eða einhvern annan í gegnum sjálfboðaliðastarfið. Fordómar eiga rót sína að rekja til þess að fólk þekkir ekki til og skortir upplýsingar. Að búa erlendis og fá innsýn í ólíkan menningarheim stuðlar að þroska og víðsýni viðkomandi og er frábært tækifæri fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið. Markmið AUS er m.a. að byggja brýr milli ólíkra menningarheima og vinna þannig gegn fordómum. Að gerast sjálfboðaliði eða að taka á móti ungmenni á heimili sitt og gerast fósturfjölskylda er hvoru tveggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn kynþáttafordóma. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur tækifæri AUS á www.aus.is og munum að baráttan gegn kynþáttafordómum vinnst ekki á einum degi heldur þurfum við sífellt að vera á varðbergi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Að búa saman í samfélagi krefst þess að fólk sýni hvert öðru skilning og virðingu. Því miður er það hins vegar ekki sá veruleiki sem við búum við. Kynþáttafordómar eru, vægt til orða tekið, ein birtingarmynd skorts á umburðarlyndi. Í dag, 21. mars, er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynþáttafordómum. Dagurinn er til minningar um þá 69 friðsömu mótmælendur sem myrtir voru af lögreglu í Suður-Afríku þennan dag árið 1960. Undanfarið hefur lítið borið á umræðu um kynþáttafordóma á Íslandi, a.m.k. miðað við umfang umræðunnar í nágrannalöndum okkar. Það þýðir þó ekki að kynþáttafordómar séu ekki til staðar hér á landi. Ekki er langt síðan fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafði uppi þau orð að Albanir væru „mestmegnis glæpamenn“. Viðkomandi aðili baðst þó afsökunar á ummælunum og er það vel. Ástæða þess að ég dreg þetta atriði sérstaklega fram er sú að þema dagsins í dag eru kynþáttafordómar í íþróttum. Vissulega eru þeir til staðar eins og annars staðar, því miður, en það er von mín og trú að dagurinn í dag veki íþróttahreyfinguna til umhugsunar. Í íþróttum eru nefnilega mikil tækifæri til þess að kynnast annarri menningu og vinna gegn kynþáttafordómum. Í starfi mínu fyrir Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS) hef ég séð ungmenni fara til fjarlægra landa til að starfa sem sjálfboðaliðar við ýmiss konar íþróttastarf. Ungmennin starfa t.d. á munaðarleysingjaheimilum og í skólum þar sem þau nýta íþróttir til þess að tengjast heimamönnum áður en þau ná tökum á tungumálinu. Löngun erlendra sjálfboðaliða sem hér starfa stendur líka oft og tíðum til þess að stunda hér íþróttir og fá þannig að kynnast Íslendingum. Það er gaman að sjá ungmennin öðlast skilning hvert á samfélagi annars á þennan hátt eða einhvern annan í gegnum sjálfboðaliðastarfið. Fordómar eiga rót sína að rekja til þess að fólk þekkir ekki til og skortir upplýsingar. Að búa erlendis og fá innsýn í ólíkan menningarheim stuðlar að þroska og víðsýni viðkomandi og er frábært tækifæri fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið. Markmið AUS er m.a. að byggja brýr milli ólíkra menningarheima og vinna þannig gegn fordómum. Að gerast sjálfboðaliði eða að taka á móti ungmenni á heimili sitt og gerast fósturfjölskylda er hvoru tveggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn kynþáttafordóma. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur tækifæri AUS á www.aus.is og munum að baráttan gegn kynþáttafordómum vinnst ekki á einum degi heldur þurfum við sífellt að vera á varðbergi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun