Hvers vegna er þetta myrkur í Borgarfirði? Þórir Garðarsson skrifar 15. mars 2013 06:00 Þegar farið er út úr borginni yfir veturinn, stefnan tekin til hægri og ekið um Suðurland, blasir við fjöldinn af ferðamönnum, allt er uppljómað. Ef stefnan er tekin til vinstri í Borgarfjörðinn hvílir yfir myrkur og fáir ferðamenn sjást á ferli. Hvers vegna dreifast ferðamenn svona ójafnt? Hvers vegna sækjast þeir ekki eftir að njóta alls þess sem Borgarfjörðurinn hefur upp á að bjóða? Skýringarinnar er að leita í röngum áherslum í kynningarmálum ferðaþjónustunnar. Þetta á ekki bara við um Borgarfjörð, heldur þau fjölmörgu svæði sem ekki njóta fjölgunar erlendra ferðamenna sem skyldi. Stofnaðar hafa verið markaðsskrifstofur ferðaþjónustunnar víðsvegar um landið. Þetta eru samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila, sveitarfélaga og opinberra aðila um að fjölga ferðamönnum. Fókusinn í þessu markaðsstarfi er hins vegar rangur. Áhersla er lögð á að kynna ferðaþjónustufyrirtækin, falleg hótelherbergi, veitingahús, afþreyingu og skoðunarferðir á svæðinu. Meinið er það að ferðamaðurinn þarf fyrst að fá áhuga á viðkomandi landshluta. Náttúran, sagan, fjölbreytnin, menningin, upplifunin – þetta er hráefnið sem skapar löngun ferðamannsins til að heimsækja viðkomandi landssvæði. Bæklingur um flott veitingahús segir honum lítið. Sjóþotuleiga fær hann ekki ein og sér til að leggja land undir fót. Til að fleiri ferðamenn komi í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes, til Vestfjarða eða austur á land þurfa þeir að vita hvernig þessi landsvæði uppfylla óskir þeirra um að fá sem mest út úr ferðalaginu. Þess vegna þurfa hagsmunaaðilar, sveitarstjórnir og ríkisvaldið að taka sig saman og leggja ofuráherslu á að kynna þetta hráefni sem vekur löngun ferðamannsins. Hjá markaðsskrifstofum landshlutanna er þekking, áhugi og sköpunarkraftur til að sinna þessu verkefni mjög vel. En þá þurfa þær líka að hafa stuðning til þess. Slík kynning er langhlaup og til þess þurfa allir aðilar að leggja fram fjármagn. Mikill kraftur þarf að fara í slíkar aðgerðir fyrstu árin. Þegar á líður og ferðamönnum fjölgar á hverju svæði tekur orðsporið við, bloggið og frásagnir ferðamanna á samskiptamiðlum um frábæra upplifun á viðkomandi svæði. Það styrkir áfangastaðinn og er eldsneytið sem nærir frekari eftirspurn. Sem dæmi má nefna að Reykjavíkurborg hefur tekið öflugan þátt í verkefninu „Ísland allt árið“ og fylgt því vel eftir með kynningu á þeim möguleikum sem til staðar eru innan borgarinnar. Þessi kynning skapar grunninn – hráefnið – fyrir ferðaþjónustuna. Hún nýtir sér þetta hráefni til að bjóða vöru sem mætir þeirri eftirspurn sem kynningin skapar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Þegar farið er út úr borginni yfir veturinn, stefnan tekin til hægri og ekið um Suðurland, blasir við fjöldinn af ferðamönnum, allt er uppljómað. Ef stefnan er tekin til vinstri í Borgarfjörðinn hvílir yfir myrkur og fáir ferðamenn sjást á ferli. Hvers vegna dreifast ferðamenn svona ójafnt? Hvers vegna sækjast þeir ekki eftir að njóta alls þess sem Borgarfjörðurinn hefur upp á að bjóða? Skýringarinnar er að leita í röngum áherslum í kynningarmálum ferðaþjónustunnar. Þetta á ekki bara við um Borgarfjörð, heldur þau fjölmörgu svæði sem ekki njóta fjölgunar erlendra ferðamenna sem skyldi. Stofnaðar hafa verið markaðsskrifstofur ferðaþjónustunnar víðsvegar um landið. Þetta eru samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila, sveitarfélaga og opinberra aðila um að fjölga ferðamönnum. Fókusinn í þessu markaðsstarfi er hins vegar rangur. Áhersla er lögð á að kynna ferðaþjónustufyrirtækin, falleg hótelherbergi, veitingahús, afþreyingu og skoðunarferðir á svæðinu. Meinið er það að ferðamaðurinn þarf fyrst að fá áhuga á viðkomandi landshluta. Náttúran, sagan, fjölbreytnin, menningin, upplifunin – þetta er hráefnið sem skapar löngun ferðamannsins til að heimsækja viðkomandi landssvæði. Bæklingur um flott veitingahús segir honum lítið. Sjóþotuleiga fær hann ekki ein og sér til að leggja land undir fót. Til að fleiri ferðamenn komi í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes, til Vestfjarða eða austur á land þurfa þeir að vita hvernig þessi landsvæði uppfylla óskir þeirra um að fá sem mest út úr ferðalaginu. Þess vegna þurfa hagsmunaaðilar, sveitarstjórnir og ríkisvaldið að taka sig saman og leggja ofuráherslu á að kynna þetta hráefni sem vekur löngun ferðamannsins. Hjá markaðsskrifstofum landshlutanna er þekking, áhugi og sköpunarkraftur til að sinna þessu verkefni mjög vel. En þá þurfa þær líka að hafa stuðning til þess. Slík kynning er langhlaup og til þess þurfa allir aðilar að leggja fram fjármagn. Mikill kraftur þarf að fara í slíkar aðgerðir fyrstu árin. Þegar á líður og ferðamönnum fjölgar á hverju svæði tekur orðsporið við, bloggið og frásagnir ferðamanna á samskiptamiðlum um frábæra upplifun á viðkomandi svæði. Það styrkir áfangastaðinn og er eldsneytið sem nærir frekari eftirspurn. Sem dæmi má nefna að Reykjavíkurborg hefur tekið öflugan þátt í verkefninu „Ísland allt árið“ og fylgt því vel eftir með kynningu á þeim möguleikum sem til staðar eru innan borgarinnar. Þessi kynning skapar grunninn – hráefnið – fyrir ferðaþjónustuna. Hún nýtir sér þetta hráefni til að bjóða vöru sem mætir þeirri eftirspurn sem kynningin skapar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar