Víti til varnaðar fyrir kennara – veikindaréttur Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Eftir kreppu hefur það tíðkast hjá skólastjórnendum að ráða kennara til starfa í eitt ár í senn, sem sagt kennarar fá tímabundna ráðningu til eins árs í stað fastráðningar sem tíðkaðist fyrir kreppu. Veikindaréttur kennara hefur hingað til talist nokkuð góður, það er að segja að kennari með fastráðningu á rétt á launagreiðslum í veikindum í eitt ár og komist hann ekki aftur til starfa á hann rétt á dagpeningum úr sjúkrasjóði Kennarasambandsins í allt að eitt ár til viðbótar. Nú getur viljað svo óheppilega til að kennari veikist á tímabili lausráðningar. Þá gildir engu um þann árafjölda sem hann hefur greitt félagsgjöld og fleira, hann er næstum réttlaus. Réttur hans til launa í veikindum gildir út ráðningartímabilið. Að því loknu er jú hægt að fá greiðslur úr sjúkrasjóði en aðeins til þess að bæta upp tekjumissi það sem eftir liggur upp í þetta eina ár sem ráðningarsamningur gildir. Segjum svo að kennari veikist í janúar. Hann er með ráðningarsamning sem gildir til 1. ágúst, hann er í veikindaleyfi í þá 8 mánuði sem eftir eru af ráðningarsamningnum og fær þá greidda frá vinnuveitanda. Nú dettur umræddur kennari út af launaskrá hjá viðkomandi vinnuveitanda og getur þá sótt um greiðslur úr sjúkrasjóði en vegna þess að hann var lausráðinn greiðir sjúkrasjóður KÍ einungis þá 4 mánuði sem upp á vantaði og ekki krónu meir, réttur kennarans til greiðslna í eitt ár er dottinn út við það að vera lausráðinn. Niðurstaðan er sú að kennari sem veikist í tímabundinni ráðningu fyrirgerir veikindarétti sínum. Kennarastéttin er að eldast og ekki ólíklegt að þeir sem kennt hafa í mörg ár þurfi að leita til síns stéttarfélags með fjárhagsleg úrræði þegar heilsunni fer að hraka. Hafi þeir asnast til að taka að sér sértæk verkefni sem veita aðeins lausráðningu þá eru þeir settir út á guð og gaddinn. Satt að segja er það virkilega sár upplifun fyrir fólk sem hefur skilað sínu til kennarastéttarinnar en horfir nú fram á heilsubrest að standa frammi fyrir þeim fjárhagsáhyggjum sem slík brotalöm í kjarasamningum veldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir kreppu hefur það tíðkast hjá skólastjórnendum að ráða kennara til starfa í eitt ár í senn, sem sagt kennarar fá tímabundna ráðningu til eins árs í stað fastráðningar sem tíðkaðist fyrir kreppu. Veikindaréttur kennara hefur hingað til talist nokkuð góður, það er að segja að kennari með fastráðningu á rétt á launagreiðslum í veikindum í eitt ár og komist hann ekki aftur til starfa á hann rétt á dagpeningum úr sjúkrasjóði Kennarasambandsins í allt að eitt ár til viðbótar. Nú getur viljað svo óheppilega til að kennari veikist á tímabili lausráðningar. Þá gildir engu um þann árafjölda sem hann hefur greitt félagsgjöld og fleira, hann er næstum réttlaus. Réttur hans til launa í veikindum gildir út ráðningartímabilið. Að því loknu er jú hægt að fá greiðslur úr sjúkrasjóði en aðeins til þess að bæta upp tekjumissi það sem eftir liggur upp í þetta eina ár sem ráðningarsamningur gildir. Segjum svo að kennari veikist í janúar. Hann er með ráðningarsamning sem gildir til 1. ágúst, hann er í veikindaleyfi í þá 8 mánuði sem eftir eru af ráðningarsamningnum og fær þá greidda frá vinnuveitanda. Nú dettur umræddur kennari út af launaskrá hjá viðkomandi vinnuveitanda og getur þá sótt um greiðslur úr sjúkrasjóði en vegna þess að hann var lausráðinn greiðir sjúkrasjóður KÍ einungis þá 4 mánuði sem upp á vantaði og ekki krónu meir, réttur kennarans til greiðslna í eitt ár er dottinn út við það að vera lausráðinn. Niðurstaðan er sú að kennari sem veikist í tímabundinni ráðningu fyrirgerir veikindarétti sínum. Kennarastéttin er að eldast og ekki ólíklegt að þeir sem kennt hafa í mörg ár þurfi að leita til síns stéttarfélags með fjárhagsleg úrræði þegar heilsunni fer að hraka. Hafi þeir asnast til að taka að sér sértæk verkefni sem veita aðeins lausráðningu þá eru þeir settir út á guð og gaddinn. Satt að segja er það virkilega sár upplifun fyrir fólk sem hefur skilað sínu til kennarastéttarinnar en horfir nú fram á heilsubrest að standa frammi fyrir þeim fjárhagsáhyggjum sem slík brotalöm í kjarasamningum veldur.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar