Víti til varnaðar fyrir kennara – veikindaréttur Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Eftir kreppu hefur það tíðkast hjá skólastjórnendum að ráða kennara til starfa í eitt ár í senn, sem sagt kennarar fá tímabundna ráðningu til eins árs í stað fastráðningar sem tíðkaðist fyrir kreppu. Veikindaréttur kennara hefur hingað til talist nokkuð góður, það er að segja að kennari með fastráðningu á rétt á launagreiðslum í veikindum í eitt ár og komist hann ekki aftur til starfa á hann rétt á dagpeningum úr sjúkrasjóði Kennarasambandsins í allt að eitt ár til viðbótar. Nú getur viljað svo óheppilega til að kennari veikist á tímabili lausráðningar. Þá gildir engu um þann árafjölda sem hann hefur greitt félagsgjöld og fleira, hann er næstum réttlaus. Réttur hans til launa í veikindum gildir út ráðningartímabilið. Að því loknu er jú hægt að fá greiðslur úr sjúkrasjóði en aðeins til þess að bæta upp tekjumissi það sem eftir liggur upp í þetta eina ár sem ráðningarsamningur gildir. Segjum svo að kennari veikist í janúar. Hann er með ráðningarsamning sem gildir til 1. ágúst, hann er í veikindaleyfi í þá 8 mánuði sem eftir eru af ráðningarsamningnum og fær þá greidda frá vinnuveitanda. Nú dettur umræddur kennari út af launaskrá hjá viðkomandi vinnuveitanda og getur þá sótt um greiðslur úr sjúkrasjóði en vegna þess að hann var lausráðinn greiðir sjúkrasjóður KÍ einungis þá 4 mánuði sem upp á vantaði og ekki krónu meir, réttur kennarans til greiðslna í eitt ár er dottinn út við það að vera lausráðinn. Niðurstaðan er sú að kennari sem veikist í tímabundinni ráðningu fyrirgerir veikindarétti sínum. Kennarastéttin er að eldast og ekki ólíklegt að þeir sem kennt hafa í mörg ár þurfi að leita til síns stéttarfélags með fjárhagsleg úrræði þegar heilsunni fer að hraka. Hafi þeir asnast til að taka að sér sértæk verkefni sem veita aðeins lausráðningu þá eru þeir settir út á guð og gaddinn. Satt að segja er það virkilega sár upplifun fyrir fólk sem hefur skilað sínu til kennarastéttarinnar en horfir nú fram á heilsubrest að standa frammi fyrir þeim fjárhagsáhyggjum sem slík brotalöm í kjarasamningum veldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eftir kreppu hefur það tíðkast hjá skólastjórnendum að ráða kennara til starfa í eitt ár í senn, sem sagt kennarar fá tímabundna ráðningu til eins árs í stað fastráðningar sem tíðkaðist fyrir kreppu. Veikindaréttur kennara hefur hingað til talist nokkuð góður, það er að segja að kennari með fastráðningu á rétt á launagreiðslum í veikindum í eitt ár og komist hann ekki aftur til starfa á hann rétt á dagpeningum úr sjúkrasjóði Kennarasambandsins í allt að eitt ár til viðbótar. Nú getur viljað svo óheppilega til að kennari veikist á tímabili lausráðningar. Þá gildir engu um þann árafjölda sem hann hefur greitt félagsgjöld og fleira, hann er næstum réttlaus. Réttur hans til launa í veikindum gildir út ráðningartímabilið. Að því loknu er jú hægt að fá greiðslur úr sjúkrasjóði en aðeins til þess að bæta upp tekjumissi það sem eftir liggur upp í þetta eina ár sem ráðningarsamningur gildir. Segjum svo að kennari veikist í janúar. Hann er með ráðningarsamning sem gildir til 1. ágúst, hann er í veikindaleyfi í þá 8 mánuði sem eftir eru af ráðningarsamningnum og fær þá greidda frá vinnuveitanda. Nú dettur umræddur kennari út af launaskrá hjá viðkomandi vinnuveitanda og getur þá sótt um greiðslur úr sjúkrasjóði en vegna þess að hann var lausráðinn greiðir sjúkrasjóður KÍ einungis þá 4 mánuði sem upp á vantaði og ekki krónu meir, réttur kennarans til greiðslna í eitt ár er dottinn út við það að vera lausráðinn. Niðurstaðan er sú að kennari sem veikist í tímabundinni ráðningu fyrirgerir veikindarétti sínum. Kennarastéttin er að eldast og ekki ólíklegt að þeir sem kennt hafa í mörg ár þurfi að leita til síns stéttarfélags með fjárhagsleg úrræði þegar heilsunni fer að hraka. Hafi þeir asnast til að taka að sér sértæk verkefni sem veita aðeins lausráðningu þá eru þeir settir út á guð og gaddinn. Satt að segja er það virkilega sár upplifun fyrir fólk sem hefur skilað sínu til kennarastéttarinnar en horfir nú fram á heilsubrest að standa frammi fyrir þeim fjárhagsáhyggjum sem slík brotalöm í kjarasamningum veldur.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun