Marghöfða móðurmálsskrímsli Þröstur Geir Árnason skrifar 13. mars 2013 06:00 Íslenskukennurum hefur undanfarið verið legið á hálsi fyrir að vanrækja ritun og meðferð talaðs máls í störfum sínum við grunn- og framhaldsskóla. Hafa ýmsir menningarvitar farið með dylgjum og svigurmælum um andleysi og doða kennarastéttarinnar í þessum efnum. Beturvitringar hafa jafnvel látið að því liggja að fagmönnum í greininni hafi ekki tekist betur upp við störf sín en svo að nú sé móðurmálið orðið ungum landsmönnum framandi, leiðréttingastaglið og einhæfnin orðin svo grimm að ungmenni þori ekki lengur að tjá sig á þessari annarlegu tungu. Það skal ósagt látið við hvað er miðað þegar slíkir dómar eru upp kveðnir. Miða dæmendur við sína eigin skólagöngu eða hafa þeir kynnt sér nútímakennsluaðferðir í grunn- og framhaldsskólum landsins? Metnaðarfullt starf er unnið í framhaldsskólum og kennarar óþreytandi við að efla móðurmálskunnáttu. Að kenna þeim um hnignun íslenskunnar er eins og leita upptaka eiturlyfjafíknar í starfsháttum lögreglumanna. Vandinn er margslungnari en það.Tungumál, sköpun og gagnrýni Í störfum mínum sem menningarlegur stuðningsfulltrúi (les. íslenskukennari) við Verzlunarskóla Íslands er mikið lagt upp úr því að nemendur tjái sig á íslensku í ræðu og riti. Áfangar eru reglulega endurskoðaðir og má segja að þeir séu í stöðugri mótun. Mikil áhersla er lögð á ritun og lesskilning nemenda. Er í sumum tilvikum höfð sú grunnregla að nemendur skili inn rituðu efni í hverri viku, lesi það yfir hver hjá öðrum og skrifi um það gagnrýni. Samhliða þessu lesa þeir misþunga texta frá ýmsum tímaskeiðum, greina þá og í sumum tilvikum endurskrifa eldri texta á nútímaíslensku. Óþarfi er að taka fram að allt fer þetta fram undir handleiðslu stuðningsfulltrúa sem hefur reglur og góðar siðvenjur hins ritaða máls á takteinum þurfi nemendur á upprifjun að halda.Tungumálið er tryllitæki Nemendur kynnast með þessu ýmsum ólíkum blæbrigðum málsins, eins og lög gera ráð fyrir og, það sem meira er um vert, rækta sköpunargleði, sjálfstraust og listfengi í meðferð þess. Sum verkefnin eru þess eðlis að nemendur fá lausan tauminn til að nota sitt eigið málsnið, slangrið, en þar eru þeir mjög skapandi og oft og tíðum þjóðlegir í orðavali þótt merking kunni að breytast. Er með þessari aðferðafræði reynt að fara bil beggja, finna jafnvægi milli agaðs málsniðs og frjálslegrar eða „skapandi“ málnotkunar en þó er nemendum í öllum tilvikum leyft að taka á rás í því tryllitæki sem tungumálið er – ekki er sífellt rýnt undir vélarhlífina, svo gripið sé til líkingamáls snilldarmanns.Tungumálið er asni Algild og einhlít lausn verður seint fundin þegar kennsla er annars vegar, einkum þegar kenna skal stórum hópi með mismunandi þarfir og hæfni. Einum er kennt, öðrum bent, einnig þeim sem kennir og bendir, honum er kennt og bent af ýmsum þeim er standa álengdar. Þó er því ekki eins farið með kennurunum og feðgum þeim er eitt sinn ætluðu á asna í kaupstaðarferð. Taldi faðirinn rétt að hann sæti asnann en sonurinn teymdi. Ekki höfðu þeir lengi farið þegar þeir mæta manni er bendir þeim á fáránleika þess að hinn yngri teymdi undir þeim eldri. Höfðu feðgar því hlutverkaskipti og fóru nokkurn spöl uns þeir mættu öðrum manni sem fannst óhæfa að yngri maðurinn hefði svo auðvelt hlutskipti. Þeir sjá að þetta er rétt og taka því upp á því að bera asnann þar til á vegi þeirra verður brú. Auðvitað tekst þeim ekki betur til en svo, er þeir fara þar yfir, að þeir missa asnann yfir brúarhandriðið. Sá asni sem hér um ræðir hefur komist yfir margar brýr á vegferð sinni, hann er þrjóskur og ódrepandi og mun halda áfram þótt á hann slettist aur og vegurinn taki á sig nýjar þolmyndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Íslenskukennurum hefur undanfarið verið legið á hálsi fyrir að vanrækja ritun og meðferð talaðs máls í störfum sínum við grunn- og framhaldsskóla. Hafa ýmsir menningarvitar farið með dylgjum og svigurmælum um andleysi og doða kennarastéttarinnar í þessum efnum. Beturvitringar hafa jafnvel látið að því liggja að fagmönnum í greininni hafi ekki tekist betur upp við störf sín en svo að nú sé móðurmálið orðið ungum landsmönnum framandi, leiðréttingastaglið og einhæfnin orðin svo grimm að ungmenni þori ekki lengur að tjá sig á þessari annarlegu tungu. Það skal ósagt látið við hvað er miðað þegar slíkir dómar eru upp kveðnir. Miða dæmendur við sína eigin skólagöngu eða hafa þeir kynnt sér nútímakennsluaðferðir í grunn- og framhaldsskólum landsins? Metnaðarfullt starf er unnið í framhaldsskólum og kennarar óþreytandi við að efla móðurmálskunnáttu. Að kenna þeim um hnignun íslenskunnar er eins og leita upptaka eiturlyfjafíknar í starfsháttum lögreglumanna. Vandinn er margslungnari en það.Tungumál, sköpun og gagnrýni Í störfum mínum sem menningarlegur stuðningsfulltrúi (les. íslenskukennari) við Verzlunarskóla Íslands er mikið lagt upp úr því að nemendur tjái sig á íslensku í ræðu og riti. Áfangar eru reglulega endurskoðaðir og má segja að þeir séu í stöðugri mótun. Mikil áhersla er lögð á ritun og lesskilning nemenda. Er í sumum tilvikum höfð sú grunnregla að nemendur skili inn rituðu efni í hverri viku, lesi það yfir hver hjá öðrum og skrifi um það gagnrýni. Samhliða þessu lesa þeir misþunga texta frá ýmsum tímaskeiðum, greina þá og í sumum tilvikum endurskrifa eldri texta á nútímaíslensku. Óþarfi er að taka fram að allt fer þetta fram undir handleiðslu stuðningsfulltrúa sem hefur reglur og góðar siðvenjur hins ritaða máls á takteinum þurfi nemendur á upprifjun að halda.Tungumálið er tryllitæki Nemendur kynnast með þessu ýmsum ólíkum blæbrigðum málsins, eins og lög gera ráð fyrir og, það sem meira er um vert, rækta sköpunargleði, sjálfstraust og listfengi í meðferð þess. Sum verkefnin eru þess eðlis að nemendur fá lausan tauminn til að nota sitt eigið málsnið, slangrið, en þar eru þeir mjög skapandi og oft og tíðum þjóðlegir í orðavali þótt merking kunni að breytast. Er með þessari aðferðafræði reynt að fara bil beggja, finna jafnvægi milli agaðs málsniðs og frjálslegrar eða „skapandi“ málnotkunar en þó er nemendum í öllum tilvikum leyft að taka á rás í því tryllitæki sem tungumálið er – ekki er sífellt rýnt undir vélarhlífina, svo gripið sé til líkingamáls snilldarmanns.Tungumálið er asni Algild og einhlít lausn verður seint fundin þegar kennsla er annars vegar, einkum þegar kenna skal stórum hópi með mismunandi þarfir og hæfni. Einum er kennt, öðrum bent, einnig þeim sem kennir og bendir, honum er kennt og bent af ýmsum þeim er standa álengdar. Þó er því ekki eins farið með kennurunum og feðgum þeim er eitt sinn ætluðu á asna í kaupstaðarferð. Taldi faðirinn rétt að hann sæti asnann en sonurinn teymdi. Ekki höfðu þeir lengi farið þegar þeir mæta manni er bendir þeim á fáránleika þess að hinn yngri teymdi undir þeim eldri. Höfðu feðgar því hlutverkaskipti og fóru nokkurn spöl uns þeir mættu öðrum manni sem fannst óhæfa að yngri maðurinn hefði svo auðvelt hlutskipti. Þeir sjá að þetta er rétt og taka því upp á því að bera asnann þar til á vegi þeirra verður brú. Auðvitað tekst þeim ekki betur til en svo, er þeir fara þar yfir, að þeir missa asnann yfir brúarhandriðið. Sá asni sem hér um ræðir hefur komist yfir margar brýr á vegferð sinni, hann er þrjóskur og ódrepandi og mun halda áfram þótt á hann slettist aur og vegurinn taki á sig nýjar þolmyndir.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun