Skoðun

Frekar í sjúkrabíl í óbyggðum en í heimabyggð?

Guðlaug Einarsdóttir skrifar
Kona fæðir barn í sjúkrabíl í óbyggðum í óveðri á leið á fæðingardeild, ekki í fyrsta sinn og líklega ekki í það síðasta. Allsvakalegt, hugsa flestir og þakka sínum sæla fyrir örugga sjúkraflutninga þessa lands. En af hverju er kona sem er langt komin í fæðingu stödd í óbyggðum og það í óveðri? Var hún mögulega send þangað? Úr hvers konar óöryggi var verið að flytja konuna og í hvers konar öryggi?

Í okkar dreifbýla landi hefur fæðingarstöðum, sem skilgreindir eru sem slíkir af heilbrigðisyfirvöldum, fækkað stórlega. Þeir eru nú níu talsins. Það má hins vegar ljóst vera að konur vænta sín úti um allt land og þurfa því að fara mislanga leið til að fá fæðingarþjónustu.

Í flestum byggðarlögum er önnur barneignarþjónusta veitt, þ.e. meðgöngu- og ungbarnavernd, og því eru til staðar sérhæfðir heilbrigðisstarfsmenn til að sinna þeirri þjónustu; ljósmæður, læknar og hjúkrunarfræðingar. Hvernig stendur þá á því að allt kapp er lagt á að koma fæðandi konu burtu frá öryggi sérþekkingar þessa fagfólks og úr því húsaskjóli sem heimili konunnar, heilbrigðisstofnun eða heilsugæsla byggðarlagsins veitir, til þess eins að koma konunni nær stjórnsýslulega skilgreindum fæðingarstað? Hvernig eru slíkar ákvarðanir teknar og á hvaða forsendum?

Það er kannski ekki virk ákvörðunartaka að senda fæðandi konu á fyrir fram skilgreindan fæðingarstað, það er jú það sem á að gera, það er normið. Það er hins vegar orðin alvarleg hugsanavilla ef það þykir almennt betri kostur að senda fæðandi konu út í óbyggðir í óveðri og ófærð en að gera undantekningu á reglunni og veita henni faglega fæðingarhjálp utan hinna skilgreindu fæðingarstaða.




Skoðun

Sjá meira


×