Geðheilbrigðismál barna eru forgangsmál Fanný Gunnarsdóttir skrifar 11. mars 2013 06:00 Í mínu daglega starfi kem ég oft að málefnum barna með misalvarlegar geðraskanir og þekki því mjög vel þá þröskulda sem mæta bæði börnum og foreldrum. Það er mín tilfinning að á undanförnum árum hafi þeim börnum fjölgað sem sýna ýmiss konar kvíðaraskanir og vanlíðan. Á hverjum degi glímir fjöldi fjölskyldna við vandamál sem fylgja geðröskun barna og unglinga. Fjölskyldur upplifa erfiðleika og vanmátt við að rekja sig áfram í kerfinu og leita eftir þeirri aðstoð sem þörf er á. Það er óásættanlegt að búa við þær aðstæður að aðeins þau börn sem eiga mjög erfitt komist nær fyrirvaralaust til fagfólks, en samt getur sú bið skipt vikum eða mánuðum. Öll börn sem á einhvern hátt glíma við geðraskanir eiga rétt á aðgengilegri aðstoð fagfólks. Því fyrr sem hægt er að grípa inn í og vinna með barnið, þeim mun líklegra er að góður árangur náist. Framsóknarflokkur álítur að unnt væri að hjálpa mun fyrr fleiri börnum og unglingum ef heilsugæslustöðvarnar hefðu á að skipa teymi sérfræðinga með sálfræðingum og félagsráðgjöfum. Það þarf að auka stoðþjónustu í grunn- og framhaldsskólum; náms- og starfsráðgjöf og félagsráðgjöf en jafnframt auka aðgengi að sálfræðingum og skólahjúkrunarfræðingum. Það er ekki nægilegt að sinna aðeins veiku barni. Foreldrar þurfa á góðri ráðgjöf að halda og systkini þurfa líka sinn stuðning. Það segir sig sjálft að fjölskyldutengsl og daglegt líf inni á heimilum barna með geðraskanir fara úr skorðum og oft hefur ástandið varað árum saman þegar aðstoð fæst.Viðvarandi biðlisti Með reglulegu millibili er rætt um skort á þjónustu við börn og unglinga sem glíma við geðræn vandamál. Fyrr í vetur var rætt um hugmyndir um að loka aðstöðu á Sjúkrahúsinu á Akureyri og í tengslum við þá umfjöllun kom fram að á Barna- og unglingageðdeildinni – BUGL – er viðvarandi biðlisti, allt að ári. Ef af lokun verður fyrir norðan má gera ráð fyrir að álagið aukist enn frekar á BUGL og biðlistar lengist en að jafnaði má reikna með að um hundrað börn séu á biðlista. Í dag er aðeins hægt að aðstoða þau börn sem að mati sérfræðinga á BUGL glíma við hvað erfiðastan vanda. Önnur börn, sem ekki eru eins illa stödd, fá ekki aðstoð þó svo að þeirra staða sé slæm og raski á ýmsa vegu vellíðan og daglegu lífi þeirra. Í þeim tilfellum verða foreldrar að greiða fyrir kostnaðarsama þjónustu sálfræðinga og lækna úti í bæ. Hver vika og hver mánuður sem líður án þess að veikt barn fái hjálp er óviðunandi. Þeir sem eiga börn með geðraskanir eða vinna með krökkunum finna sárlega fyrir skorti á úrræðum og þjónustu. Með þessu er á engan hátt verið að hallmæla því starfi sem fagfólk er að sinna dagsdaglega, heldur verið að vekja athygli á því að enn betur þarf að sinna þessum málaflokki.Efla ætti nærþjónustu Það þarf að grípa sem fyrst inn í ef barn eða unglingur sýnir merki röskunar á geði. Almennur kennari í leik-, grunn- eða framhaldsskóla hefur litla sem enga sérþekkingu á meðhöndlun geðraskana. Öll skólastig reyna eftir bestu getu að sinna þessum nemendum en eins og staðan er í dag er álagið á skólana gríðarlegt. Skólakerfi okkar er alls ekki í stakk búið að sinna börnum með geðraskanir svo vel sé. Þó svo að börn að 18 ára aldri hafi aðgang að sálfræðingum á vegum sveitarfélags eru þeir í flestum tilfellum störfum hlaðnir og biðlistar mæta þeim sem kalla eftir hjálp. Síðan tekur við greining vandans en sjaldnast býðst sérstök meðferð hjá sálfræðingum skólanna, málum er vísað áfram innan kerfisins eða út til sjálfstætt starfandi fagfólks. Í framhaldsskólum er jafnvel enn erfiðara að fá aðstoð sálfræðinga og hjúkrunarfræðinga. Það er mikið rætt um hátt brottfall úr framhaldsskólum og því ekki úr vegi að spyrja sig hvort skortur á forvörnum, ráðgjöf og aðstoð þegar kemur að geðrænum vandamálum geti átt sinn þátt í brottfallinu. En í gegnum ráðgjöf fá nemendur aðstoð og ráðleggingar og þar gefst þeim tækifæri til að tjá sig um líðan sína og upplifun. Þó svo að við sem samfélag verðum að sýna aðhald í útgjöldum er ég sannfærð um að með aukinni ráðgjöf og snemmtækri íhlutun sparist í raun háar upphæðir, fyrir utan aðalávinninginn, sem er bætt líðan og geðheilbrigði yngstu kynslóðanna, og það dregur úr álagi á fjölskyldur. Það er nauðsynlegt að standa vörð um starfsemina á BUGL. Auk þess endurskoða skipulag og starfsferla á deildinni, athuga hvort ekki sé hægt að tengja enn betur saman þjónustu sveitarfélaga og ríkis og skoða með hvaða hætti foreldrar fái stuðning við að leita til sjálfstætt starfandi fagfólks. Í samfélagi sem þarf að forgangsraða fjármunum getur verið erfitt að velja og hafna en við höfum ekki rétt á að horfa í hina áttina þegar kemur að andlegri velferð barnanna okkar. Við verðum að vera vel á verði, tryggja góðar forvarnir, greiningar, úrræði og eftirfylgd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í mínu daglega starfi kem ég oft að málefnum barna með misalvarlegar geðraskanir og þekki því mjög vel þá þröskulda sem mæta bæði börnum og foreldrum. Það er mín tilfinning að á undanförnum árum hafi þeim börnum fjölgað sem sýna ýmiss konar kvíðaraskanir og vanlíðan. Á hverjum degi glímir fjöldi fjölskyldna við vandamál sem fylgja geðröskun barna og unglinga. Fjölskyldur upplifa erfiðleika og vanmátt við að rekja sig áfram í kerfinu og leita eftir þeirri aðstoð sem þörf er á. Það er óásættanlegt að búa við þær aðstæður að aðeins þau börn sem eiga mjög erfitt komist nær fyrirvaralaust til fagfólks, en samt getur sú bið skipt vikum eða mánuðum. Öll börn sem á einhvern hátt glíma við geðraskanir eiga rétt á aðgengilegri aðstoð fagfólks. Því fyrr sem hægt er að grípa inn í og vinna með barnið, þeim mun líklegra er að góður árangur náist. Framsóknarflokkur álítur að unnt væri að hjálpa mun fyrr fleiri börnum og unglingum ef heilsugæslustöðvarnar hefðu á að skipa teymi sérfræðinga með sálfræðingum og félagsráðgjöfum. Það þarf að auka stoðþjónustu í grunn- og framhaldsskólum; náms- og starfsráðgjöf og félagsráðgjöf en jafnframt auka aðgengi að sálfræðingum og skólahjúkrunarfræðingum. Það er ekki nægilegt að sinna aðeins veiku barni. Foreldrar þurfa á góðri ráðgjöf að halda og systkini þurfa líka sinn stuðning. Það segir sig sjálft að fjölskyldutengsl og daglegt líf inni á heimilum barna með geðraskanir fara úr skorðum og oft hefur ástandið varað árum saman þegar aðstoð fæst.Viðvarandi biðlisti Með reglulegu millibili er rætt um skort á þjónustu við börn og unglinga sem glíma við geðræn vandamál. Fyrr í vetur var rætt um hugmyndir um að loka aðstöðu á Sjúkrahúsinu á Akureyri og í tengslum við þá umfjöllun kom fram að á Barna- og unglingageðdeildinni – BUGL – er viðvarandi biðlisti, allt að ári. Ef af lokun verður fyrir norðan má gera ráð fyrir að álagið aukist enn frekar á BUGL og biðlistar lengist en að jafnaði má reikna með að um hundrað börn séu á biðlista. Í dag er aðeins hægt að aðstoða þau börn sem að mati sérfræðinga á BUGL glíma við hvað erfiðastan vanda. Önnur börn, sem ekki eru eins illa stödd, fá ekki aðstoð þó svo að þeirra staða sé slæm og raski á ýmsa vegu vellíðan og daglegu lífi þeirra. Í þeim tilfellum verða foreldrar að greiða fyrir kostnaðarsama þjónustu sálfræðinga og lækna úti í bæ. Hver vika og hver mánuður sem líður án þess að veikt barn fái hjálp er óviðunandi. Þeir sem eiga börn með geðraskanir eða vinna með krökkunum finna sárlega fyrir skorti á úrræðum og þjónustu. Með þessu er á engan hátt verið að hallmæla því starfi sem fagfólk er að sinna dagsdaglega, heldur verið að vekja athygli á því að enn betur þarf að sinna þessum málaflokki.Efla ætti nærþjónustu Það þarf að grípa sem fyrst inn í ef barn eða unglingur sýnir merki röskunar á geði. Almennur kennari í leik-, grunn- eða framhaldsskóla hefur litla sem enga sérþekkingu á meðhöndlun geðraskana. Öll skólastig reyna eftir bestu getu að sinna þessum nemendum en eins og staðan er í dag er álagið á skólana gríðarlegt. Skólakerfi okkar er alls ekki í stakk búið að sinna börnum með geðraskanir svo vel sé. Þó svo að börn að 18 ára aldri hafi aðgang að sálfræðingum á vegum sveitarfélags eru þeir í flestum tilfellum störfum hlaðnir og biðlistar mæta þeim sem kalla eftir hjálp. Síðan tekur við greining vandans en sjaldnast býðst sérstök meðferð hjá sálfræðingum skólanna, málum er vísað áfram innan kerfisins eða út til sjálfstætt starfandi fagfólks. Í framhaldsskólum er jafnvel enn erfiðara að fá aðstoð sálfræðinga og hjúkrunarfræðinga. Það er mikið rætt um hátt brottfall úr framhaldsskólum og því ekki úr vegi að spyrja sig hvort skortur á forvörnum, ráðgjöf og aðstoð þegar kemur að geðrænum vandamálum geti átt sinn þátt í brottfallinu. En í gegnum ráðgjöf fá nemendur aðstoð og ráðleggingar og þar gefst þeim tækifæri til að tjá sig um líðan sína og upplifun. Þó svo að við sem samfélag verðum að sýna aðhald í útgjöldum er ég sannfærð um að með aukinni ráðgjöf og snemmtækri íhlutun sparist í raun háar upphæðir, fyrir utan aðalávinninginn, sem er bætt líðan og geðheilbrigði yngstu kynslóðanna, og það dregur úr álagi á fjölskyldur. Það er nauðsynlegt að standa vörð um starfsemina á BUGL. Auk þess endurskoða skipulag og starfsferla á deildinni, athuga hvort ekki sé hægt að tengja enn betur saman þjónustu sveitarfélaga og ríkis og skoða með hvaða hætti foreldrar fái stuðning við að leita til sjálfstætt starfandi fagfólks. Í samfélagi sem þarf að forgangsraða fjármunum getur verið erfitt að velja og hafna en við höfum ekki rétt á að horfa í hina áttina þegar kemur að andlegri velferð barnanna okkar. Við verðum að vera vel á verði, tryggja góðar forvarnir, greiningar, úrræði og eftirfylgd.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar