Konur væla – karlar deyja O. Lilja Birgisdóttir iðjuþjálfi skrifar 9. mars 2013 06:00 Þessu kastaði Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins, fram á forvarnarráðstefnu VÍS og VER og vekur vissulega til umhugsunar. Hér var verið að ræða um jafnrétti í vinnunni út frá vinnuslysaskráningu. Búum við við jafnrétti í vinnunni? Launatölur sýna vissulega annað en hvað um aðbúnað? Vinnuumhverfið, eins og það er hannað í dag, er að mörgu leyti hannað út frá karlmönnum og svokölluðum mannmælingum karla (anthropometry). Persónuhlífar eru oftar en ekki hannaðar út frá þörfum karla. Mögulega er þetta afleiðing þess að konur voru heimavinnandi og karlarnir fyrirvinnur. Ein leiðin til að skoða vinnuumhverfið og áhrif þess er að nota vinnuslysatölur eins og Kristinn Tómasson vísaði í á ráðstefnunni. Samkvæmt lögum nr. 46/1980 og grein 34. gr. reglugerðar nr. 920/2006 um tilkynningar vinnuslysa „skal atvinnurekandi án ástæðulausrar tafar tilkynna Vinnueftirlitinu um öll slys þar sem starfsmaður deyr eða verður óvinnufær í a.m.k. einn dag auk slysdagsins...“ Skráð orsök slysa er oftast högg, fall, skurðir og stungur.Raunhæf mynd? Slysatölurnar sýna okkur að ungir, ófaglærðir karlmenn eru þeir sem oftast slasa sig. Engu að síður er stoðkerfisvandi einn af stærstu áhrifaþáttunum þegar skoðaðar eru fjarvistir frá vinnu. Þetta speglast ekki í skráningu vinnuslysa hjá Vinnueftirlitinu. Þá má velta því upp hvort slysaskráning gefi raunhæfa mynd af aðbúnaði til vinnu ef við erum ekki að skrá stoðkerfisvanda sem vinnuslys. Vinnuslysatölur frá Norðurlöndunum, og þá sérstaklega Danmörku, sýna að konur eru í meirihluta hvað varðar stoðkerfisvandamál. Til þess að fá raunverulega mynd af vinnuumhverfinu og áhrifum þess á heilsu og öryggi þarf að skrá öll slys og atvik sem leiða til óvinnufærni. Á þann hátt er hægt að rannsaka og bæta vinnuumhverfið þannig að rétt mynd fáist og jafnrétti skapist hvað varðar vinnuaðbúnað. Erfitt er að meta áhrifavalda stoðkerfisvandamála en þó eru ýmsar rannsóknir sem sýna fram á þætti sem hafa bein áhrif. Má þar nefna einhæf vinnubrögð, afkáralegar vinnustellingar, lyftur og burð. Þessa þætti er hægt að greina strax við áhættumat starfa og gera úrbætur til að koma í veg fyrir óþarfa álag við vinnu. Við sjáum enn kynjaskiptingu í störfum, karlastörf og konustörf. Karlar í bygginga- og vélavinnu, konur í umönnunar- og færibandavinnu. Við getum velt því fyrir okkur hvort þetta sé rétt. Mikilvægast er þó að jafnréttis sé gætt bæði hvað varðar laun, öryggi og heilbrigði. Það er óásættanlegt að ungir, ófaglærðir karlmenn séu að slasa sig við vinnu og jafnvel deyi. Það er líka óásættanlegt að konur slíti sér út við vinnu en enginn taki eftir því og kalli það jafnvel væl. Verum vakandi og skráum öll atvik og slys þannig að hægt sé að berjast fyrir bættum aðbúnaði til vinnu fyrir alla. Hönnum vinnuumhverfið út frá mismunandi þörfum og hugum vel að þörfum beggja kynja þannig að allir komist heilir heim, bæði líkamlega og andlega. Vel hannað vinnuumhverfi tekur tillit til aldurs, kyns og uppruna. Benda má á ráðstefnu tengda efninu sem haldin verður í sumar á vegum Vinnuvistfræðifélags Íslands (Vinnís): Ergonomics for Equality, en hægt er að nálgast nánari upplýsingar á www.nes2013.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þessu kastaði Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins, fram á forvarnarráðstefnu VÍS og VER og vekur vissulega til umhugsunar. Hér var verið að ræða um jafnrétti í vinnunni út frá vinnuslysaskráningu. Búum við við jafnrétti í vinnunni? Launatölur sýna vissulega annað en hvað um aðbúnað? Vinnuumhverfið, eins og það er hannað í dag, er að mörgu leyti hannað út frá karlmönnum og svokölluðum mannmælingum karla (anthropometry). Persónuhlífar eru oftar en ekki hannaðar út frá þörfum karla. Mögulega er þetta afleiðing þess að konur voru heimavinnandi og karlarnir fyrirvinnur. Ein leiðin til að skoða vinnuumhverfið og áhrif þess er að nota vinnuslysatölur eins og Kristinn Tómasson vísaði í á ráðstefnunni. Samkvæmt lögum nr. 46/1980 og grein 34. gr. reglugerðar nr. 920/2006 um tilkynningar vinnuslysa „skal atvinnurekandi án ástæðulausrar tafar tilkynna Vinnueftirlitinu um öll slys þar sem starfsmaður deyr eða verður óvinnufær í a.m.k. einn dag auk slysdagsins...“ Skráð orsök slysa er oftast högg, fall, skurðir og stungur.Raunhæf mynd? Slysatölurnar sýna okkur að ungir, ófaglærðir karlmenn eru þeir sem oftast slasa sig. Engu að síður er stoðkerfisvandi einn af stærstu áhrifaþáttunum þegar skoðaðar eru fjarvistir frá vinnu. Þetta speglast ekki í skráningu vinnuslysa hjá Vinnueftirlitinu. Þá má velta því upp hvort slysaskráning gefi raunhæfa mynd af aðbúnaði til vinnu ef við erum ekki að skrá stoðkerfisvanda sem vinnuslys. Vinnuslysatölur frá Norðurlöndunum, og þá sérstaklega Danmörku, sýna að konur eru í meirihluta hvað varðar stoðkerfisvandamál. Til þess að fá raunverulega mynd af vinnuumhverfinu og áhrifum þess á heilsu og öryggi þarf að skrá öll slys og atvik sem leiða til óvinnufærni. Á þann hátt er hægt að rannsaka og bæta vinnuumhverfið þannig að rétt mynd fáist og jafnrétti skapist hvað varðar vinnuaðbúnað. Erfitt er að meta áhrifavalda stoðkerfisvandamála en þó eru ýmsar rannsóknir sem sýna fram á þætti sem hafa bein áhrif. Má þar nefna einhæf vinnubrögð, afkáralegar vinnustellingar, lyftur og burð. Þessa þætti er hægt að greina strax við áhættumat starfa og gera úrbætur til að koma í veg fyrir óþarfa álag við vinnu. Við sjáum enn kynjaskiptingu í störfum, karlastörf og konustörf. Karlar í bygginga- og vélavinnu, konur í umönnunar- og færibandavinnu. Við getum velt því fyrir okkur hvort þetta sé rétt. Mikilvægast er þó að jafnréttis sé gætt bæði hvað varðar laun, öryggi og heilbrigði. Það er óásættanlegt að ungir, ófaglærðir karlmenn séu að slasa sig við vinnu og jafnvel deyi. Það er líka óásættanlegt að konur slíti sér út við vinnu en enginn taki eftir því og kalli það jafnvel væl. Verum vakandi og skráum öll atvik og slys þannig að hægt sé að berjast fyrir bættum aðbúnaði til vinnu fyrir alla. Hönnum vinnuumhverfið út frá mismunandi þörfum og hugum vel að þörfum beggja kynja þannig að allir komist heilir heim, bæði líkamlega og andlega. Vel hannað vinnuumhverfi tekur tillit til aldurs, kyns og uppruna. Benda má á ráðstefnu tengda efninu sem haldin verður í sumar á vegum Vinnuvistfræðifélags Íslands (Vinnís): Ergonomics for Equality, en hægt er að nálgast nánari upplýsingar á www.nes2013.is.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun