Konur væla – karlar deyja O. Lilja Birgisdóttir iðjuþjálfi skrifar 9. mars 2013 06:00 Þessu kastaði Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins, fram á forvarnarráðstefnu VÍS og VER og vekur vissulega til umhugsunar. Hér var verið að ræða um jafnrétti í vinnunni út frá vinnuslysaskráningu. Búum við við jafnrétti í vinnunni? Launatölur sýna vissulega annað en hvað um aðbúnað? Vinnuumhverfið, eins og það er hannað í dag, er að mörgu leyti hannað út frá karlmönnum og svokölluðum mannmælingum karla (anthropometry). Persónuhlífar eru oftar en ekki hannaðar út frá þörfum karla. Mögulega er þetta afleiðing þess að konur voru heimavinnandi og karlarnir fyrirvinnur. Ein leiðin til að skoða vinnuumhverfið og áhrif þess er að nota vinnuslysatölur eins og Kristinn Tómasson vísaði í á ráðstefnunni. Samkvæmt lögum nr. 46/1980 og grein 34. gr. reglugerðar nr. 920/2006 um tilkynningar vinnuslysa „skal atvinnurekandi án ástæðulausrar tafar tilkynna Vinnueftirlitinu um öll slys þar sem starfsmaður deyr eða verður óvinnufær í a.m.k. einn dag auk slysdagsins...“ Skráð orsök slysa er oftast högg, fall, skurðir og stungur.Raunhæf mynd? Slysatölurnar sýna okkur að ungir, ófaglærðir karlmenn eru þeir sem oftast slasa sig. Engu að síður er stoðkerfisvandi einn af stærstu áhrifaþáttunum þegar skoðaðar eru fjarvistir frá vinnu. Þetta speglast ekki í skráningu vinnuslysa hjá Vinnueftirlitinu. Þá má velta því upp hvort slysaskráning gefi raunhæfa mynd af aðbúnaði til vinnu ef við erum ekki að skrá stoðkerfisvanda sem vinnuslys. Vinnuslysatölur frá Norðurlöndunum, og þá sérstaklega Danmörku, sýna að konur eru í meirihluta hvað varðar stoðkerfisvandamál. Til þess að fá raunverulega mynd af vinnuumhverfinu og áhrifum þess á heilsu og öryggi þarf að skrá öll slys og atvik sem leiða til óvinnufærni. Á þann hátt er hægt að rannsaka og bæta vinnuumhverfið þannig að rétt mynd fáist og jafnrétti skapist hvað varðar vinnuaðbúnað. Erfitt er að meta áhrifavalda stoðkerfisvandamála en þó eru ýmsar rannsóknir sem sýna fram á þætti sem hafa bein áhrif. Má þar nefna einhæf vinnubrögð, afkáralegar vinnustellingar, lyftur og burð. Þessa þætti er hægt að greina strax við áhættumat starfa og gera úrbætur til að koma í veg fyrir óþarfa álag við vinnu. Við sjáum enn kynjaskiptingu í störfum, karlastörf og konustörf. Karlar í bygginga- og vélavinnu, konur í umönnunar- og færibandavinnu. Við getum velt því fyrir okkur hvort þetta sé rétt. Mikilvægast er þó að jafnréttis sé gætt bæði hvað varðar laun, öryggi og heilbrigði. Það er óásættanlegt að ungir, ófaglærðir karlmenn séu að slasa sig við vinnu og jafnvel deyi. Það er líka óásættanlegt að konur slíti sér út við vinnu en enginn taki eftir því og kalli það jafnvel væl. Verum vakandi og skráum öll atvik og slys þannig að hægt sé að berjast fyrir bættum aðbúnaði til vinnu fyrir alla. Hönnum vinnuumhverfið út frá mismunandi þörfum og hugum vel að þörfum beggja kynja þannig að allir komist heilir heim, bæði líkamlega og andlega. Vel hannað vinnuumhverfi tekur tillit til aldurs, kyns og uppruna. Benda má á ráðstefnu tengda efninu sem haldin verður í sumar á vegum Vinnuvistfræðifélags Íslands (Vinnís): Ergonomics for Equality, en hægt er að nálgast nánari upplýsingar á www.nes2013.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þessu kastaði Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins, fram á forvarnarráðstefnu VÍS og VER og vekur vissulega til umhugsunar. Hér var verið að ræða um jafnrétti í vinnunni út frá vinnuslysaskráningu. Búum við við jafnrétti í vinnunni? Launatölur sýna vissulega annað en hvað um aðbúnað? Vinnuumhverfið, eins og það er hannað í dag, er að mörgu leyti hannað út frá karlmönnum og svokölluðum mannmælingum karla (anthropometry). Persónuhlífar eru oftar en ekki hannaðar út frá þörfum karla. Mögulega er þetta afleiðing þess að konur voru heimavinnandi og karlarnir fyrirvinnur. Ein leiðin til að skoða vinnuumhverfið og áhrif þess er að nota vinnuslysatölur eins og Kristinn Tómasson vísaði í á ráðstefnunni. Samkvæmt lögum nr. 46/1980 og grein 34. gr. reglugerðar nr. 920/2006 um tilkynningar vinnuslysa „skal atvinnurekandi án ástæðulausrar tafar tilkynna Vinnueftirlitinu um öll slys þar sem starfsmaður deyr eða verður óvinnufær í a.m.k. einn dag auk slysdagsins...“ Skráð orsök slysa er oftast högg, fall, skurðir og stungur.Raunhæf mynd? Slysatölurnar sýna okkur að ungir, ófaglærðir karlmenn eru þeir sem oftast slasa sig. Engu að síður er stoðkerfisvandi einn af stærstu áhrifaþáttunum þegar skoðaðar eru fjarvistir frá vinnu. Þetta speglast ekki í skráningu vinnuslysa hjá Vinnueftirlitinu. Þá má velta því upp hvort slysaskráning gefi raunhæfa mynd af aðbúnaði til vinnu ef við erum ekki að skrá stoðkerfisvanda sem vinnuslys. Vinnuslysatölur frá Norðurlöndunum, og þá sérstaklega Danmörku, sýna að konur eru í meirihluta hvað varðar stoðkerfisvandamál. Til þess að fá raunverulega mynd af vinnuumhverfinu og áhrifum þess á heilsu og öryggi þarf að skrá öll slys og atvik sem leiða til óvinnufærni. Á þann hátt er hægt að rannsaka og bæta vinnuumhverfið þannig að rétt mynd fáist og jafnrétti skapist hvað varðar vinnuaðbúnað. Erfitt er að meta áhrifavalda stoðkerfisvandamála en þó eru ýmsar rannsóknir sem sýna fram á þætti sem hafa bein áhrif. Má þar nefna einhæf vinnubrögð, afkáralegar vinnustellingar, lyftur og burð. Þessa þætti er hægt að greina strax við áhættumat starfa og gera úrbætur til að koma í veg fyrir óþarfa álag við vinnu. Við sjáum enn kynjaskiptingu í störfum, karlastörf og konustörf. Karlar í bygginga- og vélavinnu, konur í umönnunar- og færibandavinnu. Við getum velt því fyrir okkur hvort þetta sé rétt. Mikilvægast er þó að jafnréttis sé gætt bæði hvað varðar laun, öryggi og heilbrigði. Það er óásættanlegt að ungir, ófaglærðir karlmenn séu að slasa sig við vinnu og jafnvel deyi. Það er líka óásættanlegt að konur slíti sér út við vinnu en enginn taki eftir því og kalli það jafnvel væl. Verum vakandi og skráum öll atvik og slys þannig að hægt sé að berjast fyrir bættum aðbúnaði til vinnu fyrir alla. Hönnum vinnuumhverfið út frá mismunandi þörfum og hugum vel að þörfum beggja kynja þannig að allir komist heilir heim, bæði líkamlega og andlega. Vel hannað vinnuumhverfi tekur tillit til aldurs, kyns og uppruna. Benda má á ráðstefnu tengda efninu sem haldin verður í sumar á vegum Vinnuvistfræðifélags Íslands (Vinnís): Ergonomics for Equality, en hægt er að nálgast nánari upplýsingar á www.nes2013.is.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun